Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.6.2007

28. fundur skipulags- og byggingarnefndar

 

28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 25.06.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Torfi Áskelsson, formaður, S-lista
Ármann Ingi Sigurðsson, varaformaður, B-lista
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista
Ari B. Thorarensen, varamaður D-lista
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Gústaf Adolf Hermannsson, starfsmaður
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður

 

Samþykktir byggingafulltrúa:

Engin.

 

Dagskrá:

 

1. 0508068
Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi -

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Tillaga borin undir atkvæði
 Tillaga samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista.

Fulltrúar D-lista bókuðu eftirfarandi;
Verið er að samþykkja að setja niður 270-285 blokkaríbúðir niður í miðbæ Selfoss .
Til samanburðar má nefna að allar almennar blokkaríbúðir á Selfossi telja um 290. Þar af eru nýjar blokkaríbúðir í 5 blokkum við Fossveg og Eyrarveg um 102 talsins. 3 slík hverfi eiga því að rísa í miðbæ Selfoss samkvæmt stefnu meirihlutaflokkana.
Hamraborgin í Kópavogi er dæmi um hvernig tekist hefur til með svona hugmyndir, einnig Engihjalli þar sem mikið er af íbúðum en verslanir þrífast illa á neðstu hæðum.
Gríðarlega mikið af bílastæðum fylgir svo mikilli íbúðarbyggð.
Sunnanmegin við byggingar eru eingöngu bílastæði og bílastæðahús, þar sem vænlegt væri að skapa sólríka íverustaði með verslunum og veitingahúsum. Aðstæður á Íslandi eru þannig að vert er að nýta sól sem mest í skipulagi.
Til að uppfylla skipulagið á að taka Sigtún eignarnámi undir veg sbr. Yfirlýsingu bæjarstjóra í fjölmiðlum, rífa þarf Pakkhús og færa Ingólf. Ekkert er reynt að sníða skipulagið að sögu bæjarins og sérstöðu. Þessu mótmælum við.
Skipulag þetta er sniðið til að uppfylla byggingarmagn í Miðjusamningi. Vitað er að íbúaaukning síðustu ára á Selfossi stafar ekki af ásókn í blokkaríbúðir, heldur í lágreista einbýlishúsabyggð.
Bæjargarðurinn er ekkert skipulagður og torgið er fullt af bílastæðum. Eingöngu er verið að uppfylla óskir verktaka og lítið gert til að uppfylla óskir íbúana.

 

2.  0508068
Tillaga að breytingu aðalskipulags bæjargarðs Selfossi -

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagi bæjargarðs verði breytt í íbúðar-og útivistarsvæði. Einnig verði leitað eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytingartillöguna.

Tillaga borin undir atkvæði
 Tillaga samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista.

Fulltrúar D-lista bókuðu eftirfarandi;

Í mörg ár hafa íbúar Selfossbæjar viljað sjá svokallaðan bæjargarð kláraðan þannig að hægt sé að njóta útivistar þar og halda hátíðir. Verði settar íbúðarblokkir í garðinn, eins og ætlun meirihlutans er, þá mun framtíðarnýting hans skert mjög þar sem íbúatala fer hækkandi og því ekki vanþörf á stórum og fallegum bæjargarði.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20

 

Torfi Áskelsson                                   
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson                               
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari B. Thorarensen                              
Bárður Guðmundsson
Gústaf Adolf Hermannsson                  
Grétar Zóphóníasson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica