25. fundur leikskólanefndar
25. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 19. mars 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Leikskólafulltrúi ritaði fundagerð.
Sigurborg Ólafsdóttir og Ari Thorarensen boðuðu forföll.
Dagskrá:
- 1. 0803062 - Rannsókn um sí- og endurmenntun í leikskólum
Borgar Ævar Axelsson starfsmannastjóri Árborgar kynnti rannsóknina ,,Þekking manna getur aldrei verið meiri en reynsla þeirra" sem Svava Júlía Jónsdóttir, nemi í mastersnámi í mannauðsstjórnun gerði í leikskólum Árborgar. - 2. 0803064 - Starfsemi 8. svæðadeildar Félags leikskólakennara skólaárið 2008-2009
8. svæðadeild Félags leikskólakennara kynnir verkefnaskrá sína, en fyrirhugað er að halda haustþing föstudaginn 19. september 2008 fyrir félagsmenn og alla starfsmenn í leikskólum á Suðurlandi þ.e. um 300 manns. til að allir starfsmenn geti nýtt sér þingið þurfa leikskólar á Suðurlandi að loka þennan dag. Leikskólanefnd leggur til að leikskólar í Árborg verði lokaðir þennan dag þannig að allir starfsmenn leikskóla geti tekið þátt í þinginu. - 3. 0802088 - Fundargerðir leikskólafulltrúa, sérkennsluráðgjafa og leikskólastjóra í Árborg
Til kynningar
- 4. 0802126 - Fundagerð frá fundi dagforeldra, leikskólafulltrúa, verkefnisstjóra félagslegrar ráðgjafar og sérkennsluráðgjafa í Árborg
til kynningar - 5. 0801083 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2008
Til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
Sædís Ósk Harðardóttir
Róbert Sverrisson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Kristín Eiríksdóttir