Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.5.2008

27. fundur félagsmálanefndar

27. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 26. maí 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar

Anný Ingimarsdóttir, ritaði fundagerð

Dagskrá:

•1.      0805114 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók


•2.     
0803051 - Félagsþjónustumál - Trúnaðarmál

Fært í Trúnaðarbók


•3.     
0805124 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál

Fært í Trúnaðarbók


•4.     
0804076 - Málefni barna - skólasókn í grunnskólum Árborgar

Á síðasta fundi félagsmálanefndar var m.a. rætt um skólasókn barna í grunnskólum Árborgar og var verkefnastjóri félagslegrar ráðgjafar falið að skoða nánar útfærslu varðandi samvinnu milli kerfa. Athugun verkefnisstjóra leiddi í ljós að í grunnskólum Árborgar er með nákvæmum hætti haldið utan um skólasókn nemenda. Hjá hverjum skóla eru skýrir verkferlar fyrir starfsmann skóla að fara eftir þegar mæting nemenda er ekki sem skyldi. Þá er virk og góð samvinna í þessum málum milli kerfa þ.e., stjórnenda skóla, barnaverndar, sérfræðiþjónustu, nemenda og foreldra. Mikilvægt er að halda þessari samvinnu áfram og efla hana eins og kostur er.
Í bókun félagsmálanefndarinnar frá 14. apríl kom fram að margir nemendur séu komnir með mjög slaka skólasókn. Rétt að vera athygli á að skólanefnd grunnskóla Árborgar fjallaði um skólasókn nemenda grunnskóla Árborgar á fundi sínum 15. maí sl. Nefndin fór sem trúnaðarmál yfir stöðu skólasóknar í grunnskólum sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Í fundargerð skólanefndar kemur m.a. fram að nemendum með slaka skólasókn hefur fækkað umtalsvert á síðustu 2 - 3 skólaárum og nú séu 98% allra nemenda og um 94 % nemenda í 8. - 10. bekk í grunnskólum Árborgar með góða ástundun í skóla.

•5.      0805127 - Fundartími Félagsmálanefndar

Félagsmálanefnd ákvað að næsti fundur nefndar yrði 13. júní kl. 9:00 í Ráðhúsi Árborgar. Síðan mun nefndin taka frí í júlímánuði og næsti fundur yrði þá 11. ágúst kl. 17:15. Ef koma upp mál sem þarfnast afgreiðslu nefndarinnar mun nefndin vera kölluð saman.


Erindi til kynningar:

•6.      0802031 - Sískráning apríl

17 tilkynningar bárust barnaverndarnefnd Árborgar í apríl

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorgrímur Óli Sigurðsson                     
Anný Ingimarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica