Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.6.2008

24. fundur skólanefndar grunnskóla

24. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 12. júní 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10

Mætt: 
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sigrún Þorsteinsdóttir, varamaður V-lista (V)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Birgir Edwald, skólastjóri
Daði V Ingimundarson, skólastjóri
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra

Í upphafi fundar leitaði Þórunn Jóna Hauksdóttir afbrigða til að setja á dagskrá umræðu um  nýsett grunnskólalög.

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

  • 1. 0709043 - Yfirlit frá skólastjórum v. skólaársins 2007-2008

    Skólastjórarnir Guðbjartur Ólason Vallaskóla, Birgir Edwald Sunnulækjarskóla og Daði Ingimundarson Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru í stórum dráttum yfir starf vetrarins og undirbúning fyrir næsta skólaár.
    Verkefnisstjóri fræðslumála lagði fram greinargerð frá Menntamálaráðuneyti um niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2008.

    Skólanefnd þakkar starfsfólki grunnskóla og skólavistana Árborgar fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð þegar jarðskjálfti reið yfir Suðurland hinn 29. maí sl. og í framhaldi hans, bæði við að koma skólahúsnæði og starfsemi í eðlilegt horf en ekki síður við móttöku og aðstoð við börn og aðstandendur þeirra þá daga sem eftir lifðu af skólastarfi. Jafnframt telur skólanefnd mikilvægt að þegar skólastarf hefst aftur í haust verði í grunnskólunum fyrir hendi viðbúnaður til að fást við möguleg eftirköst náttúruhamfaranna.

    Skólanefnd þakkar Daða Ingimundarsyni gott samstarf núna þegar hann lætur af störfum sem skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hann hefur verið öflugur málsvari kröftugs skólastarfs í Árborg.

  • 2. 0805085 - Bréf frá foreldraráði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

    Tekið fyrir bréf frá foreldraráði Barnsskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri um aðstöðu barna á leiksvæðum við skólana og biðskýlismál.

    Skólanefnd tekur undir með foreldraráði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri að leiksvæði við skólana eiga að vera í góðu lagi, vel hirt, örugg og vel búin leiktækjum og aðstöðu sem henta þörfum þeirra barna sem þar stunda nám. Skólanefnd beinir því til framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að vinna eins hratt og kostur er að lagfæringum og endurbótum á leiksvæðunum við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, og einnig við Vallaskóla á Selfossi, og búa þau viðeigandi leiktækjum.
    Jafnframt óskar skólanefnd eftir því að framkvæmda- og veitusvið Árborgar upplýsi foreldraráðið um stöðu biðskýlamála og framtíðarfyrirkomulag þeirra.
    Skólanefnd beinir því jafnframt til bæjarráðs Árborgar að fjármunir verði tryggðir til viðhalds og uppbyggingar á leiksvæðum grunnskólanna í Árborg.
    Samþykkt samhljóða.

0712058 - Nýsett lög um grunnskóla

Ný lög um grunnskóla taka gildi 1. júlí og hafa nefndarmenn skólanefndar Árborgar og aðrir hlutaðeigandi aðilar fengið þau send. Mikil vinna er framundan við að aðlaga skólastarf að mörgum nýjungum laganna og mikilvægt að hún hefjist sem fyrst. Skólanefnd leggur áherslu á að sú vinna fari fram í góðri samvinnu allra aðila sem koma að skólagöngu nemenda í Árborg.

Bókun samþykkt samhljóða

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þórir Haraldsson                                 
Sigrún Þorsteinsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir                     
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald                          
Daði V Ingimundarson
Guðbjartur Ólason                               
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica