Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2018

24. fundur hverfaráðs Eyrarbakka

07. nóv 2017 kl 20:00 á Stað Mætt eru Guðbjört Einarsdóttir, Súsanna Torfadóttir, Gísli Gíslason, Siggeir Ingólfsson, ásamt fulltrúum frá bæjarstjórn þeim Söndru Dís Hafþórsdóttir og Eggert Val Guðmundssyni. Rúnar Eiríksson boðaði forföll og  Þórunn Gunnarsdóttir varamaður komst ekki.  1.       Hverfaráð Eyrarbakka hvetur starfshóp sem skipaður var af bæjarstjórn  á vordögum 2016 um endurskoðun umhverfisstefnu Sveitarfélagsins til þess  að hefja störf sem fyrst.  2.       Hverfaráð Eyrarbakka saknar þess að frisbígolfvöllur sem átti að setja upp við tjaldsvæðið á Eyrarbakka hefur ekki litið dagsins ljós ennþá. Hverfaráð óskar eftir því að vera upplýst hvað veldur þessum töfum á framkvæmdinni,sérstaklega í ljósi þess að búið var að veita fjármagni í verkefnið og búið að fjalla um fyrirhugaðan völl í héraðsfréttablöðum.  3.       Hverfaráð  lýsir ánægju sinni með að vinna er hafin við ofaníburð á sjógarði. Efnið er komið á staðinn hvetur ráðið til þess að haldið verði áfram með verkefnið næsta sumar.  4.       Hverfaráð Eyrarbakka vekur athygli á því límdir hafa verið fjarlægðarmiðar á nokkra bíla í þorpinu,ráðið hvetur til þess að þessar bifreiðar verði fjarlægðir sem allra fyrst, einnig vill ráðið benda á að svo virðist vera sem fjölmargir gámar sem standa á víð og dreif í þorpinu séu þar án þess að fengist hafi stöðuleyfi fyrir þá. Ráðið hvetur til þess að gert verði átak í því koma gámamálum í þorpinu í viðunandi horf.  5.       Umræða var á fundinum um fyrirhugaða uppsetningu á öryggismyndavélum við þorpið. Hverfaráðið beinir því til bæjaryfirvalda að skoða vel þann möguleika að koma upp öryggismyndavélum fyrir á Óseyrarbrú.  Fundi slitið kl 21:20 Fundarritari, Siggeir Ingólfsson, formaður.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica