Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.2.2006

26. fundur menningarnefndar

 

26. fundur menningarnefndar Árborgar, haldinn í ráðhúsi Árborgar, fimmtudaginn 2. febrúar  2006, kl.  17:15.                                   

 

Mætt: Inga Lára Baldvinsdóttir, formaður,Guðmundur Karl Sigurdórsson,       Sigríður Gunnarsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Grímur Hergeirsson.  Ingibjörg Ársælsdóttir boðaði forföll.

 

Dagskrá:

 

1. Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins um íbúðarhúsið Haga.

 

Á grundvelli þess að Húsafriðunarnefnd ríkisins sér ekki ástæðu til að friða íbúðarhúsið Haga telur menningarnefnd ekki efni til að aðhafast í málinu eða beita sér fyrir friðun hússins.

 

2. Snorraverkefnið 2006, styrkbeiðni.  Vísað til umfjöllunar í menningarnefnd frá bæjarráði.

 

Menningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem nefndin hefur úr takmörkuðum fjármunum að spila.

 

3. Vor í Árborg 2006

 

Farið yfir hugmyndir og tillögur sem borist hafa vegna hátíðarinnar sem fram fer dagana 12.-14. maí nk.  Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í hátíðinni.  Áfram verður unnið að undirbúningi á næstu vikum.

 

4. Önnur mál.

 

a. Þakkarbréf frá hljómsveitinni Nilfisk lagt fram.

 

b.Nefndin fagnar samþykktum um aukna kynningu á menningarstarfi fyrir skólanemendur í Sveitarfélaginu í Árborg.

 

Fundi slitið kl.     18:15

 

Inga Lára Baldvinsdóttir                     
Guðmundur Karl Sigurdórsson
Sigríður Gunnarsdóttir             
Kristín Eiríksdóttir                   
Grímur Hergeirsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica