Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.6.2012

25. fundur skipulags- og byggingarnefndar


25. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 12. júní 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Birkir Pétursson, starfsmaður.
 

Dagskrá: 

1.

1205364 - Miðbæjarskipulag Selfossi, Þráinn Hauksson og Sigurður Hallgrímsson koma og kynna skipulagið

 

Sigurður Hallgrímsson og Þráinn Hauksson kynntu verðlaunatillögu sína um deiliskipulag miðbæjarins frá árinu 1990. Einnig var farið yfir það hvernig best væri að haga áframhaldandi vinnu við deiliskipulagstillöguna, ákveðið var að Þráinn og Sigurður kæmu aftur á fund skipulags- og byggingarnefndar 3. júli næstkomandi.

 

   

2.

0906044 - Lagning göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Farið verður í vettvangsgöngu á staðinn.

 

Farið var í vettvangsgöngu niður á Stokkseyri og Eyrarbakka og fyrirhuguð lega stígsins skoðuð. Ákveðið var að lega stígsins yrði samhliða sjóvarnargarði milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:00  

Eyþór Arnalds

 

Tómas Ellert Tómasson

Hjalti Jón Kjartansson

 

Íris Böðvarsdóttir

Bárður Guðmundsson

 

Gísli Davíð Sævarsson

Birkir Pétursson

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica