Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.6.2016

23. fundur skipulags- og byggingarnefndar

23. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 1. júní 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Karl Arnarson, starfsmaður.  Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1605316 - Umsókn um leyfi fyrir hænum að Spóarima 8, Selfossi. Umsækjandi: Halldór G Halldórsson
Samþykkt með skilyrði um að hænurnar verði hafðar innan girðingar og ekki verði hani í hópnum.
2. 1605255 - Umsókn um leyfi fyrir hænum að Stekkholti 32, Selfossi. Umsækjandi: Magnús G Sveinsson
Samþykkt með skilyrði um að hænurnar verði hafðar innan girðingar og ekki verði hani í hópnum.
3. 1605254 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á hitaveitu í Engjavegi frá Seljavegi að Tryggvagötu. Umsækjandi: Selfossveitur
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
4. 1605247 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitulögn, háspennustreng og ljósleiðara frá Hörðuvöllum að Heiðmörk. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
5. 1605340 - Framkvæmdaleyfisumsókn vegna hraðalækkandi aðgerða við Engjaveg. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
6. 1605286 - Umsókn um lóðina Nesbrú 8, Eyrarbakka. Umsækjandi: Hraun ehf
Samþykkt.
7. 1602134 - Stöðuleyfi fyrir brennsluofn á Lóð SS við Fossnes. Umsækjandi: Sláturfélag Suðurlands
Frestað þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfismat liggur ekki fyrir.
8. 1605330 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi að Hásteinsvegi 55, Stokkseyri. Umsækjandi: Erlingsson ehf
Samþykkt til 1. september 2016.
9. 1605348 - Yfirlýsing um gatnaframkvæmdir í Seljalandi
Lagt fram til kynningar.
10. 1605335 - Umsókn um graftarleyfi fyrir veiðihúsi Stangveiðifélags Selfoss
Samþykkt.
11. 1605331 - Umsókn um stækkun á lóðinni Kjarrmóa 2 Selfossi.Umsækjandi: Alex Þorsteinsson
Frestað og óskað er eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs.
12. 1605332 - Fyrirspurn um breytingar á lóð að Miðtúni 15, Selfossi
Frestað og óskað eftir ítarlegri upplýsingum varðandi staðsetningu húsanna.
13. 1602182 - Lögð fram deiliskipulagstillaga að dælustöð í landi Gamla- Hrauns
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
14. 1504330 - Lögð fram deiliskipulagsbreyting að Austurvegi 39-41 Selfossi
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. Var það samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa B-lista sem bókaði: Fulltrúi B-list er andvígur breytingu á deiliskipulagi Austurvegar 39-41 af eftirfarandi ástæðum: Umrætt svæði fellur undir deiliskipulag sem í gildi er fyrir miðsvæði Selfoss. Ekki er rétt að breyta miðsvæðisskipulagi nema ríkir og almennir hagsmunir kalli á þær breytingar og óæskilegt er að gefa fordæmi fyrir fráviki frá miðsvæðisskipulagi. Núverandi skipulag gerir ráð fyrir blandaðri starfsemi á lóðinni, þjónustu og verslun í bland við íbúðir. Horfa verður til þess að vegna mikillar umferðar er Austurvegur á meðal helstu verslunar- og þjónustusvæða Selfoss. Æskilegt er að þjónusta og verslun séu sem mest staðsett miðsvæðis og líklegt er að hverfi þessir þættir úr skipulagi tveggja lóða við Austurveg þá muni það í framtíðinni rýra aðdráttarafl götunnar og þar með staðarins í heild sem miðstöðvar fyrir verslun, þjónustu og menningarstarfsemi. Almennt séð er óæskilegt að fjölbýlishúsabyggð sé staðsett þétt upp við helstu umferðargötur. Í þessu tifelli er um að ræða Austurveg sem er ein af fjölförnustu götum bæjarins. Gera má ráð fyrir að hávaða- og svifryksmengun sé líklegri til að skerða lífsgæði íbúanna á þessum stað heldur en ef önnur staðsetning fjær umferðinni væri valin.
15. 1312089 - Lögð fram deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð við Geitanes
Frestað þar sem ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn.
16. 1605008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 19
16.1. 1605314 - Umsókn um byggingarleyfi að Móhellu 2-4, Selfossi. Umsækjandi: BS-verk ehf.
Samþykkt.
16.2. 1605313 - Umsókn um byggingarleyfi að Melhólum 2-4, Selfossi. Umsækjandi: Jarlhettur ehf.
Samþykkt.
16.3. 1605312 - Umsókn um byggingarleyfi að Melhólum 10-12, Selfossi. Umsækjandi: Jarlhettur ehf.
Samþykkt.
16.4. 1605339 - Umsókn um byggingarleyfi að Seljalandi 2-10, Selfossi. Umsækjandi: Hannes Þór ehf.
Samþykkt.
16.5. 1511192 - Umsókn um byggingarleyfi að Heiðmörk 2 Selfossi. Umsækjandi: Jón G. Jóhannsson
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
16.6. 1605005 - Endurnýjun á umsókn um byggingarleyfi að Austurási 801 Selfoss. Umsækjandi: Haukur Baldvinsson
Samþykkt.
16.7. 1605265 - Endurnýjun á umsókn um byggingarleyfi að Eyravegi 31-33, Selfossi. Umsækjandi: Superbygg ehf.
Frestað, óskað eftir umsögn eldvarnareftirlits.
16.8. 1605287 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu (sólstofu) að Grenigrund 4, Selfossi. Umsækjendur: Guðbjörg Grímsdóttir og Sigurður Halldór Jesson
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum húsa í Grenigrund 1 og 6 og óskað er eftir samþykki eiganda Grenigrundar 2.
16.9. 1605333 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu innra skipulagi að Þykkvaflöt 11 Eyrarbakka. Umsækjandi: F. Engey ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
16.10. 1605248 - Umsókn um leyfi til að loka svölum með gleri að Fossheiði 58 íbúð 103. Umsækjandi: Sölvi B. Hilmarsson
Óskað eftir aðaluppdráttum til grenndarkynningar fyrir Fossheiði 60 og 62
16.11. 1605291 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttum gluggum og klæðningu á Eyrarbakkakirkju. Umsækjandi: Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn eldvarnareftirlits.
16.12. 1605319 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyrarlæk 8 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Svanur Bjarnason
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Laxalæk 9 og óskað er eftir samþykki eiganda Eyrarlækjar 10.
16.13. 1605315 - Fyrirspurn um breytingu á byggingareit að Eyrarlæk 9-11, Selfossi. Fyrirspyrjandi: Guðjón Þórisson
Fallist er á breytinguna og óskað er eftir nýju lóðarblaði.
16.14. 1605329 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Vallholti 23 Selfossi. Umsækjandi: Ólafur Tage Bjarnason
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Vallholti 21 og 25.
16.15. 1605300 - Óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I að Eyravegi 2, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
16.16. 1605283 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II(Íbúðir) að Austurvegi 36, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi aðaluppdrættir vegna breyttrar notkunar hafa borist.
16.17. 1605267 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I (heimagisting) að Austurvegi 26, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Óskað eftir samþykki meðeigenda að Austurvegi 26.
16.18. 1605174 - Óskað er umsagnar vegna breytingar á rekstrarleyfi fyrir Hótel Selfoss að Eyravegi 2, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
 
16.19. 1605384 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I (heimagisting) að Árvegi 8, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Óskað er eftir uppdráttum sem sýna afmörkun heimagistingar í húsinu.
16.20. 1604020 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Lóurima 6, Selfossi. Umsækjendur: Axel Sigurðsson og Guðrún Lind Rúnarsdóttir. Erindi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist
Samþykkt.
16.21. 1605007 - Fyrirspurn um byggingu sólstofu að Háeyrarvöllum 20, Eyrarbakka. Fyrirspyrjandi: Sandra Sævarsdóttir
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Háeyrarvöllum 12(Ósi) og óskað er eftir samþykki eiganda Háeyrarvalla 22.
16.22. 1605392 - Fyrirspurn um leyfi til að loka verönd að Fagra Tanga. Fyrirspyrjandi: Sigurður Kolbeinsson
Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum og skráningartöflu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50 Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson Ragnar Geir Brynjólfsson Bárður Guðmundsson Ástgeir Rúnar Sigmarsson Karl Arnarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica