Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.11.2007

25. fundur bæjarstjórnar

25. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn fimmtudaginn 14. nóvember  2007 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Jón Hjartarson, forseti,                         V listi,
Þorvaldur Guðmundsson                       B listi,
Margrétar K. Erlingsdóttur                     B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir                     S listi,
Eggert Valur Guðmundsson                   S listi,  varamaður Gylfa Þorkelssonar
Eyþór Arnalds                                     D listi,  
Ari Thorarensen                                  D listi, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Elfa Dögg Þórðardóttir                          D listi
Grímur Arnarson                                  D listi varamaður Snorra Finnlaugssonar

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Forseti bauð Eggert Val Guðmundsson velkominn á sinn fyrsta fund sem bæjarfulltrúi.
Forseti leiðrétti dagskrá fundarins, liður merktir 1a) og b) hafa þegar verið afgreiddir af bæjarstjórn.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar:

1.       

a) 0701035
Landbúnaðarnefnd                                                            frá 04.10.07

     b) 64. fundur bæjarráðs 0701016                                        frá 12.10.07

2. a) 0701012
Félagsmálanefnd                                                                 frá 08.10.07

b) 0701055
Skólanefnd                                                                         frá 11.10.07

c) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                              frá 11.10.07

d) 0701013
Þjónustuhópur aldraðra                                                       frá 16.05.07,     
                                                20.06.07, 19.07.07, 22.08.07, 19.09.07

e) 65. fundur bæjarráðs 0701016                                       frá 18.10.07

3. a) 0701062
Leikskólanefnd                                                                   frá 25.09.07,
                                                                                               17.10.07

b) 66. fundur bæjarráðs 0701016                                       frá 25.10.07

4. a) 0701118
Íþrótta- og tómstundanefnd                                                frá 31.10.07

b) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                             frá 25.10.07

c) 0702011
Umhverfisnefnd                                                                  frá 24.10.07

      d) 67. fundur bæjarráðs 0701016                                       frá 08.11.07

-liður 3b, 66. fundargerð bæjarráðs, 2. mál, 0709136, álagning gjalda hjá Sveitarfélaginu Árborg, tillagan var tekin til afgreiðslu sérstaklega þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu málsins í bæjarráði. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

-liður 3b, 66. fundargerð bæjarráðs, 10. mál, 0704151, almenningssamgöngur í Árborg, tillagan var tekin til afgreiðslu sérstaklega þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu málsins í bæjarráði. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

           
-liður 3b) Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls vegna 66. fundargerðar bæjarráðs, bókunar undir lið 1.

-liður 4d) 67. fundargerð bæjarráðs, 14. mál, 0608118, niðurstaða úr vinnu þriggja manna hóps um framtíð Selfossflugvallar, tillagan var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu málsins í bæjarráði.

Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu

bæjarfulltrúa D-lista:
Niðurstaða Flugvallarhópsins verði send á ný í vinnuhópinn þar sem margt er óljóst varðandi niðurstöðu hans, auk þess sem hann horfir lítt til framtíðar.

Greinargerð:
Talsvert skortir upp á að niðurstaða Flugvallarhóps horfi nægjanlega til framtíðar. Flugklúbbur Selfoss hefur sett mark sitt á bæjarlífið og ber að styðja hann eins og kostur er. Á hitt ber að líta að með þessari niðurstöðu er verið að festa verðmætt byggingarland undir flugvöll án þess að hann geti nýst í atvinnu- og ferðamálaskyni. Hvorki er farin sú leið að nýta landið sem íbúabyggð né sú leið að tryggja framtíð atvinnuflugvallar í nágrenni við Selfoss.
Fjölmargir aðilar hafa haft samband við bæjarfulltrúa vegna áhuga á að flytja flugstarfssemi sína til Árborgar. Þá er þeir margir aðilar í ferðaþjónustu sem telja að rétt sé að huga nú að flugvelli á Suðurlandi. Nýlegt SASS þing ályktaði sérstaklega um þetta mál á Klaustri um síðustu helgi og er því ljóst að þetta mál er lifandi í umræðu meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi. Það er skoðun bæjarfulltrúa D-lista að sá framtíðar flugvöllur eigi að vera í nágrenni við Árborg, enda séu það bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar og Árborgar.
Þá er margt óljóst í niðurstöðu hópsins varðandi tímalengd og fyrirkomulag. Það eina sem er ljóst er að það verður unnið í samráði við Flugklúbb Selfoss. Ekki er ljóst hvernig „fluggarðar" verði skipulagðir sem getið er um í 3. og 5. grein, né „Fluggarðabyggð" sem er nýmæli í skipulaginu og þarfnast frekari skoðunar og skýringa. Þá er talað um í 6. grein að flugvöllurinn verði „hobbývöllur" með kennslu „eins og verið hefur síðustu 33 ár", en í 7. Grein er talað um að; Kennslustarfssemi verði ekki heimiluð á vellinum! Ætla má að niðurstöður vinnuhópsins hafi verið unnar full hratt ef marka má þessi atriði sem og önnur.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og beindi fyrirspurnum til Eyþórs Arnalds, D-lista, sem tók til máls og svaraði fyrirspurnunum.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista,  Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, og Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.

Tillaga bæjarfulltrúa D-lista var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Grímur Arnarson, D-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.

Tillaga sú sem var á dagskrá bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

-liður 4d), Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um 67. fundargerð bæjarráðs, 2. liðar. Lagði hún fram svohljóðandi bókun:

Bókun vegna 5. máls í skipulags og byggingarnefnd frá 25.10 2007.

Mikilvægt er að afgreiða fljótt og vel erindi þessa fyrirtækis sem hefur hug á því að koma á fót atvinnurekstri í Árborg.   Talsvert hefur borið á því að umsóknir týnist í kerfinu og fái ekki afgreiðslu fyrr en seint og um síðir. 

Undirrituð vill því brýna meirihlutann varðandi það að viðhafa skilvirk vinnubrögð og lágmarka alla skriffinnsku og seinagang í afgreiðslu mála.   Um það geta allir verið sammála.

Eftirfarandi mál bíða m.a. afgreiðslu og hafa beðið lengi:

0703073. Frá 22. mars.
Fyrirspurn um lóð undir verslunar- og sérhæft skrifstofuhúsnæði.Umsækjandi: Verkfræðistofa Árborgar ehf   kt. 660705-0580    Austurvegur 69, 800 Selfoss.

 0705047.  Frá 24. maí.
Umsókn um verslunarrekstur í iðnaðarhúsnæði að Gagnheiði 70-101, Selfossi.
Umsækjandi: Kári Jónsson, Kjarrhólar 4, 800 Selfoss. -

0707009 . Frá 12. júlí
Fyrirspurn um hvort hægt sé að fá úthlutað lóð fyrir bílaþvottastöð í landi Árborgar.
Umsækjandi: Bílaþvottastöðin Löður. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur -

Vonandi verður gerð bragarbót á þessu þar sem mál af þessu tagi hafa gríðarleg áhrif varðandi atvinnuuppbyggingu í Árborg.   Þess má geta að nú er engin atvinnulóð tilbúin til umsóknar í Árborg.

-liður 4d) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, lagði hún fram svohljóðandi bókun:

67. fundur bæjarráðs, liður 3 í fundargerð.  Tillaga 1 í fundargerð umhverfisnefndar frá 08.11 2007.

Bókun:
Nú í haust hafa fulltrúar D-lista farið í heimsóknir í fjölmargar stofnanir sveitarfélagsins.   Meðal þess sem bæjarfulltrúar urðu áskynja var slæmt ásigkomulag lóðarinnar við Árbæ.  Það  er því mikilvægt að bæjarfulltrúar sameinist um að leysa þetta mál sem viðkemur öryggi barna og láta flokkadrætti liggja á milli hluta.

-liður 4d, Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls um 12. lið í fundargerðinni.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar voru bornar upp til staðfestingar að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir, og samþykktar samhljóða.

II. Önnur mál

a) 0711066
Endurskoðun á skipulagi framkvæmda- og veitusviðs, nýtt skipurit

Bæjarstjóri fylgdi tillögu að nýju skipurit úr hlaði:

Tillaga að nýju stjórnskipulagi Framkvæmda- og veitusviðs lögð fram til afgreiðslu. 

Nýtt skipulag verkefna á Framkvæmda- og veitusviði taki gildi 1. janúar n.k..  Starfsmannastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins í samráði við bæjarstjóra.

Bæjarritara er falið í samráði við bæjarstjóra að vinna að breytingum á erindisbréfum nefnda í samræmi við breytta skipan verkefna.

Greinargerð með tillögu:
Undanfarin ár hefur uppbygging og vöxtur í Sveitarfélaginu Árborg verið með því sem mest gerist á landinu og umfang starfsemi sveitarfélagsins og þá ekki síst Framkvæmda og veitusviðs aukist til muna.  Mikilvægt er að stjórnskipulag sveitarfélagsins geti aðlagast aðstæðum á hverjum tíma auk þess sem mikilvægt er nú að styrkja innviðina enn frekar til að takast á við þá uppbyggingu sem vænta má í framtíðinni.  Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á að komast í fremstu röð á sviði framkvæmda-, skipulags- og umhverfismála og að veita íbúum og öðrum viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu.  Því var ákveðið s.l. sumar að ráðast í umfangsmikla stefnumótun fyrir Framkvæmda- og veitusvið.  Ráðgjafar frá Capacent ráðgjöf hafa unnið að verkefninu frá því í ágúst s.l. í samvinnu við starfsfólk sviðsins og stjórnendur sveitarfélagsins. Niðurstaða þeirrar vinnu var kynnt fyrir starfsfólki og pólitískt kjörnum fulltrúum 5. nóvember s.l..

Tillagan sem nú liggur fyrir til afgreiðslu felur í sér að skipulags- og byggingamál færast af Framkvæmda- og veitusviði og munu heyra beint undir bæjarstjóra. Aukin áhersla verður lögð á umhverfisfræði og skipulagsmál í sveitarfélaginu og er í þeim tilgangi gert ráð fyrir nýrri stöðu sérfræðings á sviði umhverfismála. Stefnt er að því að efla enn frekar byggingaeftirlit og eftirlit með framkvæmdum í sveitarfélaginu.  Þá er gert ráð fyrir að rekstur og þjónusta vegna tölvukerfa ásamt stjórnun innkaupa og birgðamála færist yfir á Fjármála- og stjórnsýslusvið.

Á Framkvæmda- og veitusviði er gert ráð fyrir tveimur deildum, annars vegar Eignaumsýslu og hins vegar Hitaveitu og vatnsveitu.  Meðal verkefna Eignaumsýslu eru nýframkvæmdir, viðhald fasteigna, gatna og opinna svæða, fegrun og snyrting umhverfis og fráveitumál.  Verkefni hitaveitu og vatnsveitu verða sem fyrr öflun, flutningur og sala á vatni auk rannsókna- og þróunarvinnu.  Verkefni á sviði heilbrigðis- og öryggismála og ráðgjöf og upplýsingar vegna verkefna sviðsins munu heyra beint undir stjórn framkvæmdastjóra.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn þessari skipulagbreytingu. Ekki er víst að sú ráðstöfun að færa málin beint undir bæjarstjóra leysi öll vandamál. Í SVÓT greiningu Capacent Gallup (bls. 40) er bent á að einn af styrkleikum felist í góðum starfsmönnum, en ógnanir eru meðal annars "náttúruhamfarir", "mengunarslys" og "pólitískar ákvarðanir". Eitt af tækifærunum sem bent er á eru kosningar. Segir þetta meira en mörg orð.  

b)
Ályktun bæjarstjórnar vegna stöðu löggæslumála í Árnessýslu

Forseti fylgdi ályktuninni úr hlaði:

Tillaga að ályktun um löggæslumál í Árnessýslu.  

Bæjarstjórn Árborgar lýsir þungum áhyggjum af þróun löggæslumála í Árnessýslu og krefst þess að fjárveitingavaldið bregðist þegar við málinu svo fjölga megi lögreglumönnum við embættið.

Fjárveitingar til embættisins hafa ekki aukist á undanförnum árum þrátt fyrir mikla íbúafjölgun, stöðuga fjölgun sumarhúsa og stækkun frístundabyggða í sýslunni.  Nú eru tæplega 15 þúsund íbúar í Árnessýslu og eru þá ekki taldir þeir fjölmörgu sem eiga sitt annað heimili í sumarhúsa- og frístundabyggðum á svæðinu.  Er talið að þegar mest lætur geti fjöldi ferðamanna og þeirra sem dvelja í sumarhúsum verið nálægt því jafnmikill og fjöldi íbúa með lögheimili í sýslunni.  Að baki hverjum lögreglumanni í Árnessýslu eru um 650 íbúar með skráð lögheimili, en að meðaltali yfir landið eru um 400 íbúar að baki hverjum lögreglumanni. Umferð um vegi sýslunnar hefur aukist mikið, m.a. umferð stórra flutningabifreiða. 

Umdæmi lögreglunnar á Selfossi er víðfeðmt og eru þar margir þéttbýliskjarnar og miklar vegalengdir enda á milli í umdæminu. Þá hafa breytingar sem urðu á verkefnum lögregluembætta um s.l. áramót  m.a. haft í för með sér að rannsóknarlögreglumenn á Selfossi sinna nú öllum stærri málum sem upp koma í Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og í Vestmannaeyjum. 

Það er alls óviðunandi fyrir íbúa í Árnessýslu að lögregluembættinu skuli ekki sköpuð skilyrði til að halda úti viðunandi löggæslu.  Bæjarstjórn Árborgar fer fram á það við Alþingi og ríkisstjórn að fjárveitingar til lögreglunnar á Selfossi verði auknar þannig að fjölga megi lögreglumönnum við embættið og íbúar umdæmisins búi við það öryggi sem þeim ber.

Eyþór Arnalds og Ari B. Thorarensen, D-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.

Tillaga að ályktun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

c)
Tillaga um að ráðinn verði íþrótta- og tómstundafulltrúi til sveitarfélagsins

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir svohljóðandi tillögu um ráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa. 

Bæjarstjórn samþykkir nýja stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa frá og með næstu áramótum. Starfið verði innan Fjölskyldumiðstöðvar á verkefnasviði íþrótta-, forvarna- og menningarmála.  Næsti yfirmaður íþrótta- og tómstundafulltrúa verði verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála. Gert verði ráð fyrir kostnaði vegna stöðunnar í fjárhagsáætlun ársins 2008.

Greinargerð:
Fljótlega eftir að staða verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála varð til um áramót 2004/2005 kom í ljós að starfssvið var mjög umfangsmikið og víðtækt.  Þá hefur fjölgun íbúa verði mikil síðustu árin og aukin krafa um þjónustu aukið álag á sviðinu.  Sveitarfélagið Árborg er í samkeppni um íbúa og fyrirtæki við önnur sveitarfélög á suðvestur horni landsins.  Meðal þess sem fólk horfir til við val á búsetu er þjónusta sveitarfélaga við börn og ungmenni.  Íbúar gera kröfu um fjölbreytileika og fyrsta flokks þjónustu á þessu sviði og bæjarstjórn leggur mikla áherslu á eflingu og uppbyggingu íþrótta og tómstundastarfs í sveitarfélaginu öllu.

Nú er í gangi stefnumótunarvinna á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á vegum Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar.  Unnið er að úttekt og gaumgæfilegri athugun á stjórnskipulagi, rekstri íþrótta- og tómstundamannvirkja svo og framtíðarstefnu sveitarfélagsins í málaflokknum.  Þrátt fyrir að niðurstaða þeirra vinnu liggi ekki fyrir er ljóst að ráða þarf viðbótarstarfskrafta inn á sviðið til að sinna nánar ákveðnum þáttum innan málaflokksins. 

Meðal fyrstu verkefna nýs starfsmanns verði að vinna að samþættingu skóla, tómstunda- og íþróttamála með tilliti til samnýtingar tíma og fjármagns í samræmi við niðurstöðu úr stefnumótunarvinnu.  Við tilkomu þessa nýja starfs munu skapast aðstæður til að auka vægi menningar-og  kynningarmála á sviðinu.

Grímur Arnarson og Eyþór Arnalds, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-listans greiða atkvæði gegn þessari ákvörðun. Þessi tilskipan er órökstudd og er gerð á sama tíma og starfshópur vinnur að úttekt íþrótta- og tómstundamála ásamt ráðgjafafyrirtækinu Rækt ehf. Það er alveg deginum ljósara að betur má gera í íþróttamálum, enda eru útgjöld Árborgar tiltölulega lág miðað við önnur sveitarf&


Þetta vefsvæði byggir á Eplica