27. fundur bæjarráðs
27. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 11.01.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, bæjarráðsmaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarráðsmaður
Þórunn J Hauksdóttir, bæjarráðsmaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
|
|
|
|
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
|
Engar.
3. 0605017
Samningur um álagningarhluta Landskrár fasteigna, til staðfestingar -
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá honum.
4. 0612082
Beiðni um samstarf við sveitarfélög vegna fræðsluátaks Úrvinnslusjóðs - ónýtar rafhlöður til endurnýtingar -
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
5. 0610005
Beiðni íþróttavallarnefndar UMFS um styrk vegna endurnýjunar tækja og viðhalds grassvæðis á íþróttarvallarsvæði við Engjaveg -
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2007.
6. 0502002
Beiðni íþróttavallarnefndar UMFS um fjárveitingu vegna launakostnaðar vegna notkunar gervigrasvallar við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg -
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2007.
7. 0412036
Tillaga að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg. Tillagan var samþykkt á fundi félagsmálanefndar þann 8. janúar s.l. -
Tillaga að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur var lögð fram.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarráðsfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég fagna því að meirihluti bæjarráðs skuli falla frá ákvörðun um að fresta gildistöku reglna um húsaleigubætur til 1. febrúar, en það var ákvörðun meirihluta bæjarráðs á 25. fundi ráðsins fyrir hálfum mánuði. Meirihluti bæjarráðs tekur með þessu undir sjónarmið bæjarráðsfulltrúa D-lista um að reglurnar taki gildi 1. janúar eins og upphaflega var ákveðið.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarráðs:
Ástæða frestunar þessa máls á 25. fundi bæjarráðs var sú að unnið var að breytingum á reglunum. Meginbreytingin er sú að þeir sem fá greiddar sérstakar húsaleigubætur falla nú ekki út af biðlista um félagslegt húsnæði. Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að veita góða þjónustu í anda félagslegs réttlætis.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Á 25. fundi bæjarráðs frestaði meirihluti bæjarráðs gildistökunni með þeim rökum að það væri óábyrg fjármálastjórnun að hefja greiðslur á nýjum útgjaldalið um áramót. Meirihlutinn hefur skipt um skoðun.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarráðsfulltrúi D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Fyrrverandi meirihluti B- og D-lista kom á sérstökum húsaleigubótum. Það var m.a. gert til að koma til móts við þá sem leigja íbúðarhúsnæði á almennum leigumarkaði. Með virkum leigumarkaði í sveitarfélaginu eru húsaleigubætur heppilegri leið en að auka fjárbindingu sveitarfélagsins í félagslegu húsnæði. Í breytingum á reglunum er gert ráð fyrir því að fólk geti verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði þótt það þiggi sérstakar húsaleigubætur. Ég greiði atkvæði gegn því.
8. 0412036
Tillaga að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg, ásamt gjaldskrá. Tillagan var samþykkt á fundi félagsmálanefndar þann 8. janúar s.l. -
Bæjarráð samþykkir reglurnar ásamt meðfylgjandi gjaldskrá.
9. 0412036
Tillaga að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg, ásamt gjaldskrá. Tillagan var samþykkt á fundi félagsmálanefndar þann 8. janúar s.l. -
Bæjarráð samþykkir reglurnar ásamt meðfylgjandi gjaldskrá.
10. 0612036
Styrkbeiðni UMFÍ - heiðursáskrift í 100 ára afmælisrit UMFÍ -
Bæjarráð samþykkir erindið.
11. 0504050
Svar við fyrirspurn Snorra Finnlaugssonar, D-lista, frá 29.12.06, um kostnað við þverfaglegan vinnuhóp og bygginganefnd í tengslum við nýbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri -
Áætlaður kostnaður vegna vinnuhópsins skiptist á eftirfarandi hátt:
Launakostnaður 990.000,-
Ferðakostnaður 105.490,-
Skrifstofukostnaður 100.000,-
Ófyrirséður kostnaður 120.000,-
Samtals 1.315.490,-
Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að vandað sé til undirbúnings umfangsmikilla verkefna sem uppbygging grunn- og leikskóla sveitarfélagsins er. Vinna umrædds hóps er þannig mikilvægur liður í undirbúningi að uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bygginganefnd BES er launuð á sama hátt og slíkar nefndir hafa verið launaðar til þessa. Ekki er hægt að segja til um nákvæman kostnað vegna starfa hennar þar sem ekki liggur fyrir hversu marga fundi nefndin þarf að halda til að skila af sér verkefni sínu.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarráðsfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Hvergi er til samþykkt um kostnaðaráætlun vegna byggingarnefndar BES. Til að sýna ábyrga fjármálastjórn óska ég eftir að sú áætlun verði gerð og lögð fyrir bæjarráð.
12. 0612058
Svar við fyrirspurn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista, frá 29.12.06 varðandi fasteignaskatt einstaklinga 70 ára og eldri. -
Álagður fasteignaskattur á einstaklinga 70 ára og eldri, vegna húsnæðis sem nýtt var til eigin búsetu, var um 17,5 millj.kr. á árinu 2006.
Einstaklingar 70 ára og eldri fengu afslátt af fasteignaskatti sem nam um 8,6 millj.kr. á árinu 2006 og eru því heildargreiðslur þeirra vegna fasteignaskatts um 8,9 millj.kr.
13. 0701022
Fyrirspurn fulltrúa D-lista um fjölda tilbúinna lóða í Árborg -
Framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að taka saman umbeðnar upplýsingar.
14. Erindi til kynningar:
a) 0612027
Framlög sveitarfélaga til Atvinnuþróunarfélags árið 2007 -
Bréf Atvinnuþróunarfélags Suðurlands lagt fram.
b) 0701002
Gögn frá lögreglustjóranum á Selfossi vegna flóða í Ölfusá í desember 2006 -
Lagt fram til kynningar.
c) 0612080
Ársskýrsla Sýslumannsembættisins á Selfossi 2005 -
Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn J Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir