25. fundur bæjarráðs
25. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 5. febrúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, V-lista. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 9. fundur haldinn 21. janúar -liður 4, 1305234 reglur um styrki vegna varmadælna. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2. 1501033 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 171. fundur haldinn 26. janúar Lagt fram. 3. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 237. fundur haldinn 26. janúar Lagt fram. Almenn afgreiðslumál 4. 1501424 - Beiðni Sæbýlis ehf, dags. 27. janúar 2015, um afslátt af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi Bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt af heitu vatni til starfseminnar fyrir árið 2015 í samræmi við reglur um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar. 5. 1501072 - Beiðni Náttúrunnar er ehf, dags. 21. janúar 2015, um samstarf um endurvinnslukortið Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um sorpmál. 6. 1501340 - Beiðni um að komið verði á föstum rútuferðum í Bláfjöll Bæjarráð þakkar fyrir frumkvæði ungmenna að því að vekja athygli á málinu. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna ferða af þessu tagi í fjárhagsáætlun ársins 2015. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að skoða möguleika á því að félagsmiðstöðin skipuleggi skíðaferðir á næsta ári. 7. 1501515 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 29. janúar 2015, um umsögn - frumvarp til laga um grunnskóla(kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.) Lagt fram. 8. 1501065 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, veitingastaður í flokki I, Fischersetri Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 9. 1502008 - Umræða um samgöngumál Bæjarráð Árborgar beinir því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára. Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Ennfremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur bæjarráð þingmenn til að beita sér af alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbótum sem þarna eru svo brýnar í samræmi við vilja íbúa. 10. 1502004 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 28. janúar 2015, um umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun, heildarlög Lagt fram til kynningar. Erindi til kynningar 11. 1412187 - Landsskipulagsstefna 2015-2026, umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að landsskipulagsstefnu, dags. 29. janúar 2015 Lagt fram til kynningar. 12. 1502002 - Íbúafjöldi í Árborg 1. febrúar 2015 Lagðar voru fram tölur um íbúa í Árborg, fjöldi íbúa er nú 8.074. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30 Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Ásta Stefánsdóttir Íris Böðvarsdóttir Már Ingólfur Másson