24. fundur félagsmálanefndar
24. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 11. febrúar 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, varaformaður, V-lista
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritar fundargerð. Sædís Ósk Harðardóttir (V) kemur inn í nefndina í stað Ölmu Lísu Jóhannsdóttur, sem óskaði eftir lausn frá nefndarstörfum. Formaður nefndarinnar leitaði afbrigða frá dagskrá, kosning varaformans. Sædís Ósk Harðardóttir var kosin varaformaður félagsmálanefndar Árborgar með öllum greiddum atkvæðum meirihlutans þeim Þorgrími Óla (B) Katrín Ósk (S) og Sædísi Ósk (V), fulltrúar minnihlutans þau Guðmundur B. (D) og Bjarnheiður (D) sátu hjá.
Dagskrá:
•1. 0801120 - Félagsþjónusta - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
•2. 0802035 - Félagsþjónusta -trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
•3. 0802036 - Félagsþjónusta - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
•4. 0703034 - Barnavernd - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
•5. 0712019 - Fulltrúi í samstarfshóp um forvarnir
Félagsmálanefnd Árborgar tilnefnir Guðmund B. Gylfason (D) í samstarfshóp um forvarnir í Sveitafélaginu Árborg, bæði í stóra hópinn sem og aðgerðahópinn.
•6. 0712038 - Stefnumarkandi áætlun 2007-2010 á sviði barnaverndar
Félagsmálanefnd Árborgar fagnar drögum um stefnumarkandi áætlun 2007-2010 á sviði barnaverndar sem gerð var á vegum félagsmálaráðuneytisins og barnaverndarstofu. Þarna er að finna mörg úrræði sem munu nýtast börnum og fjölskyldum þeirra. Þá telur Félagsmálanefnd jákvætt að efla eigi fósturforeldra með því að bjóða þeim upp á framhaldsnámskeið í Foster Pride. Félagsmálanefnd vill einnig koma því á framfæri að tryggt verði að öll sveitarfélög í landinu hafi jafnan aðgang að úrræðunum. Mikilvægt er að skilgreina kostnað á milli ríkis og sveitarfélaga.
Anný Ingimarsdóttur, verkefnisstjóra er falið að koma þessum ábendingum til félagsmálaráðuneytisins.
Erindi til kynningar:
•7. 0802031 - Sískráning- barnavernd
Barnaverndarnefnd sendir mánaðarlega til Barnaverndarstofu hversu margar tilkynningar berast nefndinni. Í janúar bárust 14 barnaverndartilkynningar til barnaverndar Árborgar.
•8. 0801118 - Geðvernd barna og unglinga - kynningabréf
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Anný Ingimarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir