Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.2.2015

28. fundur bæjarráðs

28. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Árborg og samkomulag um skipti á lóðum við ÍSB fasteignir ehf. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:  Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 7. fundur haldinn 11. febrúar Fundargerðin staðfest. 2. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 10. fundur haldinn 11. febrúar 2015 Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 3. 1502151 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands 162. fundur haldinn 13. febrúar Lagt fram. 4. 1501347 - Fundargerðir stjórnar Leigubústaða Árborgar ses. Fundur haldinn 22. janúar Lagt fram. 5. 1411043 - Fundargerðir starfshóps um sorpmál 1. fundur haldinn 8. desember 2. fundur haldinn 22. janúar Lagt fram. 6. 1409062 - Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu skólahúsnæðis í Árborg 1. fundur haldinn 29. janúar 2. fundur haldinn 11. febrúar Lagt fram. Almenn afgreiðslumál 7. 1502139 - Umsókn Árvegs ehf um lóðina Sigtún 1b, Selfossi Bæjarráð veitir vilyrði fyrir lóðinni til 6 mánaða í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun lóða til að vinna tillögu að deiliskipulagi að svæðinu. 8. 1502175 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. febrúar 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, veitingastaður í flokki II - Kaffi Krús, Austurvegi 7, Selfossi Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.   9. 1502174 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. febrúar 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, veitingastaður í flokki III - Tryggvaskáli við Tryggvatorg, Selfossi Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 10. 1502176 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, dags. 19. febrúar 2015 - frumvarp til laga um farmflutninga á landi, aukið eftirlit, starfsleyfi og EES reglur Lagt fram. 11.   1502177 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, dags. 19. febrúar 2015 - frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur 1. hluti  - 2. hluti  - 3. hluti Bæjarráð Árborgar mótmælir þeim áformum að leiðir sem skilað geti rekstrarafgangi verði boðnar út sérstaklega. Slíkt mun kippa rekstrargrundvelli undan almenningssamgöngum sem sveitarfélögin hafa skipulagt, m.a. á leiðum sem fáir farþegar nýta. Það kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafa skipulagt saman í gegnum SASS skiptir miklu fyrir búsetu á svæðinu og þjónustu við íbúa. 12. 1502204 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn, dags. 20. febrúar 2015 - frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna) Lagt fram. 13. 1502230 - Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar Árborgar á Selfossi Bæjarráð staðfestir samninginn. 14. 1502229 - Samkomulag við ÍSB fasteignir ehf um skipti á lóðum Bæjarráð samþykkir skipti á lóðum við ÍSB fasteignir ehf með eftirfarandi hætti: Sveitarfélagið Árborg eignist lóðina Tryggvatorg 162969, fastanr. 218-7755 og ÍSB fasteignir ehf eignist lóðina Gráhellu 88-100 og leigulóðarréttindi að Akurhólum 2, 4, og 6 og eru gatnagerðargjöld greidd. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um skiptin í samræmi við framangreint.   Erindi til kynningar 15. 1502145 - Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 12. febrúar 2015, kynning á möguleikum sveitarfélaga til að senda umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ Lagt fram. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:45. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica