Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.10.2008

27. fundur skólanefndar grunnskóla

27. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 9. október 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sigrún Þorsteinsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Samúel Smári Hreggviðsson, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra


Dagskrá:

  • 1. 0810046 - Opnir fundir um málefni grunnskólanna í Sveitarfélaginu Árborg.

    Tillaga:
    Skólanefnd beinir því til bæjarráðs að standa fyrir opnum fundum í öllum skólahverfum um málefni grunnskóla Árborgar með það að markmiði að efla skólastarf í Árborg.

Greinargerð:
Grunnskólarnir vega þungt í starfsemi og rekstri allra sveitarfélaga og gott skólastarf hefur áhrif á meirihluta íbúa í Árborg. Skólanefnd telur því mikilvægt að gefa foreldrum, starfsfólki og áhugafólki tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum um skólamál, leita svara við spurningum, ræða einstök atriði í skólastarfi, áherslur og framtíðarsýn.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Erindi til kynningar:

  • 2. 0703153 - Vallaskólaleiðin: Kynning á verkefni.

    Guðbjörg Grímsdóttir og Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir kynntu verkefni sem ber heitið Vallaskólaleiðin verkefnabók og námsvefur. Verkefnið hlaut styrk úr skólaþróunarsjóði Árborgar árið 2007. Það er þróunarverkefni í kennslu í íslensku fyrir efstu bekki grunnskóla. Styrkur úr skólaþróunarsjóðunum gerði styrkþegum kleift að þróa og hanna námsvef, semja efni á hann og láta setja hann upp. Einnig hefur hann stuðlað að útgáfu fyrstu verkefnabókar Vallaskólaleiðarinnar.
  • 3. 0810047 - Nýting skólahúsnæðis í Sunnulækjarskóla

    Birgir Edwald skólastjóri fór yfir nýtingu á húsnæði Sunnulækjarskóla. Fjölgun íbúa í skólahverfi Sunnulækjarskóla hefur verið mikil á undanförnum árum. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir um 60-70 nýnemum í nýjan 1. bekk næsta haust auk þeirrar fjölgunar sem uppbygging nýrra hverfa leiðir af sér í öðrum árgöngum. Af reynslu undanfarinna ára má ráða að um 80 - 90 nýir nemendur bætist við nemendahóp skólans á næsta ári. Stærsti vandinn er þó að finna rými fyrir heimasvæði fyrir nýjan árgang 6 ára barna sem gera má ráð fyrir að skiptist í þrjá umsjónarhópa.

    Á þessari stundu er sá vandi óleystur en ekki verður annað séð en að bæta þurfi kennslurými við skólann strax næsta haust ef takast á að halda þeirri reglu að hver umsjónarhópur eigi sér heimasvæði í skólanum.

    Skólanefnd beinir því til bæjaryfirvalda í Árborg að ljóst er að leita þarf allra mögulegra leiða til að ráða bót á húsnæðisvanda skólans.

  • 4. 0809172 - Framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 10. bekk

    Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti um framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 10. bekk.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þórir Haraldsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Grímur Arnarson
Samúel Smári Hreggviðsson
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald
Elín Höskuldsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Guðrún Thorsteinsson
Málfríður Garðarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica