Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.5.2016

25. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

25. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. mars 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1510153 - Gjaldskrá Selfossveitna 2016
Farið yfir rökstuðning fyrir gjaldskrárhækkun Selfossveitna vegna erindis frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gjaldskrárhækkun sem taka átti gildi 1. janúar sl. mun taka gildi 1. maí 2016.
2. 1603160 - Hreinsunarátak í Árborg 2016
Stjórnin hefur ákveðið eftirfarandi: Hreinsunarátak í Sveitarfélaginu Árborg 2016 verður 29. apríl – 8. maí. Gámar fyrir Eyrabakka verða staðsettir austan við tjaldsvæðið við Búðarstíg •           1 x lokaður – almennt rusl •           1 x opinn - grófur úrgangur •           1 x opinn – málmur •           1 x opinn-garðaúrgangur   Gámar fyrir Stokkseyri staðsettir við áhaldahúsið •           1 x lokaður – almennt rusl •           1 x opinn - grófur úrgangur •           1 x opinn – málmur •           1 x opinn – garðaúrgangur Gámasvæði Árborgar verður opið sunnudaginn 8. maí 10:00-17:00. Innheimta fellur niður á meðan hreinsunarátakið stendur yfir. Að auki verður sendur út frímiði fyrir gámasvæðið á öll heimili sem gildir út árið. Opnunartímar í sumar: Mánudaga - föstudaga: 13:00-17:00 Laugardaga: 10:00-17:00 Sunnudaga: Lokað
3. 1603161 - Erindi frá Nytjamarkaðnum á Selfossi varðandi móttökugjöld á gámasvæði Árborgar
Stjórnin samþykkir framlengingu á undanþágu Nytjamarkaðarins frá móttökugjöldum á gámasvæðinu.
4. 1602089 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2016
Stjórnin þakkar fyrir ábendingu í lið nr. 4 í fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka varðandi viðhald á göngustíg á sjóvarnargarðinum. Stjórnin tekur vel í erindið og felur umhverfisdeild sveitarfélagsins að útfæra verkefnið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica