Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.9.2016

24. fundur fræðslunefndar

24. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. september 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Pétur Már Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.  Formaður setti fund og bauð fulltrúa ungmennaráðs velkominn til starfa. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag
Tillögur frá Ersamus+faghópunum um Nám og starf og Upplýsingatækni og skólastarf. Fræðslunefnd samþykkir að unnið verði að því að hrinda þessum tillögum sem mest í framkvæmd en vísar þeim til frekari skoðunar og vinnslu hjá skólum og skólaþjónustu. Tillögurnar kalla á frekari námskrárvinnu og samstarf milli skólanna í Árborg. Nefndin vill þó vekja athygli á því, sem rætt hefur verið áður, að unnið verði markvisst að því að efla samvinnu um útfærslu og framkvæmd valgreina á unglingastigi milli grunnskólanna. Í þeirri vinnu er m.a. hægt að nýta þá möguleika sem UT-faghópurinn bendir á í sinni skýrslu. Mælst er til að tillögur verði lagðar fram á fundi fræðslunefndar í janúar. Nefndin hefur áhuga á því að faghóparnir vinni áfram að framgangi þessara tillagna í samstarfi við skólastjórnendur og skólaþjónustu.
2. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 2. ágúst 2016, v/eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla. Bókun fræðslunefndar. Á 23. fundi fræðslunefndar, sem var haldinn 25. ágúst 2016, kynnti skólastjóri Vallaskóla framkvæmd umbótaáætlunar í skólanum út frá úttekt þeirri er ráðuneytið stóð fyrir. Á fundinum kom fram ánægja með þá umbótavinnu sem hefur farið fram í skólanum og er það mat Sveitarfélagsins Árborgar að tekist hafi að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar.
3. 1608172 - Matseðlar í skólum Árborgar
Bréf, dags. 29. ágúst 2016, frá Hugrúnu Vignisdóttur og fleiri foreldrum um matseðla í skólum Árborgar. Mælst er til meiri samræmingar, svo sem að hafa sömu fiskdaga í skólunum. Fræðslunefnd þakkar erindið og bendir á að í kjölfar úttektar á matarinnkaupum sveitarfélagsins síðastliðið sumar sé verið að vinna að aukinni samræmingu milli skólamötuneyta og meiri hagkvæmni í innkaupum.
Erindi til kynningar
4. 1609028 - Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í fræðslunefnd
Sigþór C. Jóhannsson og Pétur Már Sigurðsson eru fulltrúar ráðsins í fræðslunefnd. Undirritun trúnaðar- og þagnarskyldu.
5. 1608176 - Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla
Helstu niðurstöður skýrslunnar "Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla" til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að skólarnir vinni að nauðsynlegum breytingum út frá þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Jafnframt verði matseðlar í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins samræmdir þannig að unnið verði með sama grunnhráefni á sama degi. Með þessu náum við fram meiri hagkvæmni og meiri ánægju hjá barnafjölskyldum í Árborg. Slíkt fyrirkomulag kallar meðal annars á reglulegt samráð matráða og skólastjórnenda.
6. 1606003 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017
Til kynningar. - Rekstrarupplýsingar úr Skólavoginni fyrir leik- og grunnskóla. - Tölfræðilegur samanburður á rekstri grunnskóla á Íslandi árið 2015. Gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
7. 1609004 - Ársskýrsla Brimvers/Æskukots 2015-2016
Til kynningar.
8. 1608148 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2015-2016
Til kynningar.
9. 1609038 - Úthlutun leikskólaplássa haustið 2016
Minnisblað til kynningar.
10. 1603307 - Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjóra 2016-2017
Til kynningar.
11. 1608171 - Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016
Til kynningar.
12. 1609003 - Dagur íslenskrar náttúru - 16. september 2016
Til kynningar.
13. 1608180 - Kynning - matstækið lesferill
Til kynningar.
14. 1609005 - Ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla
Til kynningar.
15. 1608149 - Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi
Til kynningar.
16. 1608147 - Upplýsingabréf v/frumkvæðisúttektar Persónuverndar á Mentor
Til kynningar.
17. 1609009 - Verkefnið kosningavakning - efling lýðræðisvitundar
Til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:25
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica