28. fundur bæjarráðs
28. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 18.01.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, bæjarráðsmaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701035 |
|
|
b. |
0701055 |
|
c. |
0701012 |
|
d. |
0606112 |
|
1a) -liður 2, bæjarráð vísar afgreiðslu á tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna hundahalds til bæjarstjórnar, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Bæjarráð vísar afgreiðslu á tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna kattahalds til bæjarstjórnar, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.
-liður 3, bæjarráð frestar staðfestingu á liðnum og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
-liður 5, bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að gera tillögu að frekari úrvinnslu málsins.
-liður 6a, bæjarráð tekur undir samþykkt landbúnaðarnefndar varðandi stofnun lögbýlis á Nýja-Bæ 1, landnr. 202077.
1b) -athugasemdir Kristins Bárðarsonar, liður 2, bæjarráð felur bæjarritara að kanna hvort það sé í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins að fella niður dagskrárliðinn önnur mál.
1d) -liður 16, tillaga frá Snorra Finnlaugssyni, fulltrúa D-lista:
Fundargerð skipulags og byggingarnefndar ber ekki með sér að tillögur í lið 16 hafi verið afgreiddar á fundinum. Því legg ég til að bæjarráð fresti því að taka þessa liði til afgreiðslu þar til leiðrétt fundargerð hefur borist og er formanni nefndarinnar falið að sjá til þess að það verði gert.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar staðfestar að undanskildum þeim liðum sem afgreiðslu var frestað á.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
3. 0701058
Beiðni umdæmisstjóra Fasteignamats ríkisins um umsögn um breytta notkun á landi Byggðarhorns landnr. 166177 -
Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.
4. 0612024
Beiðni Körfuknattleiksdeildar HS um styrk vegna körfuboltamóts yngri barna. -
Bæjarráð samþykkir að veita Körfuknattleiksdeild HS styrk til að greiða leigu fyrir afnot af íþróttahúsi og mötuneyti Vallaskóla og af aðstöðu í félagsmiðstöð. Bæjarráð samþykkir jafnframt að keppendur fari í sund í boði sveitarfélagsins.
5. 0507036
Drög að samningi um leigu á æfingaaðstöðu fyrir júdódeild Umf. Selfoss að Gagnheiði 3, Selfossi
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
6. 0507036
Drög að samningi við júdódeild Umf. Selfoss um rekstur á æfingaaðstöðu fyrir deildina -
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
7. 0611165
Beiðni JÁ VERKS um viðræður við sveitarfélagið um viðbyggingu við Sundhöll Selfoss -
Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ræða við bréfritara.
8. 0701018
Beiðni Kögunarhóls um viðræður við bæjaryfirvöld um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu og/eða rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða -
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð fagnar áhuga á málefninu og samþykkir að fá bréfritara á næsta fund bæjarráðs til viðræðna, enda er erindinu beint til þess.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi D-lista situr hjá.
Snorri Finnlaugsson, fulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn sveitarfélagsins fer bæjarráð ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Því er það eðlileg stjórnsýsla að bæjarráð komi fram fyrir hönd bæjaryfirvalda þegar óskað er eftir viðræðum við þau.
9. 0411055
Tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg -
Bæjarráð vísar tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
10. 0608004
Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 -
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Snorri Finnlaugsson, fulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Í samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar segir í 48. grein:
“Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar og framlagningu draga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samráði við bæjarstjóra.”
Nú er fjárhagsáætlun árins 2007 lögð fram í bæjarráði og tillaga um að vísa henni til bæjarstjórnar án þess að bæjarráð hafi nokkuð komið að undirbúningi hennar eða að hún hafi fengið efnislega umfjöllun í bæjarráði.
Ég mælist til þess að framvegis komi bæjarráð fyrr og með meiri afgerandi hætti að undirbúningi fjárhagsáætlunar eins og samþykktir kveða á um. Þá óska ég einnig eftir að á næsta fundi bæjarráðs verði fjárhagsáætlunin aftur á dagskrá og fái þar efnislega umfjöllun sem og þær tillögur sem kunna að koma fram við fyrri umræðu hennar í bæjarstjórn.
11. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir