17.11.2016
24. fundur íþrótta- og menningarnefndar
24. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1610190 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2016 |
|
Farið yfir reglugerð og fyrirkomulag á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar þar sem íþróttakarl og -kona Árborgar er m.a. kjörin. Rætt um að bæta við rafrænni kosningu til móts við atkvæði dómnefndar og er starfsmanni nefndarinnar falið að setja upp þennan möguleika í samráði við tölvudeild. Reglugerðin samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Ákveðið að hátíðin fari fram fimmtudaginn 29. desember í hátíðarsal FSu á Selfossi.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1609034 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2017 |
|
Vinnu við fjárhagsáætlun haldið áfram og farið yfir þau verkefni sem nefndin leggur áherslu á að séu inni fyrir árið 2017 og hvaða verkefni megi bíða. Lögð áhersla á að halda inni gerð frisbígolfvallar í sveitarfélaginu sem og óskar nefndin eftir því við bæjarstjórn að lagt verði fjármagn í áframhaldandi uppbyggingu menningarsalarins í Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1610191 - Málefni tómstundahúsa Árborgar |
|
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, kom inn á fundinn og fór yfir málefni tómstundahúsanna. Fram kom að aðsókn í ungmennahúsið væri góð og nefnir hann sérstaklega spilahópa og nýtingu á hljómsveitarherberginu. Reglulegir viðburðir eru í húsinu og er gott samstarf við nemendafélag FSu. Félagsmiðstöðin hefur haldið góðum opnunartíma til að sem flestir geti nýtt aðstöðuna en einnig er opið eitt kvöld í viku á Stokkseyri sem hefur gengið vel. Klúbbastarfið hefur fengið aukið vægi, má t.d. nefna stráka- og stelpuklúbba. Samstarf við grunnskólanna er mjög gott og byrjar strax með séropnunum fyrir 5.-7.bekk ásamt fjölda samstarfsverkefna eins og forvarnardeginum, skólahreysti og fleiri verkefni um. Sama má segja um samstarf við félagsþjónustuna þar sem reynt er að aðstoða þá unglinga sem það þurfa. Ungmennaráðið sem 9 ungmenni skipa hefur verið mjög virkt og tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum verkefnum. Hélt það stóra ráðstefnu í haust fyrir ungmennaráð á Suðurlandi sem gekk það vel að fimm sveitarfélög stofnuðu ungmennaráð í framhaldinu. Nokkur ný verkefni eru í farvegi ásamt því að fylgja eftir málum innan sveitarfélagsins og taka þátt í nefndarstörfum en ungmennaráðið hefur núna áheyrnarfulltrúa í flestum nefndum sveitarfélagsins. |
|
|
|
4. |
1605275 - Menningarmánuðurinn október 2016 |
|
Formaður fór yfir hvernig til tókst með menningarmánuðinn 2016. Fram kom að allir viðburðir hafi gengið vel og er íbúum þakkað fyrir góða mætingu á viðburðina. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1610195 - Jól í Árborg 2016 |
|
Farið yfir hvað verði í boði í tengslum við Jól í Árborg. Fram kom að ekki verði sett upp sérstakt jólatorg þetta árið. Helstu viðburðir eru þó áfra,m að kveikt verður á jólaljósunum fim. 17. nóvember fyrir framan Ráðhúsið, kveikt á jólatrjánum í hverjum byggðarkjarna í kringum fyrsta í aðventu og svo koma jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli lau. 10. desember. Jólagluggarnir verða á sínum stað ásamt jólagetraun fyrir börnin þar sem þau leita að bókstöfum í jólagluggunum og setja saman í setningu. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:00
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |
Guðmunda Bergsdóttir |
|
|