27.10.2016
27. fundur bæjarstjórnar
27. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.
Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1.
a) 1601004
Fundargerðir félagsmálanefndar 23. fundur frá 14. júlí
https://www.arborg.is/23-fundur-felagsmalanefndar-arborgar/
24. fundur frá 20. september
https://www.arborg.is/24-fundur-felagsmalanefndar-2/
b) 1601008
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 22. fundur frá 7. september
https://www.arborg.is/22-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 1601003
Fundargerð fræðslunefndar 24. fundur frá 8. september
https://www.arborg.is/24-fundur-fraedslunefndar/
d) 1601007
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 31. fundur frá 21. september
https://www.arborg.is/31-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/
e) 84. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 29. september
https://www.arborg.is/84-fundur-baejarrads-2/
2.
a) 1601007
Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar
32. fundur frá 28. september
https://www.arborg.is/32-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-3/
- fundur frá 29. september
https://www.arborg.is/33-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/
b) 85. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 6. október
https://www.arborg.is/85-fundur-baejarrads-2/
3.
a) 1601008
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 23. fundur frá 4. október
https://www.arborg.is/23-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
b) 1601003
Fundargerð fræðslunefndar 25. fundur frá 5. október
https://www.arborg.is/25-fundur-fraedslunefndar-2/
c) 1601006
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 27. fundur frá 5. október
https://www.arborg.is/27-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
d) 86. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 13. október
https://www.arborg.is/86-fundur-baejarrads-2/
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 86. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 1, málsnr. 1609217 - Deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
- liður 8, málsnr. 1609204 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn. Lagt er til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
- liður 1 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. september, lið 4, málsnr. 1605275 – Menningarmánuðurinn október 2016.
- liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 14. júlí, lið 3, málsnr. 1606040 – Erindi til bæjarstjórnar þar sem sótt er um styrk fyrir starfsemi Bataseturs.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. september, lið 3, málsnr. 1608172 – Matseðlar í skólum Árborgar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. september, lið 5, málsnr. 1608176 – Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 1 e) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 29. september, lið 30, málsnr. 1606170 – Tilkynning Minjastofnunar um úthlutun styrks til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka frá Einarshafnarsvæði að Háeyrarvöllum 12.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 5. október, lið 1, málsnr. 1008823- Stofnúttektir á leik- og grunnskólum.
- liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, lið 4, málsnr. 1609215 – Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags Björkustykkis.
Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 4.október, lið 1, málsnr. 1610004 – Nafnasamkeppni um nýjan göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
- Liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndarf frá 4. október, lið 5, málsnr. 1609112 – Fyrirspurn UNGSÁ um menningarsalinn.
- liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, liður 1, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir deiliskipulagsbreytinguna Víkurheiði.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, liður 8, málsnr. 1609204 – Umsókn vatnsveitu Árborgar um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn. Lagt er til að umsóknin verði samþykkt.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II.
1604126 Breyting í undirkjörstjórn
Varamaður í kjörstjórn 5 ( Eyrarbakki )
Lagt er til að Magnús Karel Hannesson verði varamaður í undirkjörstjórn 5 ( Eyrarbakki ) í stað Þórarins Ólafssonar.
Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
III. 1610139 Umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
Bæjarstjórn Árborgar veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.18:10
Ásta Stefánsdóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir Rósa Sif Jónsdóttir, ritari