Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.2.2015

26. fundur bæjarráðs

26. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 7. fundur haldinn 4. febrúar -liður 2, 1501435, reglur um úthlutun landbúnaðarlands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar. -liður 3, 1407045, aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin fari í kynningarferli. -liður 6, 1501388, umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 8, 1502005, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 9, 1502006, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 10, 1502010, óveruleg breyting á deiliskipulagi, Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 13, 1302008, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 14, 1405411, tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 237. fundur haldinn 26. janúar Lagt fram. 3. 1502024 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi 10. fundur haldinn 27. janúar Lagt fram.   4. 1502042 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 824. fundur haldinn 30. janúar Lagt fram. Almenn afgreiðslumál 5. 1302008 - Drög að samningi milli Landsnets hf og Sveitarfélagsins Árborgar um lagningu jarðstrengs í landi Árborgar Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga frá samningnum. 6. 1502031 - Beiðni Eldsmíðafélags Suðurlands um afnot af skúr við Túngötu, Eyrarbakka árið 2015 Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að gera samning við félagið. 7. 1502052 - Beiðni Aldísar Sigfúsdóttur um styrk, verkefni tengt Árborg sem ferðamannastað Bæjarráð þakkar erindið. Í gangi er stefnumótunarvinna tengd ferðaþjónustu og mun niðurstaða þeirrar vinnu liggja fyrir fljótlega. Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. 8. 1502045 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 5. febrúar 2015, um umsögn - frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn) Lagt fram. 9. 1502075 - Styrkbeiðni kórs Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 3. febrúar 2015- utanlandsferð kórs ML 2015 Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.   Erindi til kynningar 10. 1502026 - Tilnefning til Æskulýðsborgar Evrópu, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Lagt fram til kynningar. 11. 1502021 - Ungt fólk 2014, skýrsla með niðurstöðum úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2014 Lagt fram.   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir Viðar Helgason Íris Böðvarsdóttir Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica