Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.6.2016

24. fundur bæjarstjórnar

24. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Magnús Gíslason, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  Dagskrá: I.   Fundargerðir til staðfestingar 1. a) 1601004             Fundargerð félagsmálanefndar           22. fundur     frá 10. maí             https://www.arborg.is/22-fundur-felagsmalanefndar-2/  b) 74. fundur bæjarráðs ( 1601001 )             frá 19. maí             https://www.arborg.is/74-fundur-baejarrads/  2.  a) 1601003             Fundargerð fræðslunefndar      21. fundur     frá 12. maí https://www.arborg.is/21-fundur-fraedslunefndar-2/ b) 1601007             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar      28. fundur   frá 18. maí https://www.arborg.is/28-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/ c) 75. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 26. maí             https://www.arborg.is/75-fundur-baejarrads/ 3. a) 1601008             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar      20. fundur     frá 25. maí https://www.arborg.is/20-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/ b) 76. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 2. júní https://www.arborg.is/76-fundur-baejarrads/ 4. a) 1601006             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar      23. fundur     frá 1. júní  Til afgreiðslu úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar: -liður 3, 1605254 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitu í Engjavegi frá Seljavegi að Tryggvagötu. -liður 4, 1605247 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitulögn, háspennustreng og ljósleiðara frá Hörðuvöllum að Heiðmörk. -liður 5, 1605340 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hraðalækkandi aðgerða við Engjaveg. -liður 13, 1602182 - Tillaga að deiliskipulagi að dælustöð í landi Gamla Hrauns. -liður 14, 1504330 - Tillaga að breytingu deiliskipulags að Austurvegi 39-41, Selfossi. -liður 2b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 5. og 6. lið í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 1605214 og 1605215. - Gatnaframkvæmdir í Hagalandi og - Endurnýjun á þakklæðningu á verkstæðishúsi Selfossveitna. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. -liður 2b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 4. lið í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 1605064 - Sundhöll Selfoss, trjágróður á lóð. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. -liður 3a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um lið 3 í fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, 1605274 - Málefni Vinnuskólans í Árborg 2016. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 3. og 4. lið 1501110, - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Til afgreiðslu úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar: -liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 3, 1605254 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitu í Engjavegi frá Seljavegi að Tryggvagötu. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. -liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 4, 1605247 -Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitulögn, háspennustreng og ljósleiðara frá Hörðuvöllum að Heiðmörk. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. -liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 5, 1605340 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hraðalækkandi aðgerða við Engjaveg. Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. -liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 13, 1602182 - Tillaga að deiliskipulagi að dælustöð í landi Gamla- Hrauns. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. -liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 14, 1504330 - Tillaga að breytingu deiliskipulags að Austurvegi 39-41, Selfossi. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. II.     1604126             Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs 
  1. Kosning forseta til eins árs.
  2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
  3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.                                  
  4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
  5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
 
  1. Kosning forseta til eins árs Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
  2. Kosning 1. varaforseta til eins árs Lagt var til að Ari B. Thorarensen, D-lista, yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  3. Kosning 2. varaforseta til eins árs Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  4. Kosning tveggja skrifara til eins árs   Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs Lagt var til að Ari B. Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
  III.       1604126 Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-liðs 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum Aðalmenn:                                                     Varamenn: Gunnar Egilsson                                            Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen                                   Kjartan Björnsson Eyrún B. Magnúsdóttir                                 Már Ingólfur Másson  IV. 1605200 Tillaga um að bæjarráði verði falin útfærsla fundartíma í sumar  Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. V. 1605200 Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála  Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 24. ágúst. Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. VI. 1606032 Tillaga um breytingu á lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Árborgar  Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fylgdi úr hlaði eftirfarandi tillögu: Lagt er til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á 3. mgr. 9. gr. lögreglusamþykktar nr. 430/2014. Ákvæðið hljóðar svo í gildandi samþykkt: Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, fellihýsum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Lagt er til að ákvæðinu verði breytt og það verði eftirfarandi: Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum eða öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri innan marka sveitarfélagsins, utan sérmerktra svæða. Greinargerð: Gerð hefur verið breyting á náttúruverndarlögum sem tók gildi í nóvember 2015. Meðal breytinga á lögunum var breyting á heimildum til að tjalda. Er lagt til að orðalagi 3. mgr. 9. gr. verði breytt til samræmis við það. Unnið er að gerð merkinga sem sýna að óheimilt sé að tjalda utan tjaldsvæða og jafnframt leiðbeint um hvar heimilt sé að gista. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu.   VII.     1602152 Lántökur 2016, ábyrgðir vegna lána Héraðsnefndar Árnesinga og Brunavarna Árnessýslu   Eftirfarandi tillaga var lögð fram: Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 74.000.000 kr. til 8 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á tankbifreiðum og slökkvistöð í Árnesi sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Eftirfarandi tillaga var lögð fram: Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Héraðsnefndar Árnesinga bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Héraðsnefnd Árnesinga bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   VIII.    1507014 Rannsóknir og jarðhitaleit í Laugardælum, tillaga framkvæmda- og veitustjórnar um að ráðist verði í borun í Laugardælum  Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í borun eftir heitu vatni í Laugardælum. IX.  1505237 Viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við borun í Laugardælum  Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna borunar eftir heitu vatni í Laugardælum. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða. X.  1606033 Umræða um umhverfis- og umhirðumál í sveitarfélaginu, beiðni Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, um umræður  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls. Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða gildandi umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:25. Ásta Stefánsdóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen Gunnar Egilsson Magnús Gíslason Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir Már Ingólfur Másson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica