Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2011

24. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

24. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2011.  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaðu,r S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.

Dagskrá:

1.  0804107 - Lóðauppdráttur - Tryggvaskáli
 Stjórnin telur löngu tímabært að klára lóðafrágang í kringum Tryggvaskála. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að setja kostnaðinn við framkvæmdina inn á fjárfestingaáætlun fyrir árið 2012, og beinir því til bæjarráðs að klára samning við Skálavinafélagið um skiptingu kostnaðar.
   
2.  1110112 - Vegrið við Ölfusá
 Framkvæmdastjóra falið að gera samanburð á hefðbundnu vegriði, stoðveggjakerfi og hraungrjóthleðslu m.t.t. öryggis og kostnaðar.
   
3.  1103050 - Miðbæjarskipulag Eyrarbakka
 Stjórnin samþykkir eftirfarandi áætlun um uppbyggingu og framkvæmdir á Eyrarbakka. Stjórnin mun kynna áætlunina fyrir hverfaráði Eyrarbakka.
 
2012: Gangstétt á Eyrargötu, frá Álfstétt að Háeyrarvegi, endurnýjuð beggja megin. Gatnalýsing endurnýjuð.

2013:  Eyrargata endurskoðuð á um 150 m löngum kafla frá húsinu Ingólfi í austri, að Hraungerði í vestri. Gatan og svæðið norðan megin götu tekið fyrir ásamt umhverfi kirkjunnar og Hússins.

2014: Eyrargata endurbyggð frá Háeyrarvegi að Ingólfi (vistgata).

2015-2017: Einarshafnarhverfið, frágangur skv. deiliskipulagi og endurnýjun á vegghleðslum.
   
4.  1107047 - Sjóvarnaskýrsla 2011
 Skýrsla lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi verkefni Siglingamálastofnunar í sveitarfélaginu.
   
5.  1108147 - Ráðning - umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmda
 
Bókun lögð fram á fundi tækni og veitusviði þann 2. Nóv 2011:
Undirritaður lýsir yfir vonbrigðum með að formaður stjórnar hafi ekki séð ástæðu til þess að svara formlegum fyrirspurnum er lagðar voru fram á 22. fundi stjórnar tækni og veitusviðs þann 1. sept síðastliðinn er varðaði nýtt starf yfirmanns umhverfis og framkvæmda. Fyrir réttri viku var fundur haldinn hjá tækni og veitustjórn. Á þeim  þeim fundi kom ekkert fram varðandi ráðningu á yfirmanni umhverfis og framkvæmda, heldur fengu stjórnarmenn og starfsfólk upplýsingar um að búið væri að ráða í starfið í héraðsfréttablöðum þann sama dag. Slík vinnubrögð í opinberri stjórnsýslu eru  að mati undirritaðs ekki ásættanleg en eru skýrt dæmi um hvað stuttu boðleiðirnar geta í raun verið langar. Undirritaður vill bjóða Mörtu Maríu Jónsdóttur nýjan yfirmann umhverfis og framkvæmda velkomna til starfa hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Eggert Valur Guðmundsson fulltrúi S lista.

Bókun fulltrúa D-lista:
Áhersla hefur verið lögð á góða þverpólitíska samvinnu í Framkvæmda og veitustjórn.  Það eru því vonbrigði að Eggert Valur Guðmundsson skuli nota vettvang veitustjórnar í pólitískum tilgangi.  Slík vinnubrögð eru ekki það sem kjósendur óska sér, heldur fagleg og vönduð vinna þar sem allir koma að málum, meiri og minnihluti.  Ráðning deildarstjóra sviðsins er í höndum framkvæmdastjóra.
Fulltrúar D-lista taka undir með Eggert Val varðandi óskir til Mörtu Maríu um velfarnað í starfi.

Fulltrúi V-lista í framkvæmda- og veitustjórn mótmælir þeim skilningi meirihluta D-lista að með eðlilegri fyrirspurn fulltrúa S-lista séu vinnubrögð stjórnarinnar dregin á pólitískan vettvang umfram það sem eðlilegt hlýtur að teljast.
Fulltrúi V-lista lýsir yfir stuðningi við bókun S-lista.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:56

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson  
Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica