Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.12.2006

25. fundur bæjarráðs

 

25. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 29.12.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarráðsmaður
Snorri Finnlaugsson, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1.         Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0609054
Fundargerð skólanefndar grunnskóla Árborgar

frá 18.12.06

b.

0607048
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar

frá 20.12.06

c.

0605148
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra

frá 21.12.06

d.

0607019
Fundargerð menningarnefndar Árborgar

frá 21.12.06

e.

0607075
Fundargerð umhverfisnefndar Árborgar

frá 20.12.06

 

1a) Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Ekki verður hægt að byggja upp skólahúsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri svo vel sé nema hugsað sé heildstætt. Þess vegna er miður að hvorki bæjarráð né skólanefnd hafi staðfest óskir byggingarnefndar BES um að íþróttaaðstaða skuli vera með í hönnun og útboði á uppbyggingu skólamannvirkja.

 

 1b) -liður 4, bæjarráð samþykkir tillögu ÍTÁ um verkefni hópsins og vísar kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
-liður 6, bæjarráð samþykkir tillögu ÍTÁ. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá hverjum flokki í bæjarstjórn. Formaður ÍTÁ verði formaður vinnuhópsins. Tilnefningar í hópinn liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Verkefnisstjóri íþrótta-, forvarnar- og menningarmála starfi með hópnum, ásamt fulltrúa af framkvæmda- og veitusviði. Bæjarráð vísar kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
-liður 7, bæjarráð frestar staðfestingu á gjaldskrá sundstaða þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
-liður 8a), svar við fyrirspurninni verður lagt fram þegar drög að fjárhagsáætlun liggja fyrir.

 

1d) –liður 4,

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista leggur fram svohljóðandi tillögu:

 

Ég harma þá ákvörðun meirihluta menningarnefndar að fella tillögu um að ráðinn verði menningar- og ferðamálafulltrúi í sveitarfélaginu.  Fleiri en eitt framboð höfðu slíka ráðningu á stefnuskrá sinni í vor og nær hefði verið að vísa málinu til áframhaldandi vinnslu og gerðar fjárhagsáætlunar.

 

Ég legg því til að bæjarráð samþykki að því verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2007 og kostnaður við það skoðaður að ráða menningar- og ferðamálafulltrúa til að efla menningu og menningartengt starf í sveitarfélaginu.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Formaður gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarráðs með svohljóðandi bókun:
Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2007 stendur nú yfir eins og fram kemur hjá meirihluta menningarnefndar.  Í þeirri vinnu eru skoðaðir allir þjónustu- og rekstrarþættir sveitarfélagsins, þar á meðal hugmyndir um ráðningu starfsmanns sem sinni sérstaklega menningar- og ferðamálum.  Tillaga fulltrúa minnihlutans fellur því að þeirri vinnu sem í gangi er og því samþykkir meirihlutinn að vísa henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2007. 

 

-liður 5, bæjarráð vísar tillögu nefndarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.                  Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0601091
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

frá 12.12.06

 

Lagðar fram.

 

3.                  0612049
Tillaga að gjaldskrá almenningsbókasafna 2007 -

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á gjaldskrá almenningsbókasafna í Árborg.

 

4.                  0512019
Tillaga að breytingum á reglum um afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega -

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

 

Bæjarráð Árborgar samþykkir að við álagningu fasteignagjalda í Landskrá fasteigna verði nýttar þær sjálfvirku færslur á afslætti elli- og örorkulífeyrisþega sem boðið er upp á í álagningarkerfi sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á reglum um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Árborg.
2. mgr. 2. gr. reglnanna verði svohljóðandi:
Viðmiðunartekjur eru heildartekjur umsækjanda, þ.e. tekjur sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-, útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þessar tekjur voru á næsta ári á undan álagningarári. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni.
4. gr. reglnanna falli niður.
5. gr. reglnanna (verður 4. gr.) verði svohljóðandi:
Aðilar sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr. fá rétt til lækkunar fasteignaskatts frá og með þeim tíma er þeir hefja töku elli – eða örorkulífeyris.
6. gr. reglnanna verður 5. gr.

 

Tekjuviðmið og önnur atriði er varðar reglurnar verða tekin til skoðunar áður en fjárhagsáætlun verður samþykkt.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Ég fagna því að tekin séu upp nútímalegri og skilvirkari vinnubrögð við álagningu fasteignagjalda.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hinsvegar gera ítarlegri breytingar á reglum um afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega. Það viljum við hinsvegar ekki gera án þess að hafa upplýsingar um kostnað vegna þeirra.  Tillögur okkar munu verða lagðar fram þegar fyrir liggja þær tölulegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru.

 

5.                  0609052
Sérstakar húsaleigubætur - tillaga að frestun á gildistöku sérstakra húsaleigubóta

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

 

Bæjarráð samþykkir að fresta til 1. febrúar 2007 gildistöku ákvæða um sérstakar húsaleigubætur í II. kafla reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
Greinargerð:
Vinna við fjárhagsáætlun stendur enn yfir, m.a. þarf að fara yfir áætlun um sölu félagslegra íbúða og í því samhengi er gildistöku ákvæða um sérstakar húsaleigubætur frestað um einn mánuð. Ekki eru uppi áætlanir um að hætta við að greiða sérstakar húsaleigubætur skv. II. kafla áður tilvitnaðra reglna.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarráðs, gegn atkvæði fulltrúa D-lista.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Með því að fresta að greiða sérstakar húsaleigubætur er verið að hafa þessar bætur af þeim sem síst skyldi og búnir voru að gera sér væntingar um þær.

 

Á 11. fundi bæjarráðs þann 14.9.2006 var samþykkt að setja í ferli sölu á 9 íbúðum í eigu sveitarfélagsins.   Ég treysti því að við þessa ákvörðun verði staðið og sé því í raun ekki ástæðu til þessarar samþykktar á neinn hátt.

 

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun f.h. meirihluta bæjarráðs:
Ákvörðun um frestun á gildistöku sérstakra húsaleigubóta er í samræmi við frestun á afgreiðslu fjárhagsáætlunar skv. heimild félagsmálaráðuneytisins, vegna ársins 2007.  Þar sem fjárhagsáætlunin hefur ekki verið afgreidd telur meirihlutinn að það væri óábyrg fjármálastjórnun að hefja nú greiðslur á nýjum útgjaldalið.

 

6.                   0504050
Kostnaðaráætlun vegna þverfaglegs vinnuhóps í tengslum við nýbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri -

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

 

Bæjarráðsfulltrúi D-lista telur það ekki ábyrga fjármálastjórn að skólanefnd ráði mann í vinnu áður en bæjarráð hefur gefið álit á kostnaði við ráðninguna. Formaður skólanefndar leggur fram mjög nákvæma tölu um kostnað en ekki fylgir sundurliðun á þessum kostnaði.

 

Í hvað fara þær 1.315.490 sem formaður skólanefndar telur áætlaðan kostnað vegna þverfaglega vinnuhópsins sem á að starfa í rúman mánuð? Er áætlað að bygginganefnd BES fái líka greitt sérstaklega fyrir vinnu sína og ef svo er hvað er sá kostnaður hár?

 

Formaður bæjarráðs bar upp svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð samþykkir kostnaðaráætlunina og vísar henni til fjárhagsáætlunar.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihluta bæjarráðs. Fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

 

7.                  0612061
Erindi Bárunnar stéttarfélags um bruna- og almannavarnir í húsnæði stofnana Árborgar -

Sveitarfélagið leggur metnað sinn í að húsnæði á vegum þess uppfylli allar kröfur sem því er ætlað að gera. Reglulegt eftirlit með brunavörnum er í höndum Brunavarna Árnessýslu.

 

8.                  0612058
Fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista um hversu mikið einstaklingar 70 ára og eldri greiddu í fasteignaskatt á árinu 2006 –

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, fylgdi fyrirspurninni úr hlaði:

 

Æskilegt er að lækka álögur á eldri borgara og auka þannig möguleika þeirra á búsetu í eigin húsnæði á efri árum. Mikilvægt er að fá fram kostnað vegna fasteignaskatts og fá svar við eftirfarandi spurningu: Hversu mikið greiddu einstaklingar 70 ára og eldri á árinu 2006 í fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði sem þeir nýttu til eigin búsetu?

Leitast verður við að svara fyrirspurninni á næsta fundi.

 

9.                  0512065
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, frá 21.12.06 varðandi fundi með aðilum tengdum deiliskipulagi Austurvegar 51-59 -

 

Svar:

 

Farið var yfir málið á fundunum. Ákveðið var að halda viðræðum áfram og er málið í vinnslu.

 

Meirihluti bæjarráðs.

 

10.         0608004
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, um afstöðu fulltrúa S-lista til forsendna fjárhagsáætlunar 2007. -

Svar:
Afgreiðsla 4. og 5. máls á 24. bæjarráðsfundi þann 22. desember s.l. varðar gjaldskrárbreytingar vegna tveggja þjónustuþátta.  Forsendur þeirra breytinga hafa verið ræddar og samþykktar samhljóða í núverandi meirihluta, þar með af undirritaðri.  Forsendur fjárhagsáætlunar sem fyrrverandi meirihluti lagði fram síðsumars sneru að fleiri þáttum.  Þær voru ekki til afgreiðslu á 24. fundi bæjarráðs undir málum 4 og 5.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og bæjarfulltrúi S lista

 

11.Erindi til kynningar:

 

a)      0608004
Svar félagsmálaráðuneytisins frá 14.12.06 við beiðni um frest til að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 -

Félagsmálaráðuneytið veitir frest til 31. janúar n.k. til að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

 

b)     0607086
Ársskýrsla Fornleifastofnunar Íslands -

Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:16.

 

Jón Hjartarson                        
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson                 
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica