16.2.2017
27. fundur íþrótta- og menningarnefndar
27. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. febrúar 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Íþrótta- og menningarnefnd vill koma á framfæri hamingjuóskum til Karítasar Hörpu Davíðsdóttur með glæsilegan sigur í söngkeppninni "The Voice Ísland".
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1612040 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2017 |
|
Lögð fram drög að hátíðum og viðburðum í Sveitarfélaginu Árborg árið 2017 í framhaldi af fundi nefndarinnar með hátíðarhöldurum. Fram kom að flestir viðburðir væru komnir á dagsetningu en síðustu upplýsingarnar ættu að koma á næstu tveimur vikum. Stefnt er á að viðburðadagatalið komið út í byrjun mars og eru drög að því inni á heimasíðu sveitarfélagsins. Hægt er að senda inn upplýsingar á bragi@arborg.is til 24. febrúar nk. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1701046 - Vor í Árborg 2017 |
|
Farið yfir þá viðburði sem komnir eru fram fyrir Vor í Árborg 2017. Nokkrir viðburðir komnir í dagskrána og má þar nefna sýningar, bíódaga og fleira. Setningararthöfnin færi fram fimmtudaginn 20. apríl á sumardaginn fyrsta í Tryggvaskála. Áhugasamir sem vilja taka þátt í hátíðinni með viðburði geta haft samband við starfsmann nefndarinnar í gegnum tölvupóstinn bragi@arborg.is eða síma 480-1900. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1701055 - Styrkbeiðni - samstarfsverkefni Bootcamp for Youth Workers |
|
Lögð fram ósk frá félagi fagfólks í frítímaþjónustu um styrk til samstarfsverkefnis sem auka á fagmennsku og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga en beiðnin kemur til nefndarinnar til umsagnar frá bæjarráði. Verkefnið er mjög metnaðarfullt en eftir umræðu leggur nefndin til við bæjarráð að erindinu verði hafnað. Um leið vill nefndin benda á sjóði sem félagið geti sótt í líkt og Æskulýðssjóð og Lýðheilsusjóð. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1701080 - Styrkbeiðni vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar |
|
Már Ingólfur Másson, sagnfræðingur, kom inn á fundinn og kynnti verkefnið "Sögusjóður Selfossbæjar". Markmið verkefnisins er að safna saman upplýsingum um sögu samfélagsins í máli og myndum og gera það aðgengilegt á Netinu fyrir íbúa og ferðamenn. Beiðnin felst í að fá styrk til að hefja verkefnið ásamt því að fá afnot af léninu www.selfoss.is þar sem allar upplýsingar yrðu aðgengilegar. Verkefnið er stórt og mikilvægt að halda vel utan um það svo vel sé unnið úr efnistökum. Málið rætt í nefndinni og er lagt til við bæjarráð að sveitarfélagið styrki verkefnið en um leið sé gerður samningur við styrkhafa um nánari útfærslu verkefnisins ásamt því að athuga með afnotasamning af léninu
www.selfoss.is. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
5. |
1702029 - Bókun stjórnar fimleikadeildar UmfS vegna kjörs íþróttakarls og -konu Árborgar |
|
Lögð fram bókun frá fimleikadeild Umf. Selfoss í tengslum við kjör íþróttakarls og -konu Árborgar. Nefndin þakkar kærlega fyrir ábendinguna sem tekið verður tillit til við endurskoðun kjörsins sem hófst á síðasta ári og fólst m.a. í að koma á rafrænni kosningu til að auka þátttöku íbúa. Ekki vannst tími til að koma rafrænni kosningu á fyrir kjörið 2016 en sú vinna er í gangi ásamt fleiri atriðum til að gera meira úr kjörinu líkt og að halda kynningarfund í desember á hverju ári til að kynna þá sem eru tilnefndir. Stefnt er á að endurskoðunarvinnunni ljúkI fyrri hluta þessa árs. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
6. |
1509234 - Ályktun - endurnýjun sparkvalla með dekkjakurli |
|
Lögð fram ályktun frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um áætlun sem miðast af því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum á Íslandi. Nefndinni lýst vel á áætlunina og leggur til að hún verði sett inn í vinnu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
7. |
1702030 - Aðsókn í sundlaugar Árborgar 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að heildaraðsókn í Sundhöll Selfoss árið 2016 hafi verið 280.000 gestir og í Sundlaug Stokkseyrar rúmlega 12.000 gestir. |
|
|
|
8. |
1701083 - Endurnýjun þjónustusamnings við Umf. Selfoss 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
9. |
1701215 - Rekstrarsamningur Selfossvallar 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
10. |
1701118 - Námskeið í Finnlandi - leiðtoganám fyrir ungmenni |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnafulltrúi ungmennaráðs í nefndinni er að fara á námskeiðið. Óskar nefndin henni góðrar ferðar en ánægjulegt er að ungmenni úr sveitarfélaginu taki þátt í slíkum verkefnum. |
|
|
|
11. |
1701138 - Knatthús á Selfossvöll |
|
Formaður fer yfir stöðu mála en tillaga að byggingu knatthúss í sveitarfélaginu er í umræðuferli innan bæjarstjórnar. Nefndinni líst mjög vel á verkefnið og styður áframhaldandi viðræður um áformin. |
|
|
|
Ákveðið í framhaldi af umræðu að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn í Konubókastofunni á Eyrarbakka.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:00
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |
Guðmunda Bergsdóttir |
|
|