Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.4.2008

26. fundur félagsmálanefndar

26. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 14. apríl 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða

Anný Ingimarsdóttir, verkefnistjóri ritaði fundargerð

Dagskrá:

•1. 0704103 - Akstursþjónusta eldri borgara

Verkefnisstjóri félagslegra úrræða lagði fram tillögu um breytingu á málskoti í reglum sveitarfélagsins Árborgar um akstursþjónustu fyrir eldri borgara. Breyting nær til 6. gr. reglna um akstursþjónustu og verður svohljóðandi: Starfsmenn Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar taka ákvarðanir samkvæmt reglum þessum í umboði félagsmálanefndar Árborgar. Sé umsókn um þjónustu hafnað eða ágreiningur um túlkun reglna þessara, skal málið afgreitt með skriflegum hætti af starfsmönnum Fjölskyldumiðstöðvar og jafnframt kynntur réttur notenda til að vísa málinu til félagsmálanefndar. Kærufrestur til nefndarinnar er fjórar vikur frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun starfsmanna. Ákvörðun félagsmálanefndar skal kynnt viðkomandi skriflega um leið kynntur réttur hans til málsskots til félags-og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt 3. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Breyting þessi felur eingöngu í sér breytingar á kæruleið. Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar.

•2. 0804073 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

•3. 0804071 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

•4.  0703034 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

•5. 0712019 - Varafulltrúi félagsmálanefndar í forvarnarhópi

Félagsmálanefnd tilnefnir Katrínu Ósk Þorgeirsdóttur (S) sem varamann í forvarnarhóp Árborgar.

•6. 0804076 - Málefni barna

Almennt var rætt um málefni barna og mætingu þeirra í skóla. Mörg börn eru komin með mjög slaga skólasókn, mikilvægt er að hlúa vel að þessum einstaklingum. Félagmálanefnd telur brýnt að allar stéttir sem vinna að málefnum barna og unglinga vinni náið saman, verkefnisstjóra félagslegrar ráðgjafar var falið að skoða nánar útfærslu varðandi samvinnu á milli kerfa.

Erindi til kynningar:

•7. 0802031 - Barnaverndarmál - sískráning

18 tilkynningar bárust til barnaverndar Árborgar í mars

•8.  0804074 - Húsaleigubætur - hækkun húsaleigubóta 1. apríl 2008

Lagt fram til kynningar.

•9.  0804079 - Tölulegar upplýsingar fjárhagsaðstoð

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

Þorgrímur Óli Sigurðsson                                 
Anný Ingimarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir                                
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica