Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.12.2016

25. fundur íþrótta- og menningarnefndar

25. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 7. desember 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.  Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1610190 - Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2016
  Farið yfir drög að dagskrá fyrir uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem verður fim. 29. desember í hátíðarsal FSu og hefst kl. 19:30. Rætt um að fá mögulega eitthvert af afreksfólkinu okkar til að ávarpa gesti á hátíðinni sem og farið yfir mögulegar tilnefningar til íþróttakarls og -konu frá nefndinni. Starfsmanni falið að vinna þessi mál áfram eftir þeim umræðum sem voru á fundinum og upplýsa nefndarmenn í framhaldinu. Samþykkt samhljóða.
     
2. 1612035 - Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2016
  Rætt um hvaða félag/deild fái hvatningarverðlaun ÍMÁ árið 2016. Valið er skráð í fundargerðabók en verður tilkynnt á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 29. des. nk. í sal FSu.
     
3. 1612038 - Umsóknir um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi
  Formaður nefndarinnar Kjartan Björnsson víkur af fundi undir þessum lið. Farið yfir umsóknir um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi næstu 3 árin eða 2017 - 2019. Fjórir aðilar sendu inn umsókn og voru þær lagðar fram til umræðu. Ákveðið að skipa valnefnd sem hittir alla umsóknaraðila og kæmi síðan með tillögu fyrir nefndina. Nefndina skipa Axel Ingi Viðarsson, Estelle Burgel og Guðmunda Bergsdóttir. Bragi Bjarnason starfi með nefndinni. Nefndin reynir að hitta alla aðila í desember og skila af sér tillögu í kringum áramótin. Samþykkt samhljóða. Kjartan Björnsson kemur aftur inn á fundinn.
     
4. 1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar
  Ákveðið að taka stefnuna til endurskoðunar á næsta ári og er nefndarmönnum falið að kynna sér málið fyrir næsta fund í janúar. Samþykkt samhljóða.
     
5. 1612037 - Endurskoðun menningarstefnu Árborgar
  Ákveðið að taka stefnuna til endurskoðunar á næsta ári og er nefndarmönnum falið að kynna sér málið fyrir næsta fund í janúar. Samþykkt samhljóða.
     
6. 1612040 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2017
  Lögð fram drög að viðburðadagskrá í Sveitarfélaginu Árborg 2017. Málin rædd og ákveðið að halda opinn fund með hátíðarhöldurum í janúar til að fara fyrir málin. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma með tillögu að fundardegi. Samþykkt samhljóða.
     
7. 1611118 - Styrkbeiðni - hátíðin Stefnumót við Múlatorg 2017
  Styrkbeiðnin rædd og tekur nefndin vel í beiðnina og leggur til við bæjarráð að hátíðin verði styrkt með sambærilegum hætti í fjárhagsáætlun 2017 og aðrar hátíðir sem hafa fest sig í sessi í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
8. 1603286 - Umsóknir og úthlutun - Uppbyggingarsjóður Suðurlands
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1611159 - Starfsskýrslur bókabæja 2016
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:00
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel   Bragi Bjarnason
Guðmunda Bergsdóttir    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica