Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.2.2017

36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B- lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1610152 - Stofnlagnir - Suðurhólar 2017
  Niðurstaða útboðs lögð fram. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga um verkið við lægstbjóðanda Gröfuþjónustu Steins ehf.
     
2. 1701041 – Klæðning -Suðurhólar 2017
  Stjórnin samþykkir að bjóða verkið út.
     
3. 1609137 - Orkusjóður - styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
  Umsóknarfrestur um styrki til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla rann út 1. október 2016. Alls bárust 33 styrkumsóknir, samtals að upphæð 887,2 milljónir króna. Til ráðstöfunar var 201 milljón. Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs fjallaði um umsóknirnar á grundvelli ákvæða reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð og verklagsreglna nefndarinnar nr. 654, 29. júní 2016. Nefndin afgreiddi tillögur sínar um afgreiðslu umsóknanna til iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi 22. nóvember 2016. Með bréfi dags. 22. desember 2016, staðfesti ráðherra tillögur nefndarinnar. Í bréfinu er Orkusjóði falið að tilkynna umsækjendum um afgreiðslu umsóknanna. Eins og fram kemur í rammanum/töflunni hér fyrir neðan, þá var samþykkt að veita Selfossveitum ehf. styrk til uppsetningar á 5 "semi" hleðslustöðvum (22kW) á tilgreindum stöðum. Styrkupphæðin nemur 50% (hámarksstyrkur) af áætluðum kostnaði í umsókn. Samningur vegna styrkveitingarinnar verður sendur fljótlega til undirritunar. 
Styrkir til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla  Hrað Semi  
2018 Selfoss Selfossveitur ehf   3 2.235.000
2018 Stokkseyri Selfossveitur ehf   1 745.000
2018 Eyrarbakki Selfossveitur ehf   1 745.000
    Selfossveitur ehf. samtals 0 5 3.725.000
Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna málið áfram.
     
4. 1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
  Niðurstaða útboðs lögð fram og stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda,Tré og Straum ehf.
     
5. 1611145 - Endurnýjun Kirkjuvegar 2017
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að undirbúa útboð á verkinu.
     
6. 1509124 - Selfossveitur - orkuöflun til framtíðar
  Lögð fram viljayfirlýsing frá Veitum um mögulega sölu á heitu vatni frá Öndverðarnesi. Framkvæmda- og veitustjóra falið að skrifa undir viljayfirlýsinguna.
     
7. 1605337 - Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu verksins. Búið er að bora niður í 1297 m.
     
8. 1701078 - Lántökur 2017 - Selfossveitur
  Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150.000.000 kr., til 18 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
     
9. 1701110 - Lýsing við hesthúsahverfið á Selfossi
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna lýsingar á reiðstíg umhverfis Brávelli.
     
10. 1701089 - Lýsing við hesthúsahverfið á Eyrarbakka
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna lýsingar við hesthúsahverfið á Eyrarbakka.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00  
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica