Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.10.2007

24. fundur bæjarstjórnar

 

24. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 17. október  2007 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti,              V listi,
Þorvaldur Guðmundsson                       B listi,
Margrétar K. Erlingsdóttur                    B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir                    S listi,
Gylfi Þorkelsson                                    S listi, 
Grímur Arnarson                                   D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ari Thorarensen                                    D listi, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Snorri Finnlaugsson                               D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir                          D listi

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá breytingu á nefndaskipan B-lista.

 

Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar:

 

1.  a)   0703038
Framkvæmda- og veitustjórn                                              frá 05.09.07

 

b) 0701118
Íþrótta- og tómstundanefnd                                                 frá 05.09.07 

c) 60. fundur bæjarráðs 0701016                                       frá 13.09.07

 

2.  a) 0701012
Félagsmálanefnd                                                                 frá 10.09.07

 

b) 0701035
Landbúnaðarnefnd                                                              frá 11.09.07

 

c) 0701117
Menningarnefnd                                                                  frá 12.09.07

 

d) 0701055
Skólanefnd                                                                         frá 13.09.07

 

e) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                              frá 13.09.07

 

f) 61. fundur bæjarráðs 0701016                                        frá 20.09.07

3. a) 0701062
Leikskólanefnd                                                                   frá 19.09.07

 

b) 0702011
Umhverfisnefnd                                                                   frá 19.09.07

 

c) 0701012
Félagsmálanefnd                                                                 frá 17.09.07

 

d) 62. fundur bæjarráðs 0701016                                       frá 27.09.07

 

4.  a) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                              frá 27.09.07

 

b) 0703038
Framkvæmda- og veitustjórn                                              frá 27.09.07

 

c) 63. fundur bæjarráðs                                                      frá 04.10.07

 

5. a) 0701035
Landbúnaðarnefnd                                                              frá 04.10.07

 

b) 64. fundur bæjarráðs                                                      frá 12.10.07

 

-liður 1a, Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til bæjarstjóra. Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni.

 

-liður 1a, 3. mál, 0706077,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um aðgengismál.

 

-liður 1c, 2. mál fundargerð íþrótta og tómstundanefndar, mál nr. 0706074, endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu, tillagan var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu bæjarráðs.

 

Grímur Arnarson, D-lista,Gylfi Þorkelsson, ogRagnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

-liður 2f,Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um 1. mál, fundargerð félagsmálanefndar, og um 3. mál, fundargerð menningarnefndar, 0701117, óskaði hún eftir að bókað yrði: Bæjarfulltrúar D-lista taka undir bókun Eyþórs Arnalds er varðar gagnrýni á að fagnefndir eru hvað eftir  annað afskiptar varðandi ákvarðanatökur.

 

Bæjarfulltrúar D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

 

-liður 2f, 7. mál, 0701126, fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til Snorra Finnlaugssonar, D-lista.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni.

 

Forseti bæjarstjórnar ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

 

-liður 3d, 11. mál nr. 0709111, tillaga um að hafin verði for- og undirbúningsvinna við að koma á fót lista- og menningarhúsi, tillagan var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu bæjarráðs.

 

Lögð voru fram svör við fyrirspurn frá 62. fundi bæjarráðs.

 

Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista af 62. fundi bæjarráðs um menningarsal:

 

Samþykkt meirihlutans frá 27. september s.l. um að unnin verði for- og undirbúningsvinna að stofnun sérstaks lista- og menningarhúss í Árborg sem staðsett verði í hinum nýjum miðbæjarkjarna á Selfossi eða sem næst honum, er fyrsta skrefið í því að greina og kortleggja á hvaða sviðum menningar og lista þörfin sé mest fyrir húsnæði.  Stofnun og rekstur menningarhúsnæðis er kostnaðarsamt verkefni og nauðsynlegt að fyrir liggi fagleg greining á því hverjar þarfirnar séu og tillögur áður en hafist verður handa við verkið. Slík vinnubrögð tíðkast nú til dags og nýleg dæmi eru forvinna og  undirbúningsstarf vegna lista- og menningarhúsanna í Vestmannaeyjum og  á Akureyri.  Meðal þess sem væntanlega verður skoðað í framhaldi af greiningarvinnunni er hvort og hvernig nýta megi þau húsnæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu. “Menningarsalurinn” í Hótel Selfoss er eitt þeirra og tengist hinum nýja miðbæjarkjarna einkar vel.

 

Um notkun meirihlutans á merkingu hugtakanna forvinna og undirbúningsvinna er það að segja að í forvinnu felst t.d. það að kortleggja verkefnið í heildrænu samhengi, gera þarfakannanir og út frá því að setja fram tillögur að leiðum.  Undirbúningsvinnan felst síðan í að útfæra tillögurnar nánar og leggja fram aðgerðaráætlun um framkvæmd verkefnisins. 

 

Kjarni málsins er  þó sá að hefja skuli þá vinnu sem á endanum leiði til þess að í Árborg verði mjög góð aðstaða fyrir lista- og menningarstarfsemi af sem fjölbreyttasta tagi.  Nýsköpun verði og höfð að leiðarljósi við þessa vinnu.  Hugtakanotkun getur vissulega verið spennandi viðfangsefni en mun ekki gegna meginhlutverki, a.m.k. ekki á þessu stigi málsins.  Aðalatriðið er að íbúar sveitarfélagsins Árborgar komi til með að sitja við sama borð og íbúar nærliggjandi sveitarfélög og sveitarfélagið sé fært um að bjóða upp á aðstöðu sem stuðli að frumkvæði í listsköpun og auknu framboði á menningarlegum atburðum. 

 

Á fundinum bæjarfulltrúi D-lista lagði einnig fram svo hljóðandi bókun:
Ekkert mat liggur fyrir um kostnað eða umfang verkefnisins, stærð hússins, þarfir eða staðsetningu. Ekki liggur fyrir álit listamanna, félagasamtaka, fagaðila eða leikfélags Selfoss. Auk þess er ámælisvert að gengið sé fram hjá menningarmálanefnd í þessu stóra máli.

Um þetta er það að segja að for- og undirbúningsvinnan tekur m.a. til þessara þátta. Bæjarfulltrúinn gefur sér það að ganga eigi framhjá lista- og menningarnefnd í þessu stóra máli og af því tilefni er rétt að benda á að sérstakur stýrihópur sem gera mun drög að menningarstefnu hefur verið að störfum undanfarnar vikur. Hópurinn mun sérstaklega funda með hverjum byggðarkjarna fyrir sig og væntanlega kalla eftir hugmyndum og fá íbúana til skrafs og ráðagerðar.

 

Hópurinn, sem starfar á vegum lista- og menningarnefndar, hefur starfað af krafti og mun skila niðurstöðum sínum á næstunni. Í hópnum eiga m.a. sæti fulltrúar frá meirihluta og minnihluta.  Hlutverk lista- og menningarnefndar í stefnumörkun á þessu sviði er veigamikið, hvort sem um er að ræða menningarstarfsemina sjálfa eða umgjörðina, húsnæðið, utan um hana.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, ogGrímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.

 

Gert var fundarhlé.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,Gylfi Þorkelsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Við greiðum atkvæði á móti því að farið sé nú í kostnaðarsama úttekt um mögulega nýtt lista- og menningarhús.  Í sveitarfélaginu er til sérhannaður menningarsalur og er rétt að láta á það reyna til þrautar að ná samkomulagi við eigendur salarins um nýtingu á þeirri fjárfestingu.

 

Bæjarfulltrúar D-lista

 

-liður 3d, 12. mál nr. 0709117, tillaga um viðurkenningu til meistaraflokks karla í knattspyrnu, tillagan var borin sérstaklega undir atkvæði þar sem bókun um afgreiðslu hefur fallið niður úr fundargerð bæjarráðs.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

-liður 3d, 13. mál, 0709116, tillaga um undirbúning að uppbyggingu aðalleikvangs. Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til bæjarstjóra, sem svaraði fyrirspurninni.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð umhverfisnefndar.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista,Þorvaldur Guðmundsson, B-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista tóku til máls um 13. mál.

 

-liður 5a, Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að á fundum Landbúnaðarnefndar undanfarið hafa aðeins tveir fulltrúar mætt.  Fulltrúi V lista hefur ekki mætt á fundina né varamaður hans.  Rétt er að ítreka að kjörnir fulltrúar í nefndum hafa skyldur gagnvart þeim störfum sem þeir eru kosnir til og ber að mæta á boðaða fundi eða kalla til varamann sinn.

 

Bæjarfulltrúar D-lista
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls.

 

-liður 5b, fundargerð landbúnaðarnefndar 0709024, bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um hundahald til síðari umræðu.

 

Fundargerðirnar voru bornar upp til staðfestingar að undanskildum þeim málum sem þegar höfðu verið afgreidd. Voru þær staðfestar samhljóða.

 

II. Kosningar í nefndir

 

a) 0709135 Kosning fulltrúa á aðalfund SASS (1 fulltrúi)
Lagt var til aðBöðvar Bjarki Þorsteinsson verði aðalfulltrúi á aðalfund SASS og Guðni Torfi Áskelsson og Eggert Valur Guðmundsson varamenn.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

b) 0706034 Breyting á nefndaskipan V-lista
Lagt var til að Þorsteinn Ólafsson verði aðalmaður í landbúnaðarnefnd í stað Viðars Magnússonar, og Jón Hjartarson verði varamaður í stað Þorsteins Ólafssonar.

 

Sædís Ósk Harðardóttir verði varamaður í atvinnuþróunarnefnd í stað Viðars Magnússonar.

 

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.

 

c) 0710056 Breyting á nefndaskipan S-lista
Breyting á skipan fulltrúa S lista í framkvæmda- og veitustjórn:
Lagt var til að Guðni Torfi Áskelsson verði aðalmaður í stað Gylfa Þorkelssonar
Kristinn Hermannsson verður varamaður í stað Guðna Torfa Áskelssonar.

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.

 

Breyting á skipan fulltrúa S lista í íþrótta- og tómstundanefnd:
Lagt var til að Laufey Inga Guðmundsdóttir verður varamaður í stað Ingibjargar Ársælsdóttur.

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.

 

d) 0710075 Breyting á nefndaskipan B-lista
Haukur Þorvaldsson verður varamaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Óla Rúnars Eyjólfssonar.

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.

 

III. Önnur mál

 

a) 0710055 Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um endurbætur á Sundhöll Selfoss og næsta nágrenni

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

 

Tillaga um uppbyggingu á Sundhöll  Selfoss og næsta nágrenni.

 

Bæjarfulltrúar D-lista leggur til að þegar verði hafist handa við undirbúningsvinnu við gagngerar endurbætur áSundhöll Selfossog næsta nágrenni. Tillagan er í tveimur liðum sem hér segir:

 

a.  Sundhöll Selfoss.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að ráðist verði í verulegar endurbætur á sundlaugar- og búningsaðstöðu auk aðkomu aðSundhöll Selfoss. Íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að vinna að málinu ásamt samstarfshópi og fagaðilum.     Lög verði áhersla á eftirfarandi atriði að leiðarljósi:

 

                                                          
I.   Ný búningsaðstaða verði gerð.

 

II.  Aðkoma og inngangur verði endurbyggður í átt að Sandvíkurskóla.

 

III. Aðstaða verði fyrir líkamsrækt og sjúkraþjálfun.

 

IV. Sund og leikaðstaða fyrir börn verði bætt.

 

V.  Verkinu verði lokið í árslok 2009.

 

Greinargerð:
Endurbætur áSundhöll Selfoss eru löngu tímabærar og eru allir kjörnir fulltrúar sammála um það. Vinnuhópur um íþróttamannvirki sem stofnaður var á 5. fundi íþrótta- og tómstundanefndar 20.12. 2006 hefur enn ekki skilað af sér niðurstöðum. Brýnt er að þetta mikilvæga mál týnist ekki í kerfinu um árabil. Ákvarðanir í málum sem varða íþróttamannvirki hafa nýverið verið teknar einhliða af meirihluta bæjarstjórnar og er því ljóst að stýrihópurinn er ekki að gagnast sem skyldi. Tillaga þessi mun vonandi koma máli þessu á hreyfingu á ný.

 

b.  Vallaskóli:
Starfsemi Vallaskóla  verði komið undir eitt þak.   Húsnæði Vallaskóla Sandvík verði nýtt undir aðra starfsemi s.s. bókasafn, ferðamál og starfsemi er lýtur beint eða óbeint að starfssemi Sundhallar Selfoss.   Framkvæmda- og veitusviði verði falið að kanna möguleika og hagkvæmni þess að byggja við/ofan á Vallaskóla Sólvöllum.

 

Greinargerð:
Ljóst er að óhagkvæmt er bæði faglega og rekstrarlega að reka eina skólastofnun á tveimur stöðum. Kostnaður við rekstur Vallaskóla hefur aukist frá því að vera um 514 millj. kr. 2004 þegar 806 nemendur voru í skólanum í að vera áætlaðar um 602 millj. í ár þegar 711 nemendur eru í skólanum.  Kostnaður á nemanda hefur hækkað úr 637 þús. kr. árið 2004 í 847 þús. kr. í ár.

 

Rétt er því að skoða vel þann möguleika sem fyrst að gera reksturinn hagkvæmari með því að hafa alla skólastarfsemina á sama stað og geta þá nýtt betur þá fjármuni sem fara í skólastarfið svo sem til innra starfs skólans fremur en húsnæðiskostnað.

 

Forseti leitaði afstöðu fundarmanna til þess að tillögurnar yrðu bornar upp hvor í sínu lagi. Var ekki gerð athugasemd við það.

 

Grímur Arnarson, D-lista,Gylfi Þorkelsson, S-lista, ogElfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Gert var fundarhlé.

 

Tillaga merkt a., umSundhöll Selfoss, var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarstjórnar:
Vinnuhópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja hefur látið vinna skýrslu um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja.  Meirihluti B-, S- og V-  lista í bæjarstjórn Árborgar hefur mótað hugmyndir sínar um endurbætur og uppbyggingu á svæði Sundhallar Selfoss og vinnur nú að útfærslu þeirra á grunni upplýsinga sem fram koma í umræddri skýrslu. 

 

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir 2008 og framkvæmdaáætlun stendur nú yfir, þar sem m.a. er lagt mat á væntanlegan kostnað vegna þessara áætlana, sem gera ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2009. 

 

Framkvæmdir við æfinga og kennslusundlaug Sunnulækjarskóla munu hefjast á næsta ári.

 

Tillaga b., um Vallaskóla, var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarstjórnar:
Um er að ræða hluta af mun stærra máli sem snertir framtíðar uppbyggingu skóla á Selfossi sem þegar er hafin skoðun á. Mikilvægt er að haft verði samráð við fagfólk og fagnefndir áður en tillaga af þessu tagi er borin upp. Þess vegna greiðir meirihlutinn atkvæði gegn tillögunni.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, óskaði eftir fundarhléi.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði athugasemd við fundarsköp, þar sem atkvæðagreiðslu var lokið þegar óskað var fundarhlés.

 

Forseti tók til máls og kvað ekki nógu skýrt kveðið á um þetta atriði í samþykktum sveitarfélagsins en sá háttur væri víðast hafður á að menn gerðu grein fyrir atkvæði sínu er þeir greiddu atkvæði.

 

Fundarhlé var veitt.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls. Gerði hann grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista harma þá afstöðu meirihlutans að fella báðar tillögur okkar.  Í umræðum á fundinum kom fram jákvæður vilji allra sem til máls tóku um ágæti innhalds þeirra. Nú er tími til kominn að framkvæma og taka málin úr endalausri umræðu og skýrslugerð.  Það er hagsmunamál fyrir íbúa Árborgar að minni og meirihluti sameinist um að veita góðum málum brautargengi.

 

Bæjarfulltrúar D-lista

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði athugasemd við að gerð væri grein fyrir atkvæði vegna a-liðar undir afgreiðslu á b-lið.

 

Forseti tók til máls og benti á að ekki hafi verði gerð athugasemd við þá umleitan hans að bera tillöguna upp í tvennu lagi.

 

b)  Svör við fyrirspurnum

 

0508068
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 13.06.07 um 9. gr. samnings sveitarfélagsins við Miðjuna ehf.

 

Ákvæði 9. gr. hefur að geyma almennan fyrirvara sem eðlilegt er að hafa í samningi af þessu tagi. Í ákvæðinu er ekki fólgin viðurkenning á skaðabótaskyldu af hálfu sveitarfélagsins.

 

0504050
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 12.09.07 um húsnæðismál BES.

 

Með ákvörðun um stofnun þverfaglegs vinnuhóps um uppbyggingu BES var samráð aukið frá því sem áður hafði verið áætlað.

 

Ákveðið var að endurskoða verkferlið við uppbygginguna á Eyrarbakka meðal annars til að kanna möguleika á að byggja nýtt skólahús sem  næst miðju þorpinu.  Ákvörðun um byggingu nýs skóla á Eyrarbakka á nýju byggingarsvæði í stað lagfæringa á gamla skólanum í jaðri þorpsins kallaði á frekari undirbúningsvinnu fyrir framkvæmdir á Eyrarbakka og því var ákveðið að byrja framkvæmdir á Stokkseyri. Þessar breytingar voru kynntar fyrir skólafólki með eðlilegum hætti og fengu jákvæðar viðtökur.

 

Það er ítrekað að þrátt fyrir að tafir hafi orðið á byrjun framkvæmda og að röð framkvæmda hafi verið snúið, er tímaramminn um verklok við uppbyggingu húsnæðis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri óbreyttur.

 

0706080
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 12.09.07 um styrk til hátíðarhalda vegna 60 ára afmælis Selfoss.

 

Heildarframlag Sveitarfélagsins Árborgar vegna hátíðarhalda í tilefni þess að 60 ára eru liðin frá stofnun Selfosskaupstaðar er rúmar 700 þúsund krónur. 

 

 

    • Beinn styrkur til hátíðarinnar var kr. 200 þúsund

 

    • Sveitarfélagið bauð frítt í sund á Selfossi og á Stokkseyri og skv. tölum um fjölda gesta þessa helgi eru þar um að ræða 155.880 kr.  Þess má geta að heimsóknir í sundlaugar voru samtals 605 þessa helgi.

 

    • Starfsmenn sveitarfélagsins sáu um flöggun á Selfossi alla þrjá daga sem hátíðin stóð og nemur sá kostnaður rúmum 150 þúsund krónum.

 

  • Selfossveitur, fyrirtæki í eigu Sveitarfélagsins Árborgar, kostaði flugeldasýningu í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja og Björgunarfélag Árborgar.  Framlag Selfossveitan var kr. 200 þúsund.

 

 

 

Aðrar hátíðir í sveitarfélaginu hafa fengið svipaða styrki sem hér segir á árinu 2007 á bilinu kr.120 – 700 þúsund.  Í sumum tilvikum hefur verið um að ræða ákveðið vinnuframlag starfsmanna sveitarfélagsins til viðbótar þessum upphæðum.

 

 

 

Í ljósi þess að hátíðin “Vorskipið kemur” hefur oft verið nefnd í umræðunni um 60 ára afmælishátíðina þá er rétt að geta þess að framlag Árborgar til “Vorskipsins” var nær eingöngu í formi beins fjárstyrks og grunnhugsunin að baki þeirri styrkveitingu var að hún gerði skipuleggjendum kleift að virkja og kosta starf þátttakenda í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.  Menn geta síðan alltaf deilt um hversu vel hafi til tekist.

 

Í hverju sveitarfélagi geta verið fjölmörg tilefni til hátíðarhalda, sagan er rík af merkilegum atburðum sem vert er að minnast. Þar er Sveitarfélagið Árborg engin undantekning, nema síður væri. Þess má geta að þann 18. maí s.l. voru 110 ár liðin frá því Eyrarbakkahreppur var stofnaður sem sérstakt sveitarfélag og 220 ár eru liðin frá því blómaskeið útvegs á Stokkseyri er talið hefjast en það stóð í hálfa öld og er saga Þuríðar formanns Einarsdóttur frá þeim árum talin afar merk.  Á næsta ári 2008, eru 10 ár liðin frá því Sveitarfélagið Árborg var stofnað og mun þess verða minnst með ýmsum hætti, m.a. í tengslum við menningarhátíðina Vor í Árborg.

 

Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélagið sjálft komi með beinum hætti að öllum þeim hátíðarhöldum sem einstaklingar og/eða fyrirtæki kunna að vilja standa fyrir, en mikill auður og fengur er engu að síður fólginn í frumkvæði að viðburðum þar sem markmiðið er að rifja upp söguna og efla tengslin manna í milli.  Slíkt framtak er vel til þess fallið að skapa samkennd meðal íbúanna og styrkir enn frekar það gróskumikla starf sem hér fer fram á hinum ýmsu sviðum. 

 

Meirihlutinn í bæjarstjórn þakkar öllum þeim sem staðið hafa fyrir þessum hátíðum og uppákomum og aukið hróður Sveitarfélagsins Árborgar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:45.

 

Jón Hjartarson                                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þorvaldur Guðmundsson                                  
Gylfi Þorkelsson
Margrét K. Erlingsdóttir                                   
Grímur Arnarson
Snorri Finnlaugsson                                          
Ari B. Thorarensen
Elfa Dögg Þórðardóttir                                    
Ásta Stefánsdóttir

,


Þetta vefsvæði byggir á Eplica