Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.12.2016

27. fundur fræðslunefndar

  27. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. desember 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá PISA 2015. Samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1611240 - Skólastefna Árborgar
  Minnisblað fræðslustjóra lagt fram til kynningar. Nefndin var sammála um að góður grunnur væri til staðar sem nýta má í endurskoðunarvinnunni. Tryggja þarf aðkomu sem flestra að þeirri vinnu. Samþykkt að skipa í stýrihóp á næsta fundi fræðslunefndar.
     
2. 1612039 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2016-2017
  Til kynningar. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
Erindi til kynningar
3. 1603021 - Skólaráð Sunnulækjarskóla
  Til kynningar. 37. fundur sem haldinn var 30. nóvember 2016.
     
4. 1611237 - Nemendakönnun grunnskóla í Árborg 2016-2017
  Skýrsla úr Skólavoginni til kynningar. Um er að ræða hluta af nemendaúrtaki sem dreift er yfir skólaárið.
     
5. 1612042 - Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara
  Til kynningar. - Kynning á helstu atriðum samningsins. - Minnisblað um málefni grunnskólakennara frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstjóri og fræðslustjóri hafið þegar hafið samráðsvinnu með trúnaðarmönnum og skólastjórum til að leggja mat á framkvæmd breytinga í kjarasamningum 2014.
     
6. 1611054 - Áskoranir frá kennarastéttinni vegna kjaramála
  Til kynningar. - Ályktun frá fundi kennara Tónlistarskóla Árnesinga með sveitarstjórnarmönnum og foreldrum sem haldinn var 17. nóvember 2016. - Yfirlýsing frá samstöðufundi kennara í Sveitarfélaginu Árborg sem var haldinn 16. nóvember 2016. - Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga við grunnskólakennara frá 23. nóvember 2016.
     
7. 1611074 - Ályktun - alvarlegt ástand í grunnskólum
  Til kynningar. Ályktun stjórnar SAMFOKS vegna alvarlegs ástands í grunnskólum, dags. 9.11.2016.
     
8. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 29. nóvember 2016 til kynningar.
     
9.   1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016
  Fundargerð frá 6. desember 2016 til kynningar.
     
10. 1601121 - Álfheimafréttir
  Fréttabréf í desember 2016 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð aðalfundar foreldrafélagsins 23. nóvember 2016.
     
11. 1603125 - Foreldraráð Hulduheima
  Fundargerð frá 7. nóvember 2016 til kynningar.
     
12. 1604013 - Fréttabréf Hulduheima
  Til kynningar. 2. tbl. 12. árg. desember 2016.
     
13. 1604085 - Fréttabréf Jötunheima
  Til kynningar. 3. tbl. 9. árg. desember 2016. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 7. nóvember 2016.
     
14. 1611251 - Fréttasnepill úr starfi BES
  Haust 2016 til kynningar.
     
15. 1611136 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017
  Til kynningar. - Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. nóvember 2016. - Bréf frá verkiðn og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 27. október 2016. - Tölvupóstur frá Þórði Kristjánssyni, dags. 17.11.2016, sem veitir nánari upplýsingar.
     
16. 1611253 - Kynning fyrir ráðstefnugesti Erasmus+
  Til kynningar. Frétt af arborg.is, dags. 29.11.2016.
     
17. 1611121 - Ný lesfimiviðmið og önnur viðmið
  Nýr kynningarbæklingur um lesfimiviðmið Menntamálastofnunar til kynningar.
     
18. 1611131 - Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs
  Til kynningar. - Úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs nr. 899 frá 17. október 2016. - Tölvupóstur frá Þórði Kristjánssyni um nýjar úthlutunarreglur, dags. 17. nóvember 2016.
     
19. 1507019 - Ráðstefna - heilsueflandi grunnskóli
  Til kynningar. - Tölvupóstur frá landlækni 9. nóvember 2016 með upplýsingum um ráðstefnuna sem haldin var í FSu. Fulltrúar skóla- og skólaþjónustu sóttu ráðstefnuna og almenn ánægja var með hana.
     
20. 1608149 - Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi
  Til kynningar. Tölvupóstur frá Sambandinu 22. nóvember 2016.
     
21. 1611040 - Stofnun ungmennaráðs Menntamálastofnunar
  Til kynningar. Tölvupóstur frá Menntamálastofnun, dags. 8. nóvember 2016.
     
22. 1612055 - PISA 2015
  Til kynningar minnisblað frá Menntamálastofnun sem sýnir samanburð í átta stærstu sveitarfélögum á landinu 2012 og 2015. Um er að ræða lesskilning, læsi á stærðfræði og læsi á náttúruvísindi. Hjá Árborg eykst lesskilningur marktækt sem og læsi á náttúruvísindi. Læsi á stærðfræði eykst einnig þrátt fyrir að þar sé ekki um marktæka breytingu að ræða. Fræðslunefnd fagnar þessum niðurstöðum og sendir bestu hamingjuóskir til starfsfólks skóla og skólaþjónustu og til nemenda og foreldra.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Magnús J. Magnússon
Kristín Eiríksdóttir   Guðbjörg Guðmundsdóttir
Málfríður Erna Samúelsd.   Aðalbjörg Skúladóttir
Brynja Hjörleifsdóttir   Þorsteinn Hjartarson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica