Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.7.2016

24. fundur skipulags- og byggingarnefndar

24. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 6. júlí 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-listi, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi.  Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá nafnabreytingu á spildu úr landi Lækjarmóta og umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun gangstétta á Eyrarbakka, var það samþykkt samhljóða. Níels Hjaltason kom inná fundinn undir lið 11. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1606098 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Gráhellu 51 Selfossi. Umsækjandi:North-Team-Invest ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
2. 1606099 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir kennslustofur í smíðum að Háheiði 1 Selfossi. Umsækjandi: Eðalbyggingar ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
3. 1606166 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á íþróttavellinum við Engjaveg Selfossi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
4. 1606106 - Fyrirspurn um leyfi til að byggja geymslu við Vatnsdal á Stokkseyri. Umsækjandi: Jón Reynir Jónsson.
Óskað er eftir deiliskipulagsuppdrætti til grenndarkynningar
5. 1606097 - Umsókn um breytingar á lóðunum Tjarnamóa 14-16 og 18-20 Selfossi. Umsækjandi: fh lóðarhafa Bent Larsen
Óskað er eftir umsögn Framkvæmda- og veitusviðs.
6. 1605086 - Erindi varðandi lóðir við Suðurtröð hesthúsahverfi. Erindi frá Hestamannafélaginu Sleipni.
Samþykkt að úthluta lóðinni Suðurtröð 5 til Hestamannafélagsins Sleipnis einnig er samþykkt að lóðunum Suðurtröð 8 og Suðurtröð 10 verði ekki úthlutað fyrr en búið er að úthluta öðrum lausum lóðum við Suðurtröð.
7. 1605332 - Fyrirspurn um breytingar á lóðinni Miðtún 15 Selfossi, áður á fundi 1. júní sl. Umsækjandi: fh lóðarhafa Bent Larsen
Óskað er eftir umsögn Framkvæmda- og veitusviðs.
8. 1606145 - Beiðni um heimild til nýtingar lands á Eyrarbakka. Umsækjandi: Jóhann Loftsson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla ítarlegri gagna.
9. 1606160 - Umferð á Tryggvagötu. Fyrirspyrjandi: Þórir Tryggvason
Óskað er eftir umsögn Framkvæmda- og veitusviðs.
10. 1607002 - Framkvæmdaleyfi fyrir hraðalækkandi aðgerðum við Reynivelli. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
11. 1602134 - Stöðuleyfi fyrir brennsluofn hjá SS Fossnesi, áður á fundi 1. júní sl. Umsækjandi: Sláturfélag Suðurland
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist nefndinni frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.
12. 1606117 - Óskað er umsagnar vegna deiliskipulags að Árbæ 1 Ölfusi. Að beiðni Skipulags og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfus
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.
13. 1302259 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Austurbyggðar.
Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
14. 1606005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 20
14.1. 1607003 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I að Kirkjuvegi 26 Selfossi. Að beiðni Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn
14.2. 1604098 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II fyrir T.B.I. ehf að Austurvegi 46 Selfossi. Að beiðni Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn
14.3. 1606077 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II fyrir Karrý ehf að Austurvegi 1-5 Selfossi. Að beiðni Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn með fyrirvara um að kröfum eldvarnareftirlits sé uppfyllt.
14.4. 1606075 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II fyrir Hreins verk ehf að Engjavegi 49 Selfossi. Að beiðni Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Frestað
14.5. 1605384 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I fyrir Helga Hálfdánarson að Árvegi 8 Selfossi. Að beiðni Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn
14.6. 1605392 - Umsókn um byggingarleyfi til að loka verönd að Fagra Tanga Selfossi, áður á fundi 1. júní sl. Umsækjandi: Sigurður K Kolbeinsson
Samþykkt
14.7. 1605007 - Fyrirspurn um byggingu sólstofu að Háeyrarvöllum 20 Eyrarbakka, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Fyrirspyrjandi: Júlíus Emilsson og Sandra Sævarsdóttir
Óskað eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.
14.8. 1605319 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyrarlæk 8 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Fyrirspyrjandi: Svanur Bjarnason
Óskað eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.
14.9. 1605329 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Vallholti 23 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Fyrirspyrjandi. fh eigenda Ólafur Tage Bjarnason
Samþykkt að breyta byggingarreit
14.10. 1605287 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Grenigrund 4 Selfossi, erindið hefur verið grendarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Guðbjörg Grímsdóttir og Sigurður Halldór Jesson
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
14.11. 1603306 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit að Starmóa 17, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Fyrirspyrjandi: Gunnar Jón Yngvason.
Samþykkt að breyta byggingarreit.
 
14.12. 1508185 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Miðtúni 4 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Guðrún Th Guðmundsdóttir
Samþykkt
14.13. 1606101 - Umsókn um graftarleyfi fyrir vélageymslu að Norðurgötu 16 Tjarnarbyggð. Umsækjandi: Sigurður Ingvar Ólafsson
Samþykkt
14.14. 1606045 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Austurvegi 44 Selfossi. Umsækjandi: Lyfja hf
Samþykkt
14.15. 1606139 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Eyrarlæk 13-15 Selfossi. Umsækjandi: G.J. tæki og fasteignir ehf
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
14.16. 1606138 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Eyrarlæk 9 -11 Selfossi. Umsækjandi: G.J. tæki og fasteignir ehf
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
14.17. 1606132 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Gráhellu 53-69 Selfossi. Umsækjandi: North-Team Invest ehf
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
14.18. 1607004 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Seljalandi 12-22. Umsækjandi: Hannes Þór ehf.
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
 
15. 1607008 - Umsókn um nafnabreytingu á spildu úr landi Lækjarmóta. Umsækjandi: Þórarinn Jónsson
Samþykkt að spildan fái heitið Lén.
16. 1604328 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á gangstéttum á Eyrarbakka. Umsækjandi: Framkvæmda- og veitusvið.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:52
Ásta Stefánsdóttir   Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson   Guðlaug Einarsdóttir
Ragnar Geir Brynjólfsson   Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson    
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica