26. fundur umhverfisnefndar
26. fundur umhverfisnefndar Árborgar haldinn Austurvegi 67, fimmtudaginn 27. apríl 2006 kl. 17:15
Mættir: Björn B. Jónsson, Ari Már Ólafsson, Siggeir Ingólfsson, María Hauksdóttir, Hreinn Óskarsson og Kristjana Bárðardóttir.
1. Umhverfisverðlaun Árborgar.
Farið var yfir tilnefningar sem borist hafa og ákveðið var að veita þrenn verðlaun, ein til einstaklinga, ein til félagasamtaka og ein til fyrirtækja.
1) Hjónin Halldóra Haraldsdóttir og Hörður Stefánssin, Eyrarbakka fyrir ötult starf að gróðurræktun við erfiðar aðstæður við ströndina. Einnig að félagastarfi innan “græna geirans”.
2) Skógræktarfélag Selfoss fyrir ötult starf að skógrækt og uppbyggingu útivistarsvæðis í Hellisskógi.
3) Byggingafyrirtækið Ljósaborg í eigu Guðjóns Sigfússonar, fyrir fyrirmyndar skipulag og frágang við lóð hússins að Grænumörk 2.
Ákveðið að veita verðlaunin í Tryggvagarði föstudaginn 5. maí við upphaf hreinsunarátaks.
2. Hreinsunarátak í Árborg hefst 5. maí 2006 í Tryggvagarði.
Ákveðið verður auglýst í fjölmiðlun með auglýsingum, fréttatilkynningum og greinarskrifum. Fyrirtæki í Árborg munu taka þátt til dæmis með auglýsingum tengdum átakinu. Átakið kemur í stað dags umhverfisins.
3. Siggeir fór yfir lokaverkefni sitt við Landbúnaðarháskóla Íslands um miðlæga jarðgerð.
4. Bréf sem borist hafa til nefndarinnar.
Fyrir fundinn voru kynnt bréf sem borist höfðu frá Fossvélum, ásamt bréfi frá umhverfisráðherra um dag umhverfisins, (sjá lið 2. í fundargerðinni).
5. Fundur um hreinsun iðnaðarlóða 12. apríl s.l.
Fundurinn tókst vel og mættu fulltrúar 30. fyrirtæka.
Siggeiri Ingólfssyni er sérstaklega þökkuð góð frammistaða við undirbúning fundarins.
6. Önnur mál.
Formaður vill þakka nefndarfólki góð störf á kjörtímabilinu á þessum síðasta fundi nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 18:50
Hreinn Óskarsson
Björn B. Jónsson
Kristjana Bárðardóttir
María Hauksdóttir
Siggeir Ingólfsson