4.5.2016
26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1509124 - Selfossveitur - orkuöflun til framtíðar |
|
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að halda áfram rannsóknarborunum norðan Ölfusár við Selfoss. Jafnframt verði haldið áfram undirbúningi að borun vinnsluholu í Laugardælum. Lögð er áhersla á að halda áfram samningaviðræðum vegna annarra orkuöflunarsvæða. |
|
|
|
2. |
1604099 - Ráðning - Selfossveitur - staða á sviði hita- og vatnsveitu |
|
Stjórnin samþykkir að auglýsa nýja stöðu hjá Selfossveitum á sviði vatns- og hitaveitu. Gert var ráð fyrir stöðunni í fjárhagsáætlun ársins. |
|
|
|
3. |
1507022 – Verkáætlun - Austurbyggð 2015-2019 |
|
Framkvæmda- og veitustjórn áætlar að ljúka þeim framkvæmdum sem snúa að Svf. Árborg og Selfossveitum vegna uppbyggingar á Keldulandi og Huldulandi árið 2017. Frekari ákvörðun um framkvæmdir verður tekin í samræmi við áframhaldandi uppbyggingu svæðisins. |
|
|
|
4. |
1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Kostnaðaráætlun fyrir nýja dælustöð lögð fram. Unnið er að gerð deiliskipulags og stefnt að auglýsingu í maí. Unnið verður áfram að undirbúningi framkvæmda. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |