25. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar
25. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.
Dagskrá:
1. 1107047 - Sjóvarnaskýrsla 2011
Framkvæmd- og veitustjórn óskar eftir því við Siglingastofnun að forgangsflokkun uppbyggingar sjóvarnagarðs við Gamla rjómabúið verði færð úr D flokk upp í B eða C. Gamla rjómabúið heyrir til mikilvægra sögulegra minja og hafa orðið skemmdir á því vegna ágangs sjávar.
2. 1110112 - Vegrið við Ölfusá
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að setja upp hefðbundið vegrið við Árveg og malbikaðan göngustíg frá vistgötu að Tryggvagötu. Framkvæmdin rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2011.
3. 1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
Framkvæmda- og veitustjórn hefur látið gera kostnaðaráætlun að ósk bæjarráðs vegna skoðunar á minni virkjunarkosti í Ölfusá skv. minnisblaði sem lagt hefur verið fram á fundinum.
Stjórnin leggur til að að eftirfarandi vinna við öflun gagna verði sett af stað.
1. Söfnun gagna, hæðarmódel fyrir svæðið ofan við Selfoss og rennslistölur.
2. Setja upp samsett hæðarmódel fyrir allt mögulegt áhrifasvæði virkjunar og skoða lang- og þversnið. Yfirfara rennslistölur og gera greiningu á virkjanlegu rennsli
3. Skoða tvö möguleg stíflustæði með mismunandi lónhæðum.
4. Uppsetning landmódela sem sýna stíflur og lón samkvæmt lið 3 og gerð kynningarefnis í formi myndbands og þrívíddarmynda, mynda og korta.
Stjórnin óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 1,5 milljón króna vegna verksins.
Þegar ofangreind gögn liggja fyrir verða þau kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Eggert Valur Guðmundsson fulltrúi S- lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslu tillögunnar.
4. 1110113 - Fjárfestingaráætlun 2012
Farið yfir fjárfestingaráætlun 2012.
5. 1111011 - Samstarf um Tryggvatorg
Formaður stjórnar óskar eftir því að erindi frá Húsasmiðjunni/Blómavali sé tekið inn á afbrigðum.
Stjórnin samþykkir að gera reynslusamning til 1 árs við Húsasmiðjuna/Blómaval vegna umhirðu Tryggvatorgs.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson