Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.3.2017

28. fundur íþrótta- og menningarnefndar

28. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. mars 2017, Konubókastofunni á Eyrarbakka kl. 06:30.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista Gísli Á. Jónsson, varamaður, D-lista Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Íþrótta- og menningarnefndin vill koma á framfæri þakklæti til Konubókastofunnar fyrir aðstöðuna á fundinum og hamingjuóskum með stækkun safnsins. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1703029 - Menningarsalur Suðurlands - stofnun hollvinafélags
  Formaður leggur fram tillögu um að skoðað verði hvort hægt sé að stofna hollvinasamtök fyrir menningarsalinn í Hótel Selfoss. Tilgangur samtakanna gæti m.a. verið að halda málefnum menningarsalarins á lofti og vera bakhjarl fyrir uppbyggingu hans. Ákveðið að boða til fundar um menningarsalinn þar sem áhugasamir geta rætt málefni hans og framtíð og í framhaldinu tekið ákvörðun um hvort áhugi sé um stofnun slíkra samtaka. Starfsmanni nefndarinnar falið að boða til fundarins og rætt um að stefna á fimmtudaginn 30. mars í Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1701046 - Vor í Árborg 2017
  Farið yfir stærstu viðburðina og staðsetningu þeirra. Ákveðið var að færa opnunarhátíðina yfir á Stað á Eyrarbakka fimtudaginn 20. apríl kl. 17:00 og minnast þá um leið 120 ára afmælis Eyrarbakkahrepps. Halda tónleika í Tryggvaskála föstudagskvöldið 21. apríl þar sem menningarviðurkenningin yrði afhent og 70 ára afmælis Selfossbæjar minnst. Laugardaginn 22. apríl yrðu síðan tónleikar á Stokkseyri. Nokkrir viðburðir hafa komið inn sl. vikur en undirbúningur er í fullum gangi og er stefnt á að dagskráin verði klár fyrir páska. Samþykkt samhljóða.
     
3.   1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017
  Rætt um mögulega viðburði í menningarmánuðinum október 2017. Nokkar hugmyndir komnar á blað og samþykkt að fela starfsmanni nefndarinnar og formanni að vinna að dagskrá mánaðarins og upplýsa nefndina þegar drög að dagskrá liggja fyrir. Aðeins rætt um myndbandsupptökur af menningarkvöldum sl. ára og hvort hægt væri að láta fagaðila vinna þau til birtingar. Starfsmanni falið að skoða það mál frekar. Samþykkt samhljóða.
     
4.   1702031 - Tillaga - sauna í sundlaug Stokkseyrar
  Lögð fram tillaga frá Sonju Guðnadóttur, íbúa í sveitarfélaginu um hvort hægt sé að setja upp saunaklefa í Sundlaug Stokkseyrar. Málið rætt og líst nefndinni vel á hugmyndina. Lagt til að vísa erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til skoðunar og frekari úrvinnslu. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
5.   1702346 - Ungt fólk og lýðræðið 2017
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1702102 - Unglingalandsmót UMFÍ 2020
   
  Lagt fram til kynningar. Fram hefur komið að Sveitarfélagið Árborg hefur leitað til HSK og óskað eftir að sambandið sæki um að halda mótið árið 2020 með Selfoss sem keppnisstað.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 07:50
Kjartan Björnsson   Helga Þórey Rúnarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson   Estelle Burgel
Gísli Á. Jónsson   Bragi Bjarnason
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica