Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.10.2016

25. fundur fræðslunefndar

25. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 5. október 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Sigþór C. Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
Tvö bréf lögð fram: - Bréf frá mennta- og menningarmámálaráðuneyti, dags. 6. september 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd umbóta í kjölfar úttektar á leikskólanum Árbæ. - Svarbréf frá leikskólastjóra Árbæjar, dags. 23. september 2016. Þar kemur fram hvað hefur verið gert og hverju er ólokið. Fræðslunefnd fagnar hversu margir starfsmenn í Árbæ eru í háskólanámi og því stefnir allt í að leikskólakennurum fjölgi á næstu árum. Hvað varðar framkvæmdir á skólalóð þá er lagt til að haldið verði áfram á næsta ári út frá því sem kemur fram í bréfi leikskólastjóra og er því vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017 hjá eignadeild. Hvað varðar fjölgun starfsmannafunda þá er því einnig vísað í fjárhagsáætlunarvinnuna.
Erindi til kynningar
2. 1609196 - Fjöldi tví- og fjöltyngdra barna í Árborg
Minnisblað um fjölda tví- og fjöltyngdra barna og skiptingu þeirra í leikskólum Árborgar í september 2016. Samantekt Anetu Figlarska sem er ráðgjafi í kennslu barna af erlendum uppruna.
3. 1606003 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017
Til kynningar.
4. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 16. september 2016 til kynningar.
5.   1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016
Fundargerð frá 13. september 2016 til kynningar.
6. 1602046 - Samstarfsfundir skólastjóra leik- og grunnskóla í Árborg
Fundargerð frá 27. september 2016 til kynningar.
7. 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016
Fréttabréf Brimvers/Æskukots í september 2016 til kynningar.
8. 1604013 - Fréttabréf Hulduheima
Fréttabréf Hulduheima í september 2016 til kynningar.
9. 1601121 - Fréttabréf Álfheima
Fréttabréf Álfheima í september 2016 til kynningar.
10. 1606019 - Endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs eineltismála í grunnskólum
Tölvupóstur frá Menntamálastofnun, dags. 23. september 2016, til kynningar.
11. 1609197 - Álytktun Skólastjórafélags Íslands um fjárhagsstöðu grunnskóla
Ályktun frá 9. september 2016 til kynningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:35
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir   Málfríður Erna Samúelsd.
Aðalbjörg Skúladóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Sigþór C. Jóhannsson   Þorsteinn Hjartarson
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica