24. fundur bæjarráðs
24. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 21.12.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarráðsmaður
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarráðsmaður, D-lista,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Í fundarboðum og samþykktum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar titlar Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista, sig bæjarstjóra. Opinberlega, t.d. á vef Árborgar, er Stefanía Katrín Karlsdóttir rétt nefnd bæjarstjóri. Nú hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi við Ragnheiði, enda tekur uppsögn Stefaníu Katrínar ekki gildi fyrr en um áramót. Við mótmælum þessum ómarkvissu vinnubrögðum sem auka enn á óvissu íbúa um hver sé bæjarstjóri í Árborg.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0612040 |
|
|
b. |
0606112 |
|
1a) Bæjarráð þakkar fráfarandi nefnd fyrir vel unnin störf.
1b) -liður 9, bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar um að deiliskipulagstillaga vegna Dísarstaða verði auglýst.
-liður 12, bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar varðandi Gagnheiði 1-9.
1b)Um Austurveg 51-59 – fyrirspurn frá bæjarráðsfulltrúa D-lista:
Lögfræðingur eigenda Fossafls hótaði Sveitarfélaginu Árborg lögsókn í bréfi dags. 27. nóv. ’06 yrði umdeild deiliskipulagstillaga Austurvegar 51-59 ekki auglýst án frekari tafa. Í bréfinu segir: ”Verði bæjarstjórn ekki við kröfum umbj. minna innan 14 daga frá dagsetningu bréfs þessa eiga þeir ekki annarra kosta völ en að tryggja rétt sinn með málsókn fyrir Héraðsdómi Suðurlands án frekari viðvörunar.” Hefur sveitarfélaginu verið stefnt? Svar óskast núna.
Svar meirihluta bæjarráðs: Sveitarfélaginu hefur ekki verið stefnt.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista lagð fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Sl. mánudag, 18. des.’06 voru forsvarsmenn Fossafls í Ráðhúsinu. Hvað var rætt við þá? Hver var niðurstaða viðræðnanna? Svar óskast núna.
Sl. þriðjudag, 19. des. ’06 var lögfræðingur íbúa í nágrenni Austurvegar 51-59 í Ráðhúsinu. Hvað var rætt við þá? Hver var niðurstaða viðræðnanna? Svar óskast núna.
Formaður bæjarráðs kvað fyrirspurnunum verða svarað á næsta fundi.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0603072 |
|
|
b. |
0602102 |
|
c. |
0602006 |
|
3. 0611138
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Árborg og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu -
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Árborg ásamt gjaldskrá voru lagðar fram og samþykktar af bæjarráði.
4. 0612044
Gjaldskrá - mötuneyti skóla 2007 - tillaga að hækkun gjaldskrár skv. forsendum fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir tillögur um 5% hækkun á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum Árborgar, sbr. tillögu að gjaldskrá.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Forsendur fjárhagsáætlunar voru samþykktar á 7. fundi bæjarráðs 17.8’06 og svo staðfestar á 3. fundi bæjarstjórnar 13.9’06. Á bæjarráðsfundi sat fulltrúi S-lista hjá við afgreiðslu. Samþykkir bæjarfulltrúi S-lista nú forsendurnar? Svar óskast núna.
Bæjarstjóri kvað fyrirspurninni verða svarað á næsta fundi.
5. 0612045
Gjaldskrá - skólavistun 2007 - tillaga að hækkun gjaldskrár skv. forsendum fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir tillögur um 5% hækkun á gjaldskrá fyrir skólavist í sveitarfélaginu, sbr. tillögu að gjaldskrá.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Forsendur fjárhagsáætlunar voru samþykktar á 7. fundi bæjarráðs 17.8’06 og svo staðfestar á 3. fundi bæjarstjórnar 13.9’06. Á bæjarráðsfundi sat fulltrúi S-lista hjá við afgreiðslu. Samþykkir bæjarfulltrúi S-lista nú forsendurnar? Svar óskast núna.
Bæjarstjóri kvað fyrirspurninni verða svarað á næsta fundi.
6. 0611105
Sameining eldri skuldabréfalána við Lánasjóð sveitarfélaga í eitt lán -
Bæjarráð samþykkir að sameinuð verði í einn lánssamning 28 eldri skuldabréf sem gefin hafa verið út til Lánasjóðs sveitarfélaga 2004 og fyrr, sbr. meðf. lista, með óbreyttum lánskjörum, þ.e. verðtrygging skv. vísitölu neysluverðs, breytilegum vöxtum, nú 4,40%, afborgunum í samræmi við áður útgefin skuldabréf og veði í tekjum sveitarfélagsins. Höfuðstóll skuldbreytingalánsins verði 241.232.419. Ekki er um nýja lántöku að ræða.
Bæjarráð veitir Ástu Stefánsdóttur, bæjarritara, kt. 251070-3189, umboð til þess að undirrita lánssamninginn.
7. 0612039
Trúnaðarmál -
Skráð í trúnaðarbók.
8. 0607058
Beiðni Landforms ehf. um samþykki bæjarstjórnar fyrir því að deiliskipulagt land úr Byggðarhorni verði leyst úr landbúnaðarnotum. -
Bæjarráð vísar málinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.
9. 0612046
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista- nútímavæðing bæjarstjórnarfunda –
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:
Nauðsynlegt er að fundir bæjarstjórnar verði gerðir fólki aðgengilegri og skráningu þess sem fram fer á fundum komið í betra horf. Er hér átt við að skoðað verði t.d. að hljóðrita fundina, senda þá út í útvarpi, sjónvarpi eða á netinu
Því er lagt til að bæjarritara sé falið að kanna með hvaða hætti er best að nútímavæða fundina, koma með tillögu þar um og kostnaðaráætlun við verkið fyrir 15. janúar n.k.
Greinagerð:
Það hefur oft verið rætt manna á meðal að nútímavæða þurfi ýmislegt í stjórnsýslunni, t.d. að gera bæjarstjórnarfundi aðgengilegri kjósendum. Rökin eru margvísleg; kjósendur eiga margir erfitt með að komast á fundi, margt er sagt að fundum sem ekki ratar í gerðabækur, þetta gæti orðið til að efla pólitíska umræðu og færa kjörna fulltrúa nær kjósendum sínum. Fordæmi fyrir þessu má finna víða á landinu s.s. í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði og Álftanesi svo dæmi séu tekin.
Formaður bæjarráðs lagði til eftirfarandi afgreiðslu:
Tillagan er í samræmi við hugmyndir sem meirihlutinn hefur haft og formaður bæjarráðs reifaði á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tillögunni er vísað til fjárhagsáætlunar 2007.
Þórunn Jóna bar upp svohljóðandi breytingartillögu:
Um tillöguna er þverpólitísk samstaða milli B-, V- og D-lista í bæjarráði og því er tillagan samþykkt.
Breytingartillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Meirihluti bæjarráðs gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Meirihlutinn telur eðlilegt að verkefni af þessu tagi hljóti umfjöllun við gerð fjárhagsáætlunar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Hið rétta er að bæjarfulltrúi D-lista reifaði hugmyndina á síðasta bæjarstjórnarfundi. Aðrir bæjarfulltrúar tóku undir hana. Munurinn á hugmyndum manna á milli og tillögu D-lista er munurinn á orðræðu og framkvæmdum. Tillagan er þverpólitísk og er þessi afgreiðsla B- og V-lista því barnaleg og sýnir lítinn vilja til góðs samstarfs við D-lista.
Tillagan sýnir líka ábyrga fjármálastjórn þar sem beðið er um kostnaðaráætlun svo kostnaður sé ljós við gerð fjárhagsáætlunar.
Formaður bæjarráðs bar upp fyrstgreinda tillögu.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista sat hjá.
10. 0606043
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, frá 14.12.2006, varðandi þverfaglegan vinnuhóp í tengslum við nýbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri -
Samþykkt bæjarráðs um skipun þverfaglegs starfshóps og faglegs verkefnisstjóra er fyrst og fremst til að draga fram faglegar áherslur í skólastarfi og leggja línur um hvernig skólastarf menn sjá til framtíðar. Skilgreining á verkefnum faghópsins verður unnin af formanni skólanefndar, skólastjóra, faglegum verkefnisstjóra og verkefnisstjóra fræðslumála. Hönnun byggingar er á lokastigi og tímarammi þröngur, því var nauðsynlegt að ráða verkefnisstjóra strax til að vinna að málinu.
11. 0601064
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, frá 14.12.2006 um afgreiðslu á fundargerð SASS. -
Vegna breytinga á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Árborgar var ákveðið að fresta afgreiðslu þessarar fundargerðar, eins og annarra, um viku.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Fundargerðin var ekki til afgreiðslu en fulltrúi B-lista kom í veg fyrir að hún yrði lögð fram.
12. 0606043
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, frá 14.12.2006, varðandi skipan í bygginganefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. -
Það er mikilvægt, lýðræðisins vegna, að sjónarmið allra stjórnmálaflokka eigi hljómgrunn í byggingarnefnd.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram bókun:
Ég mótmæli því að fjölgað sé pólitískum fulltrúum í byggingarnefnd BES. Ef meirihluti B, S og V lista stendur saman sem einn maður ætti þeim að nægja einn fulltrúi í nefndinni. Álit fagaðila er mikilvægara en pólitískra fulltrúa. Væri lýðræði virt og vilji kjósenda í Árborg væri D-listi með fulltrúafjölda í samræmi við kosningasigur s.l. vor.
13. Erindi til kynningar:
a) Engin erindi til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:07.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn J Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir