Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.5.2016

28. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

28. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. maí 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1507014 - Rannsóknir og jarðhitaleit í Laugardælum
Skýrsla frá ÍSOR um borun í Laugardælum lögð fram. Stjórnin samþykkir að ráðast í borun á nýrri vinnsluholu ÞK-18 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs um fjármögnun.
2. 1507013 - Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
Upplýsingar um rannsóknarboranir í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusá lagðar fram. Hola SE-29 var boruð í 516 m. SE-30 hefur verið dýpkuð samkvæmt ráðgjöf ISOR.
3. 1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Farið yfir stöðu verkefnisins. Hönnun dælustöðvar er nánast lokið og deiliskipulag verður tekið fyrir á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
4. 1605064 - Sundhöll Selfoss - trjágróður á lóð
Stjórnin samþykkir framkomnar hugmyndir um grisjun og endurnýjun trjágróðurs við Sundhöll Selfoss.
5. 1605214 - Gatnaframkvæmdir í Hagalandi 2016
Stjórnin samþykkir að malbika gangstéttir og stíga við Tjarnarmóa, Lyngmóa og Víkurmóa. Framkvæmdirnar eru á fjárfestingaráætlun ársins 2016.
6. 1605215 - Selfossveitur -endurnýjun á þakklæðningu verkstæðishúss
Ákveðið að taka tilboði Blásteins í endurnýjun þakklæðningar á verkstæðishús Selfossveitna.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica