Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.2.2017

26. fundur félagsmálanefndar

26. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.  Mætt: Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar.  Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir ritar fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1701044 - Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg
  Félagsmálanefnd samþykkir að hækka grunnkvarðann í fjárhagsaðstoð um 3,5% eins og samþykkt var í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. febrúar 2017.
     
2. 1612059 - Tillaga - Sveitarfélagið Árborg skilgreint sem barnvænt sveitarfélag
  Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með að sveitarfélagið ætli að stefna að því að verða barnvænt sveitarfélag. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.
     
3. 1701043 - Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning
  Reglurnar lagðar fram og samþykktar samhljóma. Félagsmálanefnd mun endurskoða reglurnar eftir þrjá mánuði.
     
4. 1607086 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
  Félagsmálastjóra falið að vinna að húsnæðisáætlun.
     
Erindi til kynningar
5. 1612048 - Ráðning - verkefnastjóri vegna móttöku flóttamanna
  Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, MA í Alþjóðasamskiptum/friðar og átakafræðum hefur verið ráðin verkefnisstjóri en staðan var auglýst í nóvember 2016. Umsækjendur voru 27 og voru margar góðar umsóknir. Sólveig Björk hefur töluverða reynslu bæði erlendis og hér heima. Hún hefur m.a. komið að mótun og framkvæmd neyðaraðstoðar fyrir flóttamenn á alþjóðavettvangi. Frá árinu 2007 - 2014 hefur hún unnið hjá alþjóðastofnunum, þar sem störf hennar hafa snúið að hjálparstarfi og neyðaraðstoð á átaka og hamfarasvæðum. Sólveig Björk hefur m.a. starfað og búið í Sýrlandi en þar starfaði hún hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Síðast liðin tvö ár hefur Sólveig Björk starfað sem verkefnisstjóri í þjónustu og ráðgjöf fyrir hælisleitendur og stuðning og ráðgjöf fyrir flóttamenn sem fengið hafa stöðu og mannúðarleyfi. Í starfi sínu sem verkefnisstjóri vann hún að verkferlum og framkvæmdaáætlunum þar sem um nýtt starf var að ræða. Samráð var við samstarfsaðila s.s. heilsugæslur, Landspítalann, leik- og grunnskóla, Útlendingastofnun, Rauða krossinn og önnur félagasamtök. Auk þessa fól vinnan í sér ráðgjöf og einstaklingsmiðaðan stuðning og sérúrræði fyrir fjölskyldur, börn, aldraða og einstaklinga. Auk fyrrgreindrar reynslu starfaði Sólveig Björk sem félagsmálastjóri í þrjú ár. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00 Ari B. Thorarensen Jóna S. Sigurbjartsdóttir Þórdís Kristinsdóttir Svava Júlía Jónsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir Anný Ingimarsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica