Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.12.2007

27. fundur bæjarstjórnar

27. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 19. desember  2007 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti,                      V listi,
Þorvaldur Guðmundsson                    B listi,
Margrétar K. Erlingsdóttur                   B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir                   S listi,
Gylfi Þorkelsson                                S listi,   
Eyþór Arnalds                                    D listi, 
Grímur Arnarson                                D listi varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Snorri Finnlaugsson                           D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir                        D listi

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá gjaldskrá vegna hundahalds, til fyrri umræðu. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar:

•1.  a) 0702072

Atvinnuþróunarnefnd                                                           frá 05.12.07

b)0504050
Byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka

og Stokkseyri                                                                     frá 19.11.07
c) 72. fundur bæjarráðs 0701016                                          frá 13.12.07

 

2 a) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd                                              frá 13.12.07          

1b, fundargerð byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, beindi fyrirspurn til formanns byggingarnefndar. Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni.

2a, -liður 1, 0508068, tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi. Málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi greinargerð meirihlutans með tillögu að deiliskipulagi:


"Deiliskipulagstillaga að nýjum miðbæ á Selfossi sem hér er til afgreiðslu bæjarstjórnar markar tímamót í sögu sveitarfélagsins.  Tillagan byggir í meginatriðum á verðlaunatillögu úr hugmyndasamkeppni sem fram fór síðla árs 2006.  

Við auglýsingu á deiliskipulagstillögu að miðbæ Selfoss síðasta sumar komu fram 1.147

athugasemdir, þar af höfðu 1116 skrifað á undirskrifta lista þar sem tilgreindar voru nokkrar athugasemdir. athugasemdir bárust frá 31 einstaklingi þar fyrir utan, í 17 bréfum. Flestar athugasemdanna sneru að byggingarmagni á svæðinu, hæð húsa, ónógum bílastæðum og áhyggjum af að of mikil umferð verði á svæðinu. Þá komu fram mótmæli við áform um að Pakkhúsið verði látið víkja fyrir nýju skipulagi.  Einnig komu fram athugasemdir um hugmyndir vegna bygginga í s.n. bæjargarði en þar sem hann var ekki hluti af auglýstri tillögu þá var ekki sérstaklega fjallað um þær í þeirri vinnu sem fram fór eftir að fresti til að gera athugasemdir lauk. Bæjarlögmanni og skipulags- og byggingafulltrúa hefur verið falið að svara þeim athugasemdum sem gerðar voru. Þátttaka íbúanna í þróun skipulagstillögu þessarar er afar mikilvæg og hefur haft töluverð áhrif á lokatillöguna.

Hópur skipaður fulltrúum bæjarstjórnar, starfsmanna af framkvæmda- og veitusviði, bæjarritara, bæjarlögmanni og hönnuðum tillögunnar ásamt skipulagsfræðingi sem fenginn var til ráðgjafar í málinu, fór yfir þær athugasemdir sem bárust og var í störfum hópsins lögð áhersla á að finna leiðir til að mæta athugasemdunum. Einnig funduðu bæjarstjóri, bæjarlögmaður og bæjarritari með nokkrum hagsmunaaðilum vegna málsins. Í byrjun nóvember var lögð fram tillaga sem tók mið af þeim athugasemdum sem sendar voru inn.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá auglýstri tillögu. 

Heildarsvæðið sem tillagan nær til er 44.300m²

Heildarbyggingarmagn minnkar um 3.800m² úr 48.900 í 45.100m2 frá auglýstri tillögu sem er um 7,8% minnkun. Meðalnýtingarhlutfall á reitnum lækkar úr 1.17 í 1.02.

Heildarbílastæðakröfur á svæðinu minnka um 66 stæði - úr 815 í 749 stæði, en bílastæðum ofanjarðar til almennra nota fjölgar úr 220 í 245 stæði. Íbúðum fækkar um 24 eða úr 233 í 209 íbúðir.

Helstu breytingar á svæðinu eru þær að 1400 m2 bygging við Ártorg 10-12, norðan Hafnartúns, fellur burt.

Bygging við Eyraveg 5 lækkar um 1 hæð og minnkar byggingarmagn um 400m² - úr 1800 í 1400m².

Bygging við Ártorg 8 lækkar um 1 hæð, byggingarmagn minnkar um 300m² - úr 4400 í 4100m².

Bygging við Tryggvagötu 8-8a lækkar um 1 hæð. Byggingarmagn minnkar um 600m² - úr 7200 í 6600m².

Bygging við Ártorg 11 fellur burt. Byggingarmagn var 1800m².

Bygging lækkar um 1 hæð við Ártorg 9 eða 300 m2, en byggingarreitur 1-2 hæðar við Ártorg 7-9 stækkar um 1000m.

Samtals er hér um að ræða minnkun um 3.800 m2.

Byggingarreitur við Ártorg 7-9 gefur möguleika til byggingar menningarmiðstöðvar eða menningarhúss í hjarta bæjarins og getur þar með skapað afar spennandi tækifæri til uppbyggingar lista- og menningarstarfs fyrir Árborg og nærliggjandi byggðarlög.

Meirihluti B, S og V lista fagnar þeirri tillögu sem hér er lögð fram. Lagður hefur verið mikill metnaður í þróun og vinnslu tillögunnar og áhersla verið á lýðræðisleg og fagleg vinnubrögð á öllum stigum þeirrar vinnu.  Meirihlutinn bindur miklar vonir við að uppbygging miðbæjar á Selfossi styrki mannlíf í sveitarfélaginu og nærliggjandi byggðarlögum og efli stórlega atvinnu- og menningarlíf svæðisins.  Meirihlutinn þakkar hönnuðum, starfsfólki og öðrum sem komið hafa að vinnu og þróun skipulagsins fyrir gott og metnaðarfullt starf.

Meirihluti B, S og V lista

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að rifta samningi sveitarfélagsins við Miðjuna ehf. dags. 5. apríl 2006

Greinargerð:
Samningur Árborgar við Miðjuna ehf. felur í sér íþyngjandi skuldbindingar af hálfu sveitarfélagsins og ráðstöfun á eigum bæjarsjóðs. Ekki verður séð af  framlögðu deiliskipulagi að samningurinn verði efndur í óbreyttri mynd. Það byggingarmagn sem sveitarfélagið skuldbindur sig til að leyfa á eignar- og leigulandi Miðjunnar á að vera sem næst 16.000m2. Að auki skuldbindur Miðjan ehf sig til að kaupa af Sveitarfélaginu byggingarrétt fyrir 8.800m2 húsnæði á lóð sem á að vera að hámarki 5.000m2. Ekki verður séð að 16.000m2 byggingarmagn rúmist fyrir á eignar- og leigulóðum Miðjunnar. Þá er ljóst samkvæmt samningnum að bæjarstjórn er eingöngu heimilt að ráðstafa 5.000m2 af landi í eigu sveitarfélagsins. Því er ljóst að ekki verður staðið við ákvæði samningsins og leggjum við því til að honum verði rift.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans: Sveitarfélagið getur ekki rift samningi nema um verulega vanefnd sé að ræða af hálfu gagnaðilans. Um slíkt er ekki að ræða í þessu máli. Í deiliskipulaginu sem nú er til afgreiðslu er stærstur hluti samningsins uppfylltur. Það litla sem út af stendur verður leyst með samkomulagi milli aðila.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til bæjarstjóra um hvaða hugmyndir væru um hvernig leysa ætti það sem út af stæði varðandi byggingarmagn í samningi við Miðjuna ehf.

Grímur Arnarson D-lista, tók til máls. Óskaði hann eftir að bókað yrði þakklæti til þeirra ASK manna fyrir mikla þolinmæði og óeigingjarnt starf við að reyna að ná sáttum í skipulagvinnunni.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Í niðurstöðum dómnefndar um miðbæjarskipulag segir m.a. um þá tillögu sem lenti í 3ja sæti í samkeppninni:"  Staðsetning menningarhúss í tengslum við ráðhús er sannfærandi. Menningarhús myndar áhugaverð tengsl við torg og garð. Ráðhústorg er fallega mótað en stærði þess ofmetin. Menningarhús er algerlega berandi þáttur tillögunnar og mjög bindandi ."  Í núverandi tillögu, sem undirrituð sá fyrst á loka fundi vinnuhóps um miðbæjarskipulag,  er búið að setja menningarhús á nákvæmlega sama stað og gert var í þeirri tillögu. Tillagan sem lenti í 3ja sæti var sú besta að mínu mati, en þar sem sveitarfélagið vildi ekki slíka bindingu í deiliskipulagið þá varð dómnefndin ásatt um að standa sameiginlega að vinningstillögu sem liggur til grundvallar að núverandi skipulagi.

Ég lýsi því yfir vonbrigðum mínum með það að sú tillaga skildi líða fyrir það að staðsetja menningarhús í miðbænum, menningarhús sem nú að reisa í annarri tillögu.

Jafnframt þakka ég ASK arkitektum fyrir fagleg vinnubrögð og mjög gott samstarf og tek undir orð Gríms Arnarsonar.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. Óskaði hann eftir að bókað yrði: Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins taka undir orð bæjarstjóra og leggja til að fengið verði lögfræðilegt álit á skyldum bæjarins vegna 3. gr., sérstaklega varðandi skyldur sveitarfélagsins til að láta af hendi 8.800 m2 byggingarrétt.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

Tillaga Eyþórs Arnalds, D-lista, var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Bókun bæjarfulltrúa D-lista um að þeir taki undir orð bæjarstjóra gefa villandi upplýsingar um þau orð sem bæjarstjóri hefur haft í þessu máli. Bæjarstjóri hefur ekki lagt til að fengið verði lögfræðiálit á samningi við Miðjuna ehf.

Eyþór Arnalds, D-lista vék af fundi kl. 18 og Ari B. Thorarensen kom inn á fundinn í hans stað.

Grímur Arnarson, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði:  Ég gagnrýni vinnubrögð meirihlutans að samþykkja skipulag sem á engan hátt uppfyllir samning sveitarfélagsins við Miðjuna ehf. og lýsi furðu minni á að ekki hafi verið rætt við Miðjumenn um framhaldið og hvernig samningurinn verði uppfylltur.

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Liður 1 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar var borinn undir atkvæði og samþykktur með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Grímur Arnarson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla þessum gjörningi þar sem enn er aukið á skuldbindingar bæjarsjóðs í stað þess að nýta byggingarrétt sem tekjustofn. Ljóst er að samningur sveitarfélagsins við Miðjuna ehf. frá 5. apríl 2006 er þess eðlis að ómögulegt er að láta hann ganga upp miðað við þetta deiliskipulag og núverandi aðalskipulag. Rétt er að benda á í 3. gr. samningsins er kveðið á um skuldbindingu Miðjunnar ehf. til kaupa en ekki um skuldbindingu sveitarfélagins til að selja byggingarrétt á lóð sveitarfélagsins. Þá er í sömu grein skýrt kveðið á um hámarksstærð lóðar sem sveitarfélagið má láta af hendi sem er 5.000m2 að hámarki."    

-liður 3,  0712006, lóð fyrir tækjahús í landi Tjarnarbyggðar. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar sem ekki hefur verið gengið frá afsali til sveitarfélagsins á því landi sem er utan skipulagðra lóða í Tjarnarbyggð.

-liður 8, 0710054, umsögn um stofnun lögbýlis í landi Austurkots. Bæjarstjórn frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn landbúnaðarnefndar liggur fyrir.

-liður 9, 0711102, umsögn um landskipti úr Litlu-Sandvík og land leyst úr landbúnaðarnotum. Bæjarstjórn frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn landbúnaðarnefndar liggur fyrir.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði, að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir. Voru þær staðfestar samhljóða.

  • II. Önnur mál:
  • i. Fjárhagsáætlun 2008, A og B hluti - síðari umræða

Breytingartillaga meirihluta bæjarstjórnar um að hafnar verði framkvæmdir við byggingu stakrar skemmu eða viðbyggingar við húsnæði Framkvæmda- og veitusviðs við Austurveg 67 sem lögð var fram á 26. fundi var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls um breytingartillögur þær sem fulltrúar D-lista lögðu fram á 26. fundi, lagði hann fram svohljóðandi yfirlit yfir tillögurnar:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins leggja fram eftirfarandi 7 tillögur  til breytinga á fjárhagsáætlun 2008:

1. Bæjarstjórn samþykkir að hækka framlag til íþróttamála um 50 milljónir króna sem nýtt verði í að koma á fót  fjölnota íþróttahúsi á íþróttasvæðinu við Engjaveg í einkarekstri.

2. Bæjarstjórn samþykkir að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis úr 0,3% í 0,27%.

3. Bæjarstjórn samþykkir að færa hesthús úr flokki atvinnuhúsnæðis við álagningu fasteignagjalda og verði álagningarstuðull fasteignaskatts hesthúsa 0.27% í stað 1,6%.

4. Bæjarstjórn samþykkir að eldri borgarar 70 ára og eldri sem búa í eigin húsnæði fái  100% afslátt af fasteignaskatti hafi þeir lægri tekjur en hér segir:

Hjá hjónum             3.500.000 króna
Hjá einstaklingum   2.000.000 króna 

5. Bæjarstjórn samþykkir lækkun á aðkeyptri þjónustu um 20 milljónir króna í framlagðri fjárhagsáætlun.

6. Í samræmi við 5. grein laga um fjármál stjórnmálasamtaka samþykkir bæjarstjórn að veita 2,5 milljónum króna til þessa liðar í fjárhagsáætlun 2008 sem úthlutað verði í samræmi við ákvæði laganna.

7. Til að mæta þeim útgjaldaauka sem verða kann af tillögum 1 - 6 hér að ofan samþykkir bæjarstjórn að auka sölu á byggingarrétti lands í eigu sveitarfélagins.

Bæjarfulltrúar D-lista

Tillaga nr. 1 - framlag til fjölnota íþróttahúss - var tekin til afgreiðslu. Gylfi Þorkelsson, S-lista, Grímur Arnarson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Bókun meirihluta við atkvæðagreiðslu um tillögu D lista um framlag til reksturs fjölnota íþróttahúss:

Meirihluti B, S og V lista hefur sett aðalleikvang við Engjaveg og endurbætur við Sundhöll Selfoss í forgang við uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2008.  Meirihlutinn telur að vinna beri að því, m.a.  í samstarfi við íþróttafélög og einkaaðila,  að á næstu árum rísi  fjölnota íþróttahús hér  í Árborg og mun gera málinu skil í vinnu vegna 3ja ára áætlunar sem lögð verður fram í byrjun komandi árs.  Meirihlutinn hefur hins vegar á þessu stigi hvorki tekið endanlega afstöðu  til þess hver aðkoma sveitarfélagsins að framkvæmdum við fjölnota íþróttahús eigi að verða né heldur til rekstarforms slíkt húss.

Tillaga nr. 2 - álagningarstuðull fasteignaskatts - var tekin til afgreiðslu.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Meirihluti B, S og V lista telur ekki skynsamlegt að lækka tekjur sveitarfélagsins á  þessum miklu vaxtar-  og uppbyggingartímum.  Framkvæmdaþörf er gríðarleg og framundan eru stór verkefni við uppbyggingu grunn- og leikskóla svo dæmi séu tekin.  Þá er minnt á að fasteignagjöld voru lækkuð um 25% á árinu 2006.

Tillaga nr. 3 - álagningarstuðull hesthúsa - var tekin til afgreiðslu.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen,  Grímur Arnarson, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, og Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg er í samræmi við lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Í 3. gr. laganna eru tilgreindir þrír flokkar fasteigna og er álagningarstuðull, skatthlutfall, mismunandi milli flokka. Lægst er skatthlutfall hvað varðar þær eignir sem eru tilgreindar í a-lið 3. mgr. en það eru : íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum. Hesthús utan bújarða falla ekki í þennan flokk. Tilgreint er hvaða eignir falla undir næsta flokk við, en það eru skv. b-lið 3. mgr.: sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn. Hesthús falla í þann flokk sem felldur er undir c-lið 3. mgr. 3. gr., þar sem flokkast "allar aðrar fasteignir". Skatthlutfall eigna  sem falla undir a-lið má vera allt að 0,5% af fasteignamati og á eignir undir b- og c-lið, allt að 1,32%, auk þess sem hækka má skatthlutfallið á eignir undir a- og c-lið um allt að 25%.

Ekki er heimilt að ákveða mismunandi skatthlutfall á þær fasteignir sem falla undir c-lið 3. mgr. 3. gr. þannig að skatthlutfall hesthúsa verði annað en skatthlutfall annarra eigna sem falla undir viðkomandi flokk.

Meirihluti B, S og V lista getur í þessu ljósi ekki fallist á tillögu D lista.

er minnt á að fasteignagjöld voru lækkuð um 25% á árinu 2006.

Tillaga nr. 4 - afsláttur af fasteignasköttum til 70 ára og eldri - var tekin til afgreiðslu.

Grímur Arnarson, D-lista,  Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til sveitarfélaga varðandi beitingu ákvæðis um afslátt vegna fasteignagjalda í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þar kemur fram að sveitarfélög hafi ekki að öllu leyti frjálsar hendur hvað varðar útfærslu heimildarinnar, þó svo að þeim sé frjálst að ákveða hvort þau nýti sér hana. Útfærsla reglnanna verður að vera innan þess ramma sem orðalag ákvæðisins markar og byggjast á málefnalegum og lögmætum sjónarmiðum.

Meðal leiðbeininga sem ráðuneytið gaf má nefna:
Veita ber bæði ellilífeyrisþegum og örorkulífeyrisþegum afslátt eða niðurfellingu, kjósi sveitarfélög að nýta sér heimildarákvæðið.

Sveitarfélög skulu setja ákveðin tekjuviðmið við ákvörðun um hverjir skulu njóta afsláttar eða niðurfellingar.

Með hliðsjón af orðalagi ákvæðisins, framangreindum leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins og jafnræðisreglu er það mat meirihlutans  að sömu reglur verði að gilda um viðmiðunartekjur fyrir alla ellilífeyrisþega  og örorkulífeyrisþega, óháð aldri viðkomandi. Því kemur tillaga minnihlutans ekki til álita að mati meirihlutans.

Tillaga nr. 5 -lækkun á aðkeyptri þjónustu - var tekin til afgreiðslu.

Tillagan var bor


Þetta vefsvæði byggir á Eplica