25. fundur skólanefndar grunnskóla
25. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 14. ágúst 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10
Mætt:
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Valgeir Bjarnason, nefndarmaður V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Þórunn Jóna Hauksdóttir er stödd erlendis og boðaði forföll. Svo háttar til að varamenn D-lista í skólanefnd eru staddir erlendis. Guðrún Herborg Hergeirsdóttir boðaði einnig forföll.
Dagskrá:
- 1. 0808020 - Umsögn um tímabundna ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri
Tekið var fyrir erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála "Umsögn um tímabundna ráðningu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri".Skólanefnd mælir með Daða Ingimundarsyni í 49% stöðu aðstoðarskólastjóra og Elísabetu Jóhannsdóttur í 51% stöðu aðstoðarskóastjóra skólaárið 2008-2009.
- 2. 0808021 - Stefnumótun um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja á Selfossi.
Vegna áframhaldandi fjölgunar íbúa í Árborg hafa á árinu 2008 verið í skoðun möguleikar á fjölgun íbúðarhúsalóða og annarra byggingarsvæða á Selfossi. Ekki liggja fyrir tillögur að skipulagi en áætlað er að þær verði lagðar fram á árinu 2009. Einnig hefur verið spáð fyrir um fjölgun íbúa næstu árin og skoðuð rýmisþörf fyrir grunnskólann. Í ljósi mikillar fólksfjölgunar telur skólanefnd nauðsynlegt að farið verði í frekari stefnumótun um uppbyggingu á skólamannvirkjun á Selfossi. Skólanefnd telur að stofna þurfi vinnuhóp sem nýtir þá vinnu sem hefur farið fram og er í gangi, í stefnumótun um uppbyggingu skólamannvirkja. Að þeim vinnuhópi komi m.a. bæjarstjórn, byggingar- og skipulagsnefnd, skólanefnd, grunnskóla, embættismenn sveitarfélagsins og eftir atvikum utanaðkomandi ráðgjafar.Að framansögðu beinir því skólanefnd því til bæjarráðs Árborgar að farið verði sem fyrst í frekari stefnumótun um uppbyggingu skólamannvirkja og stofnaður vinnuhópur sem skipaður verði hagsmunaaðilum sem tengjast málefnum grunnskóla í sveitarfélaginu.
Bókunin samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar:
- 3. 0808009 - Endurbætur á skólalóðum-Yfirlit frá verkefnisstjóra
Verkefnisstjóri fræðslumála fór yfir stöðu endurbóta og viðhalds á skólalóðum.
Þær endurbætur sem hafa verið gerðar eru eftirfarandi:
Við Sunnulækjaskóla hefur verið um reglubundið viðhald á leiktækjum að ræða
Við Vallaskóla á Sólvöllum hefur verið reglubundið viðhald á leiktækjum auk þess er verið á næstu dögum að setja upp nýjan körfuboltavöll.
Viðvallaskóla í Sandvík er búið að færa til leiktæki, setja upp ný og lagfæra malbik á skólalóðinni. Þá verður settur nýr sparkvöllur á Bankatúni þegar nýtt deiliskipulag verður samþykkt.
Við Barnaskólann á Eyrarbakka er nýtt leiktæki í pöntun og verður það sett niður þegar það berst og einnig stendur til að setja niður tæki til viðbótar fyrir skólabyrjun.
Við Barnaskólann á Stokkseyri voru í lok síðasta skólaárs settar upp rólur og klárað var í sumar að girða af skólalóðina. - 4. 0808022 - Ný lög um grunnskóla
Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir helstu breytingar á nýsamþykktum grunnskólalögum. - 5. 0808038 - Staða ráðningarmála í grunnskólum Árborgar
Verkefnisstjóri fór yfir stöðu ráðningarmála ásamt skólastjóra Vallaskóla. Staða ráðningarmála er í grunnskólum Árborgar mjög góð en verið er að ganga frá síðustu ráðningum.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
|
Valgeir Bjarnason |
|
Sandra D. Gunnarsdóttir |
|
Kristín Traustadóttir |
Sigurður Bjarnason |
|
Elín Höskuldsdóttir |
Guðbjartur Ólason |
|
Guðmundur B. Gylfason |