Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.11.2011

26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 30. nóvember 2011  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.

Dagskrá:

1.  1111097 - Gjaldskrá Selfossveitna 2011
 Stjórnin ákveður að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til aðrar gjaldskrárbreytingar í sveitarfélaginu liggja fyrir.
 
Stjórn Selfossveitna samþykkti gjaldskráhækkun þann 29. okt. 2010. Grundvöllur hækkunarinnar var m.a. að skapa tekjur á móti fyrirséðum fjárfestingarverkefnum veitunnar til að tryggja afhendingaröryggi.

Frá því þessi ákvörðun var tekin hefur verðlag breyst með þeim hætti að byggingarvísitala frá 2010 hefur hækkað um 10,7 % sl. 12 mánuði,  skv. vef Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir að verðbólga næsta árs verði yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Gjaldskrá Selfossveitna er ekki vísitölubundin og því er fyrirséð að hækka þurfi gjaldskrána til að vega upp á móti hækkandi rekstrar og framkvæmdakostnaði til að áætlanir um hæfilegan rekstrarafgang til framkvæmda fái staðist.

   
2.  1103274 - Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2011
 Tækni- og veitustjóra falið að koma með tillögur að svörum og úrlausnum gagnvart athugasemdum frá hverfisráði fyrrum Sandvíkurhrepps.
   
3.  1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
 Skýrsla frá Veiðimálastofnun lögð fram til kynningar.
   
4.  1111098 - Gjaldskrá fráveitu 2011
 Stjórnin samþykkir að fela tækni- og veitustjóra að koma með tillögu að verklagsreglum varðandi losun rotþróa ásamt áætlun um hreinsun fráveituvatns á Selfossi.
   
5.  1110113 - Fjárfestingaráætlun 2012
 Stjórnir samþykkir fjárfestingaráætlun 2012 með áorðnum breytingum.
   
6.  1111112 - Skíðabrekka við íþróttavallasvæðið/Langholt
 Stjórnin felur tækni- og veitustjóra að bæta öryggi barna í sleðabrekku við Stóra hól. Stjórnin telur einnig mikilvægt að benda á nauðsyn hjálmanotkunar.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45

Elfa Dögg Þórðardóttir    
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson    
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson     
Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica