1.3.2019

26. fundur bæjarráðs

26. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902219 - Umsögn - frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur 1-1902219
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, mál, 225.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
     
2. 1902220 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um velferðartækni 2-1902220
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, mál 296.
  Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
     
3. 1902247 - Styrkbeiðni - fuglatónleikar á Eyrarbakka 3-1902247
  Erindi frá Bakkastofu, dags. 18. febrúar, þar sem sótt er um styrk 150.000 kr. vegna fyrirhugaðra Fuglatónleika á Eyrarbakka.
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu en bendir umsækjendum á að opið er til 5. mars fyrir umsóknir vegna nýrra menningarverkefna hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
     
4. 1810146 - Tenging Flóahrepps við ljósleiðarakerfi Árborgar 4-1810146
  Tillaga um að ganga til samninga við Flóaljós um lagningu ljósleiðara að bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugstöðum í Árborg.
  Sveitarfélagið Árborg samþykkir að ganga til samninga við Flóaljós um lagningu ljósleiðara að bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugstöðum í Árborg. Samningurinn er gerður í tengslum við landsátakið „Ísland ljóstengt“. Útlagður kostnaður Árborgar er áætlaður 4,3 milljónir auk vsk. Á móti koma tekjur af stofngjöldum og styrkur frá Fjarskiptasjóði. Svf. Árborg mun annast innheimtu stofngjalda og samskipti við Fjarskiptasjóð. Lagning ljósleiðara í dreifbýli Árborgar er á fjárfestingaráætlun 2019-2020 og er fyrrgreindur samningur hluti af þeirri áætlun. Samningurinn við Flóaljós er gerður til að lágmarka kostnað Árborgar við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli enda liggja fyrrgreindir bæir vel við samtengingu við dreifikerfi Flóaljóss.
     
5. 1901297 - Verkfallslistar 2019 5-1901297
  Auglýsing um skrá yfir störf hjá Sveitarfélaginu Árborg sem eru undanþegin verkfallsheimild.
  Eftirtaldir starfsmenn hafa ekki verkfallsheimild sbr.5. til 8. tl. 19. gr. l. 94/1986: Yfirstjórn: Bæjarstjóri sveitarfélagsins Fjármálasvið: Fjármálastjóri Starfsmenn á launadeild (2 stöður) Deildarstjóri tölvudeildar Fræðslusvið: Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Sunnulækjarskóla Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Vallaskóla Leikskólastjóri leikskólans Jötunheima Leikskólastjóri leikskólans Álfheima Leikskólastjóri leikskólans Hulduheima Leikskólastjóri leikskólans Árbæjar Leikskólastjóri leikskólans Brimvers/ Æskukots Fræðslustjóri Íþrótta og menningarsvið Frístunda- og menningarfulltrúi Forstöðumaður íþróttamannvirkja Félagsmálasvið: Félagsmálastjóri Forstöðumaður Vallholti 9 (sólarhr. þjónusta) Aðrir starfsmenn Vallholti 9 (sólarhr. þjónusta) Forstöðumaður Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta) Aðrir starfsmenn Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta) Þroskaþjálfar Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta) Tækni- og veitusvið: Tækni- og veitustjóri Skipulags- og byggingafulltrúi Verkstjóri þjónustumiðstöðvar Framangreint tekur gildi 1.mars 2019 og tilkynnist hér með að höfðu samráði við stéttarfélög.
     
6. 1902276 - Beiðni um kaup á rafmagnsbifreið fyrir tölvudeild 6-1902276
  Beiðni frá tölvudeild um kaup á rafmagnsbifreið fyrir deildina.
  Bæjarráð telur ástæðu til að keyptur verði rafbíll fyrir tölvudeild en óskar eftir frekari upplýsingum um verð og gæði. Jafnframt er óskað eftir að drög að viðauka vegna kaupanna verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
     
7. 1902273 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
  Rekstraryfirlit janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
8. 1707234 - Hönnun Sigtúnsgarðs - undirbúningur framkvæmda 8-1707234
  Fundur starfshóps um græn svæði í miðbæ Selfoss. Starfshópurinn telur skynsamlegt að kynna drögin fyrir íbúum þannig að þeim gefist tækifæri til að koma á framfæri ábendingum áður en skipulagið er formlega samþykkt.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið, að gangast fyrir kynningu á hugmyndunum.
     
9. 1902248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019 9-1902248
  5. fundur haldinn 22. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019 10-1901039
  277. fundur haldinn 18. febrúar.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar 5. lið fundargerðar, um samþykktir sveitarfélaga í úrgangsmálum, til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
     
11. 1902257 - Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019 11-1902257
  Stjórnarfundur haldinn 19. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica