Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.1.2015

24. fundur bæjarráðs

24. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn  29. janúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Viðar Helgason, Æ-lista, boðuðu forföll. Dagskrá:  Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 6. fundur haldinn 20. janúar -liður 3, 1501111, framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna að málinu. Fundargerðin staðfest. 2. 1501029 - Fundargerð félagsmálanefndar 6. fundur haldinn 20. janúar -liður 3, 1501121, reglur um félagslega liðveislu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar. -liður 4, 1501120, reglur um fjárhagsaðstoð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar. -liður 5, 1501117, reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 3. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 236. fundur haldinn 6. janúar Lagt fram til kynningar. 4. 1501278 - Fundargerð stjórnar SASS 489. fundur haldinn 16. janúar Lagt fram til kynningar. Almenn afgreiðslumál 5. 1302008 - Lagning jarðstrengs frá Selfossi til Þorlákshafnar, verkefni Landsnets Fulltrúar Landsnets, Árni Jón Elíasson, Unnur Kristjánsdóttir og Ólafur Árnason komu inn á fundinn. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins falið að ganga frá samningi við Landsnet um afnot af landi sveitarfélagsins vegna lagningar jarðstrengs og slóðagerðar. 6. 1411043 - Tillaga starfshóps um sorpmál um framlengingu samnings um sorphirðu Starfshópurinn leggur til að núgildandi samningur um sorphirðu verði framlengdur um eitt ár í samræmi við heimild í samningnum. Bæjarráð samþykkir tillöguna. 7. 1501242 - Styrkbeiðni Ómars Smára Kristinssonar, dags. 19. janúar 2015 - útgáfa leiðarvísis um hjólaleiðir í Árnessýslu Bæjarráð samþykkir 40.000 kr. styrk til verkefnisins. 8. 1501279 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 22. janúar 2015, um umsögn - frumvarp til laga um örnefni, heildarlög Lagt fram. 9. 1206004 - Viðauki við þjónustusamning við Hestamannafélagið Sleipni frá 2012 Bæjarráð samþykkir viðaukann. Erindi til kynningar 10. 1501199 - Lífshlaupið 2015, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, kynning á verkefninu, dags. 14. janúar 2015. Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50   Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Már Ingólfur Másson Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica