Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.12.2008

28. fundur skólanefndar grunnskóla

28. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 10. desember 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista
Elín Karlsdóttir, varamaður B-lista
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Samúel Smári Hreggviðsson, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra*
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Guðbjörg Grímsdóttir, fulltrúi kennara
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra

Í upphafi fundar voru fluttar hamingjuóskir til Söndru D Gunnarsdóttur með son sem henni fæddist hinn 1. desember sl. með ósk um að þeim mæðginum heilsist vel.

Dagskrá:

  • 1. 0812051 - Skólanámsskrár grunnskóla Árborgar skólaárið 2008-2009

    Verkefnisstjóri fræðslumála lagði fram til staðfestingar skólanámsskrár Vallaskóla Sunnulækjarskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Samkvæmt fundargerðum skólaráða umræddra skóla hafa skólanámsskrár þeirra verið teknar til umfjöllunar eins og þeim ber að gera samkvæmt 8. gr. grunnskólalaga.

    Skólanefnd staðfestir móttöku á framlögðum skólanámsskrám sem eru aðgengilegar á heimasíðum skólanna og verða staðfestar á næsta fundi skólanefndar með þeim breytingum sem kunna að verða.

Erindi til kynningar:

  • 2. 0809050 - Yfirlit frá verkefnisstjóra fræðslumála

    Verkefnisstjóri fór yfir rekstur skólanna það sem af er árinu 2008 og vinnu við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2009. Á síðustu mánuðum hefur verið mikið aðhald í innkaupum skólanna og hafa verið keyptar inn til rekstrar brýnustu nauðsynjar til að halda uppi þjónustu. Öllum búnaðarkaupum var slegið á frest um óákveðinn tíma. Fjárhagsáætlunargerð er í fullum gangi og miðar hún að því að leita allra mögulegra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólanna.
    Verkefnisstjóri gat einnig um að búið væri að fá matvælafræðing til að fara yfir starfsemi mötuneytis Vallaskóla. Lögð verði áhersla á að vinna að málefnum mötuneytisins með notendum þess þ.e. foreldrum,nemendum og starfsfólki.

    Guðmundur B. Gylfason óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað:
    Mikilvægt að vinna við fjárhagsáætlun grunnskóla fari fram í samstarfi við starfsfólk grunnskólanna.
    Eðlilegt er að matvælafræðingur fari yfir starfsemi beggja mötuneyta grunnskólanna í Sveitarfélaginu Árborg.

  • 3. 0801082 - Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla

    Lagðar voru fram til kynningar niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2008 sem gerðar voru af Menntamálaráðuneytinu. Í 14 af þeim 25 skólum sem voru teknir út vorið 2008 liggur fyrir skrifleg og opinber verkáætlun um sjálfsmat eða í um 56% skólanna. Einnig voru lagðar fram áætlanir grunnskólanna í Árborg um vinnu að úrbótum á þeim ágöllum sem fram komu í úttekt ráðuneytisins. Úttektir ráðuneytisins leiddu í ljós að samkvæmt viðmiðunum þess telst framkvæmd sjálfsmats í Vallaskóla fullnægjandi að hluta og sjálfsmatsaðferðir fullnægjandi. Í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla teljast sjálfsmatsaðferðir ófullnægjandi.

    Skólanefnd leggur áherslu á að unnið verði markvisst að úrbótum varðandi sjálfsmatsaðferðir skólanna og unnið verði samkvæmt viðmiðum Menntamálaráðuneytisins og áætlunum skólanna.

  • 4. 0808021 - Stefnumótun um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja á Selfossi.

    Verkefnisstjóri sagði frá starfi vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja á Selfossi.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

Sigrún Þorsteinsdóttir                           
Arna Ír Gunnarsdóttir
Elín Karlsdóttir                                                
Grímur Arnarson
Samúel Smári Hreggviðsson                             
Sigurður Bjarnason
Guðbjartur Ólason                                           
Elín Höskuldsdóttir
Guðbjörg Grímsdóttir                                       
Guðmundur B. Gylfason
Málfríður Garðarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica