Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.1.2008

28. fundur bæjarstjórnar

 

28. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn mánudaginn 28. janúar 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson B listi,
Margrétar K. Erlingsdóttur B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar:

1. a) 0701055 -
Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 13.12.07
b) 0701118 -
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13.12.07
c) 0701012 -
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11.12.07
d) 73. fundur bæjarráðs 0701016 frá 13.12.07

2. a) 0701062 -
Fundargerð leikskólanefndar frá 20.12.07
b) 0701035 -
Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 20.12.07
c) 0703038 -
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 20.12.07
d) 74. fundur bæjarráðs 0801020 frá 03.01.08

3. a) 75. fundur bæjarráðs 0801020 frá 10.01.08

4. a) 0801026 -
Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 10.01.08
b) 0801021 -
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10.01.08
c) 76. fundur bæjarráðs 0801020 frá 17.01.08

5. a) 0801034 -
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14.01.08
b) 0801042 -
Fundargerð leikskólanefndar Árborgar frá 14.01.08
c) 0702072 -
Fundargerð atvinnuþróunarnefndar Árborgar frá 17.01.08
d) 0701013 -
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 19.12.07
e) 77. fundur bæjarráðs 0801020 frá 24.01.08

-liður 1b) -liður 14 í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 0707112, íþrótta- og tómstundastyrkir. Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:

Úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði

 Tillaga:

 Bæjarstjórn samþykkir að hækka framlag til Afreks- og styrktarsjóðs vegna ársins 2008 um 100% í 2 milljónir króna. Upphæð verði tekin af liðnum óráðstafað.

                                                                                    Bæjarfulltrúar D-lista

Gert var fundarhlé.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar.

Gert var fundarhlé.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls. Tók hún undir að afgreiðslu tillögunnar verði frestað til næsta fundar.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, S-lista, tóku til máls.

Borin var upp tillaga þess efnis að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar. Tillagan var samþykkt samhljóða.

-liður 1c), liður 2 í fundargerð félagsmálanefndar,  0712027, reglur um fjárhagsaðstoð, lagt var til að reglunum yrði vísað til síðari umræðu. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 3a), liður 7 í fundargerð bæjarráðs,  0712099, samkomulag við Fossafl ehf. um samstarf vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra og húsaleigusamningur.

Þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu málsins í bæjarráði var það tekið sérstaklega til afgreiðslu.

Snorri Finnlaugsson, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Samkomulag við Fossafl ehf. um samstarf vegna þjónustumiðstöðvar og húsaleigusamningur voru borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista, gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Í samningi þessum er kveðið á um fjárhæðir og bindingu sem er út úr öllu korti. Leiguverð er 1.840 kr. án vsk.,- á m2 sem er hæsta leiguverð sem um getur í Árborg og er samningurinn bindandi til 2024. Ekkert liggur heldur á gerð samnings þar sem hann á ekki að taka gildi fyrr en 2010. Húsið er ekki risið og enn er óljóst að það fáist tilskilin byggingarleyfi þar sem miklar deilur eru um deiliskipulagið.

Þá liggur fyrir krafa frá íbúum Mjólkurbúshverfisins um að samningur sé ekki gerður milli sveitarfélagsins og Fossafls fyrr en kveðið hefur verið upp úr um kæru íbúanna á deiliskipulag að Austurvegi 51-59. Með staðfestingu þessa samnings er hætta á að sveitarfélagið sé að skapa sér skaðabótaskyldu að óþörfu. Vegna þessa greiðum við atkvæði á móti staðfestingu hans.

Bæjarfulltrúar D-lista

-liður 3a) 5. liður í fundargerð bæjarráðs, 0704151 Almenningssamgöngur innan Árborgar. Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um. Óskaði hann eftir að bókað yrði:

Bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista voru ekki boðaðir í fyrstu ferð almenningssamgangna í Árborg. Þykir okkur þetta miður, enda höfðum við fagnað þessu nýmæli. Gott væri að fá notkunartölur fyrir fyrsta mánuð í rekstri.

Bæjarfulltrúar D-lista

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,  Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, Eyþór Arnalds, og Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls. Ragnheiður óskaði eftir að bókað yrði að ekki hafi verið sérstakt skipulag á því hverjir mættu í þessari fyrstu ferð. Jón Hjartarson, V-lista, óskaði eftir að bókaðar yrðu þakkir til vinnuhóps þess sem vann að því að koma almenningssamgöngunum á, undir stjórn bæjarritara.

-liður 3a) fundargerð bæjarráðs, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, spurðist fyrir um lið 6, 0801005, land undir golfvöll, hvort rætt hefði verið við forsvarsmenn golfklúbbsins. Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og kvað beðið niðurstöðu um samningaviðræður við ríkið um makaskipti á landi.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og spurði um hvort landsskiptin tengist landi undir golfvöll sérstaklega. Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og kvað svo ekki vera.

-liður 4a) fundargerð skólanefndar grunnskóla, liður 5, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls, og lagði fram svohljóðandi tillögu:

Skólaþróunarsjóður Árborgar

Tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir að auka framlög til Skólaþróunarsjóðs um 100% úr 1 m. í 2 m. króna.

Upphæð verði tekin af liðnum óráðstafað.

Bæjarfulltrúar D-lista

Gert var fundarhlé.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

Meirihlutinn mun taka þetta mál til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 og skoða það með jákvæðum huga að hækka fjárhæð í þennan styrkjapott.

-liður 4a) 6. liður í fundargerð skólanefndar, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um athugasemdir heilbrigðiseftirlits við húsnæði Vallaskóla og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Úttektir heilbrigðiseftirlitsins

Til hvaða úrræða hefur verið gripið til að bæta úr athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem nú eru ítrekaðar? Svo virðist sem ekki hafi verið unnið að úrbótum á síðastliðnu ári.

Bæjarfulltrúar D-lista

-liður 4c, 8. liður í fundargerð bæjarráðs, 0701025, samningur um kaup á húsnæði til nota fyrir dagdvöl heilabilaðra.
Þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu málsins í bæjarráði var það tekið sérstaklega til afgreiðslu.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls. Lagði hún fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir kanna betur aðra valkosti fyrir alzheimer-sjúklinga. Bæjarstjóra verði falið að ræða við forsvarsmenn Þroskahjálpar á Suðurlandi um möguleg not á Lambhaga 48 fyrir alzheimer-sjúklinga.

Greinargerð:
Húsnæði að Lambhaga 48 er laust fljótlega, en það hefur verið notað sem skammtímavistun fyrir fatlaða. Þar sem meirihlutinn hyggst leita að bráðabirgðahúsnæði er ennfremur rétt að huga að leigu húsnæðisins í stað kaupa og dýrra endurbóta.

Bæjarfulltrúar D-lista

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa meirihlutans:
Kaup á húsi undir starfsemi alzheimersjúklinga í samstarfi við FAAS er í fullu samræmi við það sem unnið hefur verið að á annað ár. Því undrast undirritaðir málflutning fulltrúa D-lista og benda á að málflutningur af þessu tagi þjónar ekki hagsmunum þessa sjúklingahóps né fjölskyldum þeirra, heldur er hann miklu fremur til þess fallinn að valda þessu fólki áhyggjum og sá tortryggni um réttmæti þess að sveitarfélagið standi að uppbyggingu á þessari þjónustu.  Núverandi meirihluti er staðráðinn í því að vinna að þessu máli af myndarskap og í fullu samræmi við óskir hagsmunaaðila og gerir ráð fyrir að starfsemin geti hafist upp úr miðju ári 2008. Að öðru leyti vísast í bókum í bæjarráði frá 17. 1. 2008

Fulltrúar B, S og V lista

Snorri Finnlaugsson og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls  og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hafa forsvarsmenn sveitarfélagsins leitað eftir að kaupa fleiri einbýlishús en Vallholt 38 undanfarið? Óskað er eftir svari, já eða nei.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls. Benti Ragnheiður á að málið væri ekki á dagskrá, en að ekkert væri sjálfsagðara en að svara fyrirspurnum þegar þær eru bornar upp í samhengi við viðkomandi mál.

Forseti bæjarstjórnar vísaði fyrirspurninni frá þar sem hún væri ekki á dagskrá.

Samningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með fimm atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði minnihlutans:

Fyrir ári síðan lögðu bæjarfulltrúar D-lista fjórum sinnum fram tillögur um úrlausnir fyrir alzheimersjúklinga í Árborg og samstarf við FAAS. Þær voru allar felldar af meirihluta B-, S- og V-lista.

-liður 4c) fundargerð bæjarráðs liður 5, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði:

Erindi Sorpstöðvar Suðurlands - framtíðarlausnir í úrgangsmálum

Bókun:
Bæjarráð óskaði eftir fundi með framkvæmdastjóra Sorpsstöðvar Suðurlands. Fundurinn hefur ekki verið haldinn, en þó höfum við haft fregnir af ferðum framkvæmdastjórans þar sem hann hefur sennilega verið að hitta formann stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að farið verði yfir málið með formlegum hætti í bæjarráði.

Bæjarfulltrúar D-lista

Forseti bæjarráðs tók til máls og gerði grein fyrir því að ákveðið hefði verið á fundi bæjarráðs 17. janúar 2008 að fá framkvæmdastjórann á næsta fund bæjarráðs. Hann hafi síðan mætt á 77. fund.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurnum til bæjarstjóra. Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

-liður 5e), liður 6 í fundargerð bæjarráðs, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands. Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar upp til staðfestingar, að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verði staðfestir, og samþykktar samhljóða.

II. Önnur mál:
a) Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

b) Gjaldskrá fráveitu, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúar D-lista sitja hjá.

c) Gjaldskrá vatnsveitu, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúar D-lista sitja hjá.

d) Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúar D-lista sitja hjá.

e) Gjaldskrá fyrir hundahald, fyrri umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúar D-lista sitja hjá.

f) Gjaldskrá fyrir sorphirðu, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúar D-lista sitja hjá.

g) Tillaga um að samþykkt um greiðslukjör vegna álagningar og innheimtu gjalda frá 25.11.2004 verði felld úr gildi

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Tillaga um að samþykkt um greiðslukjör vegna álagningar og innheimtu gjalda frá 25.11.2004 verði felld úr gildi

Lagt er til að samþykkt um greiðslukjör vegna álagningar og innheimtu gjalda frá 25.11.2004 falli úr gildi frá og með gildistöku samþykktar um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg.

Greinargerð:
Ákvæði um greiðslukjör eru tekin upp í samþykkt um gatnagerðargjöld og er því óþarfi að hafa sérstaka samþykktu um það efni.

Er því lagt til að samþykktin verði felld úr gildi í heild, en ákvæði hennar tekin upp í viðeigandi gjaldskrár. Í samþykkt um gatnagerðargjöld er lagt til að heimild til að semja um eftirstöðvar gatnagerðargjalda til allt að 24 mánaða verði breytt, eftirleiðis verði heimilt að semja um eftirstöðvar til allt að 18 mánaða. Ástæða þessa er sú að lögveðsréttur helst í 24 mánuði frá gjalddaga og til að unnt sé að nýta þau úrræði sem honum fylgja þarf aukið svigrúm. Þá er rétt að geta þess að flestir þeir aðilar sem óskað hafa eftir því á liðnum mánuðum að semja um gatnagerðargjöld hafa greitt skuldina upp innan þess tíma sem gefinn hefur verið og kemur þar m.a. til að unnt er í flestum tilvikum að fá hagstæðari lánskjör í bönkum þegar fasteign öðlast veðhæfi.

Þá er í samþykkt um gatnagerðargjöld lagt til að heimild til að semja um greiðslu gjalda vegna atvinnulóða til 4 ára með veðskuldabréfi með föstum 5% vöxtum verði felld úr gildi og að sama ákvæði gildi um atvinnulóðir og aðrar lóðir, sbr. það sem að framan greinir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

h) Kosning varamanns í bæjarráð (D-listi)

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og  lagði til að Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, yrði kosin varamaður í bæjarráð í stað Snorra.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

i) Breyting á skipan í nefndir (V-listi)

Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir því að Alma Lísa Jóhannesdóttir hefði flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.

Lagt var til að eftirfarandi breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan:

Rannveig Anna Jónsdóttir, verði varamaður í Menningarnefnd

Margrét Magnúsdóttir, aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefndnefnd, varamaður Sædís Ósk Harðardóttir

Sædís Óska Harðardóttir aðalmaður í félagsmálanefnd, -  Sigrún Þorsteinsdóttir varamaður

Valgeir Bjarnason varamaður í skólanefnd

Samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

j) Beiðni Margrétar K. Erlingsdóttur um leyfi frá störfum í bæjarstjórn

Beiðni Margrétar um leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 1. febrúar til 31. maí 2008 var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

k) Breyting á skipan í nefndir (B-listi)

Lagt var til að Gissur Jónsson verði varamaður í félagsmálanefnd.

Lagt var til að Helgi Haraldsson yrði varamaður í bæjarráði frá 1. febrúar til 31. maí 2008.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

l) Kosning varafulltrúa Árborgar á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands (B-listi)

Lagt var til að Ármann Ingi Sigurðsson yrði kosinn varamaður á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar D-lista sitja hjá.

m) Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um lækkun gjalda

Eyþór Arnalds, D-lista fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

Tillaga um lækkun gjalda:
Bæjarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatt úr 0,3% í 0,27% sem er 10% lækkun stuðulsins. Fasteignamat hefur hækkað enn meira á árinu og í Reykjavík er skatturinn 0,225%.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að afsláttur eldri borgara 70 ára og eldri verði 100% til þeirra sem hafa lægri tekjur en hér segir:

Hjá hjónum            3.500.000 krónur 
Hjá einstaklingum   2.000.000 krónur 

Bæjarstjórn samþykkir líka að færa hesthús úr flokki atvinnuhúsnæðis og snúið verði við ákvörðun frá 2004 úr 1,6% og í 0,27%.

Bæjarfulltrúar D-lista

Að beiðni flutningsmanns var tillagan borin upp í þrennu lagi.

Fyrsti liður tillögunnar var borinn undir atkvæði og felldur með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði minnihlutans:

Fasteignamat í Árborg hefur hækkað um 12-20% á árinu eða allt að fjórum sinnum umfram verðlag almennt. Fasteignaskattslækkun um 10% er hófleg sáttaleið til að halda hækkunum gjalda niðri. Það er von sjálfstæðismanna að meirihlutinn stígi markviss skref til lækkunar til að sanngirni sé gætt í gjaldtöku.

Bæjarfulltrúar D-lista

Annar liður tillögunnar var borinn undir atkvæði og felldur með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:

Eldri borgarar þurfa að búa við ýmsa jaðarskatta og ber að varast að auka byrðar þeirra enn frekar. Ljóst er að fasteignamat fer ört hækkandi og er því enn brýnna en áður að lækka fasteignaskatta á eldri borgara. Sjálfstæðismenn vilja styðja þá viðleitni þeirra sem geta að vera sem lengst í eigin húsnæði. Heimild til 100% lækkunar fasteignaskatts á eldri borgara sem er í lögum ætti að vera nýtt með víðtækari hætti í Árborg en nú er. Tillaga sjálfstæðismanna er sáttatillaga í þessa veru.

Bæjarfulltrúar D-lista

Þriðji liður tillögunnar var borinn undir atkvæði og felldur með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:

Skattur á hesthús í Árborg er afar hár. Vilji sjálfstæðismanna er til að færa þessa gjaldtöku nær því sem sanngjarnt er.

Bæjarfulltrúar D-lista

n) Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um heiðurslistakerfi grunnskóla

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

Tillaga um heiðurslistakerfi grunnskóla:

Bæjarstjórn samþykkir að fela skólanefnd grunnskóla að taka afstöðu til upptöku heiðurslistakerfis og að útfæra hugmyndina sé þess þörf og að leggja mat á kostnað verði hann einhver.

Greinagerð:
Ársþing SASS ályktaði á þingi sínu í október að skólanefndir grunnskóla á Suðurlandi skoðuðu kosti þess og galla að taka upp heiðurslistakerfi. Síðan eru liðnir fjórir mánuðir og því sannarlega tími til kominn að ályktunin berist skólanefnd. Eins og segir í ályktun SASS: ,,Markmiðið með heiðurslistakerfi er að efla sjálfsvitund nemenda og menntun almennt, auka áhuga og hvetja þá í fjölbreyttu námi. Lögð [er] áhersla á sem mesta fjölbreytni og að viðurkenningar til nemenda [séu] ekki bundnar við hefðbundnar námsgreinar. Einnig er mikilvægt að hver skóli fái að móta sínar áhersl


Þetta vefsvæði byggir á Eplica