Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.11.2009

24. fundur lista- og menningarnefndar


24. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 3. nóvember 2009 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista,
Ingveldur Guðjónsdóttir, nefndarmaður B-lista,
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista,
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála,

Dagskrá:

1. 0911001 - Safnahelgi á Suðurlandi 2009

Verkefnisstjóri upplýsti að stjórn Samtaka safna á Suðurlandi hóf undirbúning að Safnahelgi í byrjun september. Safnahelgin verður haldin í samvinnu við Matarkistu Suðurlands með veglegum styrk frá Menningarráði Suðurlands sem samþykkti jafnframt að Safnahelgin fengi að nota starfskrafta menningarfulltrúa Suðurlands við undirbúning og framkvæmd helgarinnar. Fljótlega kölluðu formaður Samtakanna safna á Suðurlandi og menningarfulltrúi saman sérstakt framkvæmdaráð, þar sem eftirtaldir eiga sæti:

Ásborg Arnþórsdóttir, Anna Árnadóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Þuríður Aradóttir, Lýður Pálsson, Ólafía Jakobsdóttir, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Andrés Sigurvinsson. Undirbúningur hefur gegnið vel og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sbr. meðf. gögn, sömuleiðis má nálgast dagskrána Safnahelgi á Suðurlandi 2009 á www.arborg.is og www.sofnasudurlandi.is. Þetta er í annað sinn sem Safnahelgin er haldin hér á Suðurlandi öllu og nú hefur Hornafjörður og svæðin þar bæst við með inngöngu í SASS. Safnahelgin verður formlega sett í kjölfar afmælismálþings á Skógum í Skógakaffi í Samgöngusafninu fimmtudaginn 5. nóv. nk., og eru allir velkomnir. LMÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu og telur að Safnahelgin sé komin til að vera.

2. 0902008 - Alþýðufræðsla á Íslandi, málþing í Rauðahúsinu Eyrabakka

Málþingi þessu var frestað í vor fram á haustið. Dagskráin er nú fullmótuð og fer fram í Rauðahúsinu á Eyrarbakka, föstudaginn 13. nóvember nk. Alls munu á annan tug fræði- og listamanna vera með innlegg á málþinginu og er farið frá farskólanum til skóla dagsins í dag. Velt upp hvernig best sé að varðveita slíka sögu, hvernig menn sjá framtíðina fyrir sér. Farið verður í heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem er elsti starfandi skólinn í landinu. Skólastjóri og starfsmenn taka á móti gestum og kórar skólans syngja. Ólafur Proppé fv. rektor KHÍ verður með samantekt í lok þingsins. Kammerkór Suðurlands flytur nokkur lög undir léttum veitingum. Ráðherra mennta- og menningarmála mun heiðra samkomuna og fleiri embættismenn ráðuneytisins sem og bæjarstjóri Árborgar og embættismenn héðan og fleiri góðir gestir víðsvegar að.

Skráning er hafin hjá Andrési Sigurvinssyni, verkefnisstjóra í síma 4801900 eða á netfangið andres@arborg.is. Hægt verður að kynna sér dagskrána á heimasíðu Sv. Árborgar á www.arborg.is -

Ekkert þátttökugjald og málþingið er öllum opið. Menningarráð Suðurlands styrkir námskeiðahaldið. L.M.Á.þakkar upplýsingarnar og fagnar að nú skuli vera komið að málþinginu, lýsir yfir ánægju sinni með fjölbreytta og skemmtilega samansetta dagskrá og hvetur íbúa til að fjölmenna á þingið.

3. 0908056 - Endurskoðun Lista- og menningarstefnu S.Árborgar

Fyrsti fundur endurskoðunarnefndar Lista- og menningarstefnu Sv. Árborgar frá 2008 hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. nóvember nk. Áætlað er að skil verði fyrir áramót að sögn formanns Margrétar I. Ásgeirsdóttur. Aðrir fulltrúar eru Anna Árnadóttir frá Galleríi Gónhól, Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari og fv. formaður Leikfélags Selfoss, svo og fulltrúar lista- og menningarnefndar, þau Ingveldur Guðjónsdóttir, Kjartan Björnsson og Andrés Rúnar Ingason. Einnig Andrési Sigurvinsson, verkefnisstjóri, sem er starfsmaður nefndarinnar.

4. 0902066 - Menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2009

Þátttaka okkar á Menningarnótt í Reykjavík tókst með miklum ágætum og fórum við með metnaðarfulla dagskrá til gestgjafa okkar, Reykjavíkurborgar. Fleiri þúsundir gesta fóru í gegn um Ráðhúsið í Reykjavík og kynntu sér það sem byggðarkjarnarnir í Sveitarfélaginu í Árborg höfðu upp á að bjóða og stæðu fyrir. Dagskráin heppnaðist í flesta staði mjög vel, sama er að segja um fjölbreyttar sýningar einstaklinga, hópa og safna og voru salirnir þéttskipaðir allan daginn til dagskrárloka. Sömu sögu er að segja um aðsókn í Fógetahúsið í Aðalstræti. Ekki liggur enn fyrir endanlegt uppgjör vegna verkefnisins en ljóst er að aðkeypt vinna fer eitthvað fram yfir í áætlun. Ástæður eru fyrst og fremst þær að fleiri lögðu fram krafta sína og tóku þátt í dagskránni en ráðgert var í fyrstu og þar með fleiri sem sendu inn reikninga fyrir útlagða vinnu. Tilkoma Fógetans í Aðalstræti kallaði á meiri flutninga héðan en ella. Endanlegt uppgjör mun væntanlega liggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Fulltrúar D-lista óskaði að eftirfarandi yrði bókað: Fyrirspurn til verkefnisstjóra menningarmála Sveitarfélagsins Árborgar.

Kostnaður í heild vegna þátttöku í Menningar nótt í Reykjavík.

Dagskráin var metnaðarfull og góð í flesta staði. En ég tel að kostnaður gæti hafa verið of mikill miðað við framlög til menningar í heimabyggð. Virðingarfyllst, Kjartan Björnsson.

5. 0908130 - Ungmennaþing haldið í Pakkhúsinu í Árborg

Ungmennaráð og skipuleggjendur Ungmennaþingsins ákváðu að fresta fyrirhuguðu þingi til 8. nóvember vegna ófyrirséðra aðstæðna sem komu upp. Búið er að skipuleggja þingið og taka til öll fylgigögn. Þátttakendum verur skipt niður í 6 hópa, sem hver og einn fjallar um sérstakan málaflokk s.s. menningu osfv. Áhersla er lögð á að ungmennaþingið er opið öllum á aldrinum 13 - 30 ára. Skýrsla verður tekin saman að þingi loknu og afhent bæjarstjórn. LMÁ þakkar upplýsingarnar og vill hvetja ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg og víðar til að mæta vel þegar þingið verður haldið.

6. 0911002 - Afmælismálþing Byggðasafnsins í Skógum

Þann 1. desember næstkomandi eru 60 ár liðin frá stofnun Byggðasafnsins í Skógum. Frumkvöðull að stofnun safnsins er safnstjórinn Þórður Tómasson. Fyrstu árin lagði honum lið þáverandi skólastjóri Héraðsskólans í Skógum, Magnús Gíslason, en hann var áhugamaður um þjóðfræði. Safnið er í eigu héraðsnefnda Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Í tilefni af 60 ára afmælinu verður haldið málþing í héraðsskólahúsinu í Skógum fimmtudaginn 5. nóvember og hefst það kl. 10:30. Á málþinginu verður meðal annars farið yfir sögu safnsins og framtíðarhorfur þess. Í beinu framhaldi af málþinginu verður Safnahelgi á Suðurlandi formlega opnuð í Skógakaffi í Samgöngusafni. Dagskrá þingsins er hægt að ná í á www.skogasafn.is. LMÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur fólk til að mæta á afmælismálþingið.

7. 0910101 - Bókasafn Árborgar býður Grímsness- og Grafningshreppi þjónustusamstarf

Forstöðukona Bókasafns Árborgar sendi erindi til sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps þess efnis að Bókasafn Árborgar, Selfossi taki að sér að þjónusta formlega íbúa, skóla og gesti Grímsness- og Grafningshrepps þar sem þeir reki ekki almenningsbókasafn. LMÁ þakkar upplýsingarnar

8. 0909072 - Glaðheimar, nýtt menntasetur á Suðurlandi vígt

LMÁ fagnar að Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands skulu nú hafa vígt sérstakt húsnæði, Glaðheima undir starfsemi sína og óskar öllum hlutaðeigendum til hamingju. Sömuleiðis tekur LMÁ undir ályktun stjórnar Háskólafélags Suðurlands frá 25. september sl. um að stjórnvöld endurskoði þegar í stað áform sín um að fella niður fjárframlög Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi í væntanlegu frumvarpi til fjárlaga 2010.

9. 0810097 - Kynningarmyndbönd á heimasíðum stofnanna Sv. Árborgar

Fram koma að nú höfum við fengið fjögur kynningarmyndbönd af fimm sem greitt hefur verið fyrir og eru þau nú komin á heimasíður okkar www.arborg.is / Árborg tourist info á heimasíðu. Eitt hefur verið þýtt yfir á ensku og vonandi verða þau þýdd á fleiri tungumál í næstu framtíð. Verið er að vinna að samsetningu þess fimmta, sem fjallar um fuglafriðlandið. Jóhann Óli Hilmarsson og Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hafa verið framleiðendum og verkefnisstjóra til aðstoðar og ráðgjafar varðandi gerð kynningarmyndbandsins. LMÁ þakkar upplýsingarnar.

10. 0908119 - Mín Árborg, íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins

Verið er að leggja lokahönd á undirbúning opnunar á íbúagáttar á heimsíðu sveitarfélagsins. Mín Árborg verður íbúagátt Sveitarfélagsins Árborgar, sbr. minn Garðabær, minn Reykjanesbær, sem býður upp á aukna þjónustu á vefnum. Hún auðveldar einstaklingum t.a.m. að sækja um ákveðna þjónustu s.s. hvatagreiðslu, umsókn um leikskóla o.fl. Farið verður inn á íbúagáttina í gegnum heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða www.ibuagatt.arborg.is. . Verkefnið verður kynnt vel og ítarlega fyrir íbúum sveitarfélagsins þegar þar að kemur. LMÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar að fá þessa auknu þjónustu.

11. 0910014 - Listamenn og handverksfólk í Sv. Árborg

LMÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur menn til að kynna sér listann á heimasíðunni www.arborg.is undir þjónustusíður "Listamenn og handverksfólk í Árborg". Þar má og finna lista yfri Félagasamtök í Árborg.

12. 0910100 - Menningarmál í Sv. Árborg, fundur á Hótel Selfoss

Verkefnisstjóri lagði fram punkta sem hann hafði tekið á fundi sem Kjartan Björnsson boðaði til á Hótel Selfossi þann 20. okt sl. um menningarmál. Sömuleiðis lagði hann fram í heild erindi þriggja frummælenda, þeirra Magnúsar Karels Hannessonar,fv. sveitarstjóra, Guðfinnu Gunnarsdóttur framhaldskólakennara og fv. formanns Leikfélags Selfoss og Andrésar Rúnars Ingasonar, formanns LMÁ, sem flutt voru á fundinum. LMÁ þakkar fyrir þessar upplýsingar og jafnframt að gögn þessi megi notast sem innlegg í umræðuna um endurskoðun Lista- og menningarstefnunnar, sbr. mál. no. 3 og á væntanlegu Ungmennaþingi, sbr. mál no. 5.

13. 0910067 - Jól í Árborg 2009, samstarf við SVOÞÁ

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg sendu inn erindi um samstarf um markaðsátak til kynnar á verslun- og þjónustu sem Sv. Árborgar býður uppá. Tryggvaskáli verði virkjaður og ýmsar fleiri hugmyndir eru í gangi. Verkefnisstjóri fór yfir nokkur atriði sem sveitarfélagið kemur að og styrkir s.s. móttaka jólasveinanna og veitingar í Tryggvaskála, þátttaka í hátíðarhöldum þegar kveikt er á jólaljósunum og skreytingum, þátttaka í útgáfu jólablaðsins "Jól í Árborg" ofl. Bæjarstjóra og verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála var falið að leggja fram tillögur að samstarfi. LMÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur sveitarfélagið til að styðji þetta verkefni af fremsta megni.

14. 0911017 - Bændamarkaður á Selfossi

Fram koma að í undirbúningi er stofnun markaðar í kjallara Austurvegar 2-5 á Selfossi þar sem bændur og aðrir framleiðendur geta komið og selt afurðir sínar og vörur, sbr. Kolaportið í Reykjavík. LMÁ hefur rætt þessa hugmynd í gegn um tíðina og fagnar að málið er komið á skrið og vonar að markaðurinn komist í gagnið sem fyrst.

15. 0910064 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið sumarið 2010

Snorraverkefnið var fyrst sett á laggirnar 1998 með það að markmiði að auka tengsl Íslendinga við samfélag fólks af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjum Norður - Ameríku og skapa þannig grundvöll fyrir auknum samskiptum. Alls hafa 159 ungmenni komið til landsins á vegum þess og reynt er að sjá til þess að þau dvelji hjá ættingjum yfir hluta tímabilsins sem þau dvelja hér. Árið 2008 kom ungur maður frá Kanada og tók þátt í vinnu á vegum tómstundahúsanna. Hann vann m.a. í félagsmiðstöðinni, koma að blaðaútgáfu Grænjaxlsins, tók þátt í útivistarklúbb Zelsíusar og í undirbúningi að opnun Ungmennahússins. Samskiptin voru mjög gefandi fyrir hann og þá sem hann hafði samskipti við. Verkefnisstjóra og sérfræðingi umhverfismála var falið að skila inn umsögn. LMÁ þakkar upplýsingarnar og mælir með áframhaldandi þátttöku í verkefninu.

16. 0910057 - Verkefni SEEDS 2010, beiðni um samstarf.

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök, rekin án hagnaðarsjónarmiða með alþjóðlegt umfang stofnuð 2006. Aðalhlutverk þeirra er að stuðla að menningarlegum skilningi í gegnum verkefni tengdum umhverfismálum, unnin af erlendum sjálfboðaliðum. Verkefnin hafa m.a. verið að hreinsa strandlengjur, leggja og laga göngustíga, aðstoða við ýmsar hátíðir og menningar atburði og öðru tengdu minjum og menningu. SEEDS er sambærilegur félagsskapur og Veraldarvinir, sem voru hjá okkur sl. sumar. Reynsla okkar af því samstarfi var nokkur góð og samstarfið gefandi eftir að ákveðnir byrjunarörðugleikar höfðu verið yfirstignir. Sjálfboðaliðarnir komu að vinnu við hátíðarhöld hér, unnu verkefni í fuglafriðlandinu ofl. Sérfræðingur umhverfismála og verkefnisstjóri eiga að vinna umsögn um málið varðandi mögulegt samstarf. LMÁ þakkar upplýsingar og hvetur til samstarfs af þessu tagi.

17. 0909030 - Evrópuskrifstofan, kynning

Evrópuskrifstofan er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem veitir fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum innan Evrópska Efnahagssvæðisins sérsniðna ráðgjafaþjónustu s.s. við skýrslugerð og aðstoð við styrkumsóknir. Sjá nánar info@evropuskrifstofan.is: LMÁ þakkar upplýsingarnar.

18. 0909119 - Tónleikar á landsbyggðinni

LMÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur menn til að kynna sér málið á lbtonleikar@fih.is eða hafa samband við verkefnisstjóra þeirra Vigdísi Klöru Aradóttur í síma 864-5985

19. 0903118 - Lionsþing á Selfossi 22.og 23. maí 2009

Lionsmenn sem voru á Selfossi í maí síðast liðnum á Lionsþingi- 54. fjöldæmisþingi Lionshreyfingarinnar á Íslandi færa öllum sem aðstoðuðu þá kærar þakkir.

20. 0906007 - Styrktarsjóður EBÍ 2009

Eignarhaldsfélag Brunabótafélag Íslands sá sér ekki fært að verða við erindi okkar um styrk til málþings um alþýðufræðslu á Ísandi sem haldið verður í Rauðahúsinu á Eyrarbakka 13. nóvember nk. LMÁ þakkar upplýsingarnar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:35

Andrés Rúnar Ingason
Ingveldur Guðjónsdóttir
Kjartan Björnsson
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica