28. fundur skipulags- og byggingarnefndar
28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi. Formaður leitaði afbrigða að taka inn tvö mál um breytingar á byggingarreitum, að Hellismýri 1 og Háheiði 3. Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Dagskrá:Almenn afgreiðslumál | ||
1. | 1610180 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar út úr landi Votmúla I. Umsækjandi: Freyja Hilmarsdóttir | |
Samþykkt. | ||
2. | 1610170 - Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskilti að Fossnesi A, Selfossi. Umsækjandi: IB ehf | |
Óskað er eftir umsögn Vegagerðarinnar. | ||
3. | 1610173 - Umsókn um leyfi fyrir girðingu við hluta vestri Flóagafls. Umsækjandi: Félag búfjáreigenda á Eyrarbakka | |
Samþykkt. | ||
4. | 1610168 - Umsókn um lóðina Hulduhól 21-33, Eyrarbakka. Umsækjandi: Eyrar ehf | |
Samþykkt að úthluta lóðinni. | ||
5. | 1610169 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn. Umsækjandi: Eremía Sohan | |
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn til sex mánaða á malarsvæði við Íþróttavöllinn við Engjaveg. | ||
6. | 1412080 - Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stöðuleyfis gáma að Tryggvagötu 6, Selfossi. | |
Lagt fram til kynningar. Ýmsar hliðar málsins skoðaðar. | ||
7. | 1603084 - Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka | |
Kynnt var vinna við verkefni sem snýr að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, Sveitarfélagið fékk nýverið styrk frá Minjastofnun til að gera tillögu að verndarsvæði varðandi hluta Eyrarbakka. | ||
8. | 1409182 - Fyrirspurn um leyfi fyrir byggingu lítilla húsa til útleigu vestan við Eyrarbakka. Fyrirspyrjandi: Brynjar Örn Sigurðsson | |
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu, hugmyndirnar samræmast ekki aðalskipulagi. | ||
9. | 1610006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 24 | |
9.1. | 1607029 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Vonarlandi 1 og 2, Stokkseyri. Að beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi. | |
Samþykkt að veita jákvæða umsögn. | ||
9.2. | 1610182 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Snælandi 9-11, Selfossi. Umsækjandi: fh lóðarhafa Bent Larsen | |
Óskað er eftir uppfærðu lóðarblaði og samþykki lóðareiganda að Seljalandi 12-22. | ||
9.3. | 1610184 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir veiðihúsi við Fossnes, Selfossi. Umsækjandi: Stangaveiðifélag Selfoss | |
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. | ||
9.4. | 1610008 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Fossnes A, Selfossi. Umsækjandi: IB Fasteignir ehf | |
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum. | ||
9.5. | 1610100 - Umsókn um leyfi fyrir eldsneytistanki við Arnberg.Umsækjandi: Olíuverslun Íslands | |
Óskað er eftir fullnægjandi gögnum. | ||
9.6. | 1610171 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Sandgerði 4, Stokkseyri.Umsækjandi: Ómar Geirsson | |
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. | ||
10. | 1611004 - Umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3 | |
Óskað eftir fullgildu lóðarblaði til grenndarkynningar. | ||
11. | 1611003 - Umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1 | |
Óskað eftir fullgildu lóðarblaði til grenndarkynningar. | ||
Ásta Stefánsdóttir | Magnús Gíslason | |
Gísli Á. Jónsson | Guðlaug Einarsdóttir | |
Ragnar Geir Brynjólfsson | Bárður Guðmundsson | |
Ástgeir Rúnar Sigmarsson |