Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.10.2019

24. fundur hverfaráð Stokkseyrar

Fundur hjá Hverfaráði Stokkseyrar 24.06 2019 Mætt eru: Guðný Ósk, Hafdís Björg, Svala og Ari
  1. Farið var út í sundlaug og aðstaða sýnd þar. Verulegra úrbóta þarf þar. Sundlaugin er vel sótt og því nauðsynlegt að sinna viðhaldi.
Sem dæmi: -         Skjólveggur í kringum svæðið er orðin svo morkin að hann er að hruni kominn. -         Pottar orðnir málningarlitir og tæta upp sundföt gesta. -         Aðstaða í búningsklefum léleg -         Kantur í kringum sundlaug ónýtur -         Sjá myndir sem fylgja neðar í fundargerðinni  
  1. Hesthúsahverfið á Stokkseyri að breytast í geymslusvæði – hverfaráð veltir fyrir sér hvort leyfilegt sé að hafa geymslusvæði þarna.
 
  1. Stokkseyri illa hirt. Vantar að hreinsa betur, nokkuð mikið um njóla og illgresi. Hverfaráð spyr hvort ekki sé hægt að fá öflugri verkstjórn og fleiri unglinga til að hreinsunar á þorpinu. 
  2. Hverfaráð langar að minna á að lausa ganga hund er bönnuð, það á líka við á göngustígnum milli Stokkseyri og Eyrarbakka.
  3. Hverfaráð spyr hvað sé að frétta af hundagerðinu.
  4. Hverfaráð spyr hvort ekki standi til að taka Gimli í gegn. Húsið verður 100 ára, árið 2021 og væri gaman að sjá húsið tekið í gegn fyrir þann tíma. Eins mætti sinna viðhaldi betur á öðrum eignum sveitarfélagsins, eins og Áhaldahúsinu (slökkvistöð) sem dæmi.
 
  1. Vantar að setja töppur af sjóvarnargarði niður í fjóru við Íragerði. Mikið af ferðamönnum sem fara þarna niður og slysahætta mikil þar sem vantar tröppur.  Eins eru tröppurnar sem liggja upp á sjóvarnargarðinn (staðsettar á milli húsana Strönd og Sjólyst) hættulegar. Ítrekum lið 5 úr fundagerð síðan 26.júní 2017 5. Hverfisráð hvetur til að sjóvarnargarðurinn verði til sóma og fólk eigi auðvelt með að ganga hann, fínt væri að setja gott efni á garðinn svo auðvelt sé að ganga hann. Það væri líka til bóta að hægt væri að komast upp á hann og niður í fjöru. Stiginn sem er milli Sjólystar og Strandar (Strandgata 8 og 10) er í ólagi, of stutt á milli þrepa og mikil slysahætta af honum, fólk hefur dottið í honum. Þar mætti setja nýjan stiga og líka stiga niður í fjöru, eins við Íragerði 12a og jafnvel á fleiri stöðum
  2. Gleymist að slá í kringum Dæluna.
  3. Vantar spegil á móts við innkeyrsluna að sundlauginni í Stjörnusteinum. Oft börn að leik í götunni og það þarf að keyra út á Stjörnusteina til að sjá hvort það séu að koma bílar.
  4. Hverfaráð vill koma fram hrósi til þeirra í þorpinu sem hafa málað húsin sín og fegrað umhverfið sitt. 
  5. Hverfaráð spyr hvort ekki sé hægt a tæma bláu tunnuna oftar en gráu tunnuna.
  6. Bíðum spennt eftir kalli frá Mannvirkja- og umhverfissviði, sjá lið  6. 1905420 - Miðbær – Stokkseyri úr fundargerð 4 fundar hjá  Eigna- og veitunefnd þann 29.maí sl.
Myndir frá sundlaug Stokkseyrar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica