Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.4.2006

28. fundur menningarnefndar

 

28. fundur menningarnefndar Árborgar, haldinn í ráðhúsi Árborgar, fimmtudaginn 27. apríl  2006, kl.  17:15, í Ráðhúsi Árborgar.

 

Mætt: Inga Lára Baldvinsdóttir, formaður, Kristín Eiríksdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ársælsdóttir, Guðmundur Karl Sigurdórsson og Grímur Hergeirsson.

 

Dagskrá:

 

1. Úthlutun menningarstyrkja, fyrri úthlutun 2006.
Alls bárust 19 umsóknir um styrki frá jafn mörgum aðilum.  Samanlagt var upphæð styrkumsóknanna kr. 4.350.000,- en til úthlutunar að þessu sinni eru kr. 910.000 sem skiptast þannig:

 

Rekstrarstyrkir:        
Hörpukórinn                                                                kr. 115.000,-
Jórukórinn                                                                   kr. 115.000,-
Myndlistarfélag Árnessýslu                                         kr. 100.000,-

 

Verkefnastyrkir:

 

Nemendafélag FSu vegna   söngleikjahalds                       kr. 100.000,-
Kirkjukór Selfoss vegna 60 ára   afmælisárs kórsins          kr. 125.000,-
Samkór Selfoss vegna flutnings á sálumessu Mozarts       kr. 125.000,-
Kór FSu. vegna Orkneyjaferðar                                        kr.   55.000,-
Hljómsveitin Brimrót    vegna útgáfu á geisladiski              kr.   25.000,-
Friðrik Ásmundsson Brekkan vegna ritunar bókar um Ljón Norðursins                   kr.   75.000,-
Afmælisnefnd Knattsp.deildar Umf. Selfoss vegna varðveislu  sögulegra minja.   kr.   75.000,-

2.  Vor í Árborg 2006.
Farið yfir dagskrárdrög og þau rædd.  Unnið er að lokaundirbúningi hátíðarinnar og verður dagskráin fjölbreytt að vanda.

 

3. Önnur mál.

a) Samstarf í menningarmálum.
Verkefnisstjóri greindi frá samstarfsverkefni sem Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í ásamt Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Reykjanesbæ og Akraneskaupstað um úttekt á menningarstarfsemi og samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í þessum sveitarfélögum. Verkefnið er unnið af Reykjavíkurakademíunni að frumkvæði Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur.  Markmið verkefnisins er að gera úttekt á menningarmarkaðinum á þessu svæði og varpa fram tillögum um hvernig efla megi samstarf sveitarfélaganna á sviði menningarmála.

 

b) Menningarviðurkenning Árborgar 2006
Samþykkt var hver hlýtur menningarviðurkenninguna að þessu sinni.  Viðurkenningin verður afhent á Vor í Árborg 12.-14. maí nk.

Fundi slitið kl. 19:20

Inga Lára Baldvinsdóttir
Kristín Eiríksdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir

Ingibjörg Ársælsdóttir
Guðmundur Karl Sigurdórsson
Grímur Hergeirsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica