Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.11.2016

26. fundur fræðslunefndar

26. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, varamaður, B-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Kristrún Hafliðadóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1611021 - Starfsáætlun Brimvers/Æskukots 2016-2017
  Til kynningar. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
2. 1611038 - Starfsáætlun Jötunheima 2016-2017
  Til kynningar. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
Erindi til kynningar
3. 1610193 - Ársskýrsla fræðslusviðs 2015-2016
  Til kynningar. Anna Ingadóttir, skólafulltrúi, kom á fundinn og kynnti lykiltölur skólaþjónustu.
     
4. 1611022 - Samræmd könnunarpróf 2016
  Til kynningar.
     
5. 1610124 - Ytra mat á leikskólum 2017
  Til kynningar. Auglýsing um ytra mat Menntamálastofnunar á sex leikskólum árið 2017. Að höfðu samráði við leikskólastjóra er samþykkt að sækja um að ytra mat fari fram á leikskólanum Jötunheimum.
     
6.   1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016
  Til kynningar. - Fundargerð frá 4. október 2016. - Fundargerð frá 1. nóvember 2016.
     
7. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Til kynningar. - Fundargerð samstarfsfundar með skólastjórnendum FSu 4. október 2016. - Fundargerð frá 21. október 2016. - Fundargerð frá 25. oktbóber 2016.
     
8. 1608176 - Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla
  Til kynningar. - Fundargerð frá fundi með skólastjórnendum og matráðum 18. október 2016. - Fundargerð frá samstarfsfundi matráða í Sunnulækjarskóla 1. nóvember 2016.
     
9. 1603054 - Skólaráð Vallaskóla
  Fundargerð frá 2. nóvember 2016 til kynningar.
     
10. 1611035 - Krafa frá kennurum til sveitarfélaga (bréf og undirskriftir)
  Til kynningar.
     
11. 1610002 - Breyting á lögum um grunnskóla nr. 91/2008
  Til kynningar.
     
12. 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016
  Fréttabréf í nóvember 2016 til kynningar. Meðal efnis í bréfinu er: - fundargerð frá aðalfundi foreldrafélaga þar sem kosið var í foreldraráð leikskólans frá 27. september 2016 - fundargerð foreldraráðs frá 1. nóvember 2016 - fundargerð umhverfisnefndar frá 26. október 2016.
     
13. 1602071 - Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum
  Til kynningar. Upplýsingar Menntamálastofnunar um birtingu prófúrlausna, dags. 21. október 2016.
     
14. 1611028 - Menntaverðlaun Suðurlands 2016
  Auglýsing til kynningar.
     
15. 1610183 - Fræðsludagur um mannréttindi barna
  Til kynningar.
     
16. 1611010 - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2016
  Til kynningar.
     
17. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
  Til kynningar. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 6. október 2016, um eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla. Ráðuneytið þakkar fyrir upplýsingarnar og tilkynnir að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins.
     
18. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
  Til kynningar. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 12. október 2016, um eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Árbæ. Ráðuneytið væntir svars um lóðaframkvæmdir fyrir 1. ágúst 2017.
     
19. 1610033 - Verkefnið Kóðinn 1.0
  Til kynningar. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 6. október 2016.
     
20.   1610187 - Vísbendingar frá undanþágunefnd grunnskóla um fækkun kennara með kennsluréttindi
  Til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45 Sandra Dís Hafþórsdóttir                              Magnús Gíslason Brynhildur Jónsdóttir                                                 Arna Ír Gunnarsdóttir Guðrún Þóranna Jónsdóttir                            Kristrún Hafliðadóttir Guðbjartur Ólason                                          Málfríður Erna Samúelsdóttir Aðalbjörg Skúladóttir                                                Sigríður Pálsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica